Minnihlutastjórn VG og Sjálfstæðismanna

Með því að skipta um ríkisstjórn er hægt að láta einstök mál hverfa, en þau eru ekki mörg. ESB aðildarumsóknin er eitt þeirra. Vilji er allt sem þarf til. Ætli sá vilji sé til staðar hjá þeim flokkum sem harðast berjast gegn aðildarumsókninni?

Icesave og efnahagsmálin hverfa ekkert. Þau mál þarf að leysa, sama hver stjórnin er.

Atvinnumálin og glíman við atvinnuleysið hverfa ekkert. Þau mál þarf að leysa, sama hver stjórnin er.

Og þannig má lengi telja.

Umsóknin um aðild að ESB er langstærsta deilumálið í stjórnmálunum, en samt sem áður deilumál sem auðvelt er að henda út af borðinu! Ef einhver vilji er til þess.

Sjálfstæðisflokkurinn er á móti aðild. Eða svo segir hann. Vinstri grænir eru á móti aðild. Eða svo segja þeir. Framsókn er lítt hrifin. Eitt eiga þessir flokkar sameiginlegt í sínum málflutningi. Þeir fullyrða að þjóðin vilji ekki inn í ESB. Vilja þeir þá ekki standa með sinni þjóð?

Skoðum það betur. Ef forráðamenn þessara flokka hittast yfir kaffibolla gætu þeir á 10 mínútum ákveðið að draga ESB umsóknina til baka. Ef þeir vilja.

Minnihlutastjórn VG og Sjálfstæðismanna hefði 31 þingmann. Framsókn kæmist í kjörstöðu með því að verja slíka stjórn falli fram að kosningum, sem kannski yrðu að ári liðnu.

ESB málið er langstærsti ásteytingarsteinn stjórnmálanna í dag.

Ef þessir ofannefndu flokkar meina eitthvað með því sem þeir segja, þá er þetta næsta auðveld leið til að losna við, alla vega fresta, hinu umdeilda ESB máli.

Af hverju er þá ekki rokið í málið? Getur ekki VG selt Sjálfstæðismönnum sálu sína rétt eins og Samfylkingunni? Hafa ekki Sjálfstæðismenn bullandi áhuga á stjórnarsetu? Vill ekki Framsókn hafa meiri áhrif?

Meina þessir flokkar kannski minna með því sem þeir segja en þeir vilja viðurkenna? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þetta er athyglisverður punktur. En þora þeir í kosningar að því loknu? Held ekki.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 11.12.2010 kl. 17:06

2 Smámynd: Björn Birgisson

Arinbjörn, eru menn ekki alltaf að kalla eftir kosningum? Er þá ekkert að marka þau áköll?

Björn Birgisson, 11.12.2010 kl. 17:12

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Tja Björn alla vega ekki núna. Til að mynda óttast flokkarnir tilkomu einhvers "besta flokks" í næstu alþingiskosningum, stjórnarandstaðan hefur í raun og veru enga hugmynd um hvernig við eigum að komast úr þeim vondu málum sem við erum í á einhvern trúverðugan hátt. En ég tala nú bara fyrir mig og engan annan og hef lítla trú og traust á þeim flokkum sem á alþingi sitja.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 11.12.2010 kl. 17:30

4 Smámynd: Björn Birgisson

Mikið til í þessu.

Björn Birgisson, 11.12.2010 kl. 17:32

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Björn minn er það ekki staðreynd að efnahagsstefnan og innlimun í ESB eru tengd?  Ef ríkisstjórnin hættir við ESB innlimunina þá verður Már að endurskoða efnahagsstefnuna. Flokkarnir á þingi eru allir í sárum og eru ekki með heildstæða lausn hvert skuli stefna. Þess vegna er verið að róa í allar áttir og ekkert miðar

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 11.12.2010 kl. 17:37

6 Smámynd: Björn Birgisson

Staðreynd? Veit ekki um það. Veit bara að það eru allt of margar andskotans gungur sem eru sírífandi kjaft á Alþingi, en þora svo engu þegar á hólminn er komið. Og hananú!

Björn Birgisson, 11.12.2010 kl. 17:42

7 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

er þetta ekki bara ráðvillt hjörð? Hjörð sem hefur misst sína sterku foringja'

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 11.12.2010 kl. 17:46

8 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Öll mistök Steingríms í ráðherrastól hafa óneitanlega veikt hann sem foringja og var hann þó sá eini sem stóð undir nafni á því þingi sem nú situr. Aðrir formenn hafa ekki þetta charisma sem gömlu formennirnir höfðu

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 11.12.2010 kl. 17:50

9 Smámynd: Björn Birgisson

Sterku foringja? Hverjir voru það?

Björn Birgisson, 11.12.2010 kl. 17:50

10 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Bjarni Ben-Steingrímur Hermanns-Davíð Oddsson-Steingrímur J

taktu eftir að það þarf ekki nema einn sterkan foringja á hverjum tíma því við erum að tala um fjórflokkinn

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 11.12.2010 kl. 18:00

11 Smámynd: Björn Birgisson

Voru þetta sterkir leiðtogar? Erum við í sama sólkerfinu?

Björn Birgisson, 11.12.2010 kl. 18:13

12 Smámynd: Björn Birgisson

Af hverju liggur ekki Bjarni Ben í Steingrími með það erindi sem færslan mín fjallar um? Af hverju liggur Steingrímur ekki í Bjarna Ben með það erindi sem færslan mín fjallar um? Af hverju liggur ekki Sigmundur Davíð í þeim báðum? Við því er bara eitt svar.

Þeir vilja allir í ESB, en þora ekki að viðurkenna það. Hvernig á að túlka þetta öðruvísi? Er eitthvað heilagt við samstarf VG og Samfylkingar? Einhver friðhelgi sem ekki má rjúfa? Held ekki. Öðru nær.

ESB málið er lang, lang stærsta pólitíska deilumálið á Íslandi nú. Afdrifaríkt mál til langrar framtíðar. Eitthvert karp um % hér og % þar í sköttum, niðurskurð hér eða þar á bólgnum og rándýrum kerfum, er ekkert annað en karp um lítilræði, rétt eins og krækiber í helvíti, í samanburði við ESB málið.

Ég á kaffibolla og notalegt heimili ef þessir menn vilja hittast og losna við ESB umsóknina.

Líklegt?

Björn Birgisson, 11.12.2010 kl. 18:31

13 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Bryndís bauð upp á lifur þegar lifrarbandalagið var stofnað. Þú verður að gera betur en bjóða uppá uppáhelling

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 11.12.2010 kl. 18:38

14 Smámynd: Björn Birgisson

Smjörsteiktur humar úr Grindavíkurdýpi í forrétt. Ofnbakað hvítlaukslegið lambalæri úr Meðallandinu á ítalska vísu, með miklum lauk, gulrótum, og hrærðum Þykkvabæjarkartöflum í aðalrétt. Í eftirrétt verður þá að losna við ESB umsóknina, skolað niður með kaffi og eðal koníaki. Jón Baldvin hefði aldrei staðist þetta, enda sælkeri.

Veit ekki um hina.

Lifur hvað? 

Björn Birgisson, 11.12.2010 kl. 18:49

15 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þú ert ágætur! Lygilegri hlutir hafa gerst en samstarf VG og Sjálfstæðisflokks. Við lifum á tímum öfugmælanna

Til helvítis lá leiðin hröð
á hausinn fóru Byr og SPRON
Nú bækur fást á bensínstöð
en bensínið hjá Eymundson

 

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 11.12.2010 kl. 20:00

16 Smámynd: Björn Birgisson

Vertu bara sjálfur ágætur! Ég hef ekkert með það að gera!

Björn Birgisson, 11.12.2010 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband