Neyðin er því miður misnotuð og misskilin af mörgu fólki

"Við vorum kölluð öllum illum nöfnum, fyrst og fremst af þeim sem eru af erlendu bergi brotnir og vorum skömmuð fyrir að auglýsa þetta ekki á öðrum tungumálum en íslensku. Það ríkti stríðsástand á tímabili."

Það er ömurlegt að lesa svona frétt. Það vita allir að neyðin er mikil. Það vita líka allir að neyðin er misnotuð og misskilin af mörgu fólki, sem þannig dregur úr hjálpinni sem hinir raunverulega þurfandi fá.

Í þessu eins og flestu öðru.

Alltaf einhverjir tilbúnir til að svindla, ef þess er nokkur kostur.

Einn góðan veðurdag verður kreppunni lokið.

En hlutverki Mæðrastyrksnefndar lýkur ekki þann dag.

Því miður.


mbl.is „Aðrir voru ævareiðir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það voru mest útlendingar sem voru með skammir samkvæmt fréttinni. Útlendingar eru oft algjörlega úti að aka, ég veit það afþví ég var útlendingur lengi sjálf, glíma við mun meiri hræðslu en venjulegt fólk....það er til dæmis orðin ógnvænlegri upplifun að fara til læknis sem maður skilur ekki hvað er að segja, nema brotabrot, og vonar maður skilji rétt, bankamanns sem maður skilur illa, og svo framvegis, og flestir útlendingar hér tala nánast enga íslensku og enn minni ensku....og er alls ekki hjálpað að læra fyrra málið af heimskingjum sem ævinlega tala við þá á ensku, eins og þeir haldi allur heimurinn hljóti að kunna ensku, þegar aðeins örfáar þjóðir tala það mál í raun vel...og því afar sveitalegt og asnalegt að tala við fólk á ensku, ber þess vott maður þekki lítið til í öðrum löndum að álykta það bjargi alltaf málunum ....það er ekki allur heimurinn Ísland-Svíþjóð-Noregur-Danmörk..England... Þannig að það er mögulega aðallega óttinn sem veldur þessum viðbrögðum, í bland við örvæntinguna að geta ekki haldið góð jól með börnunum sínum. Útlendingar frétta um allt síðastir allra út af málleysi, svona lagað að sjálfsögðu líka. Svo vita þeir ekki hvað er hvað, og gætu vel ruglað þessari starfsemi saman við ríkisstjórnina, þeir vita ekki hvað er ríki og hvað ekki, og hvað sjálfboðavinna og hvað ríkisstarfsmenn. Alltof margir útlendingar lifa í ringulreið, ótta og málleysi og þekkja hvorki haus frá sporð. Á meðan gerir hinn lati og skammsýni Íslendingur ekkert til að hjálpa þessu fólki að aðlagast og læra íslensku, en nýtir tækifærið til að monta sig af ensku sinni við hálfmállaust fólkið. Fjöldi útlendinga hefur komið hingað talandi hvorki ensku né íslensku, og talar eftir 20 ára veru hér þokkalega ensku en enga íslensku, afþví fólkið fæst ekki til að tala við þá á íslensku. Þetta er skömm og ekkert annað. Skamm fyrir leti og mannvonsku Íslendingar! Reynið að sýna fólki sem býr hér og sjálfum ykkur þá virðingu að tala íslensku!

íslenska (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 21:06

2 Smámynd: Björn Birgisson

íslenska, takk fyrir þetta innlegg.

Björn Birgisson, 15.12.2010 kl. 21:55

3 identicon

Þetta er skrýtin færsla íslenska???

Er flutningur fólks á milli landa ný hafinn?...veit ekki betur en hann hafi viðgenist í fleiri þúsund ár. 

itg (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 21:56

4 Smámynd: Björn Birgisson

Mig grunar að íslenska hafi verið útlendingur erlendis, sé Íslendingur. Margt satt og gott í færslunni.

Björn Birgisson, 15.12.2010 kl. 22:07

5 identicon

itg, nei að sjálfsögðu ekki, en það er margt nýtt og sérstætt við fólksflutninga í dag, sérstaklega í þessum heimshluta og hverjum tíma mannkynssögunnar fylgja sín sérstöku vandamál og sínar sérstöku lausnir. Annars finnst mér einfaldlega bjánalegt að spyrja svona spurninga. Það er ekki eins og mannkynið sé í góðum málum að flestu leyti, og þar verður fyrirhyggjuleysinu fyrst og fremst um kennt. Við getum lagað þessa þróunn og jafnað stöðu fólks með að sýna því þá tillitssemi og þolinmæði að aðstoða það við að aðlaga sig. Það þykir sjálfsögð kurteisi víða annars staðar.

íslenska (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband