Gaman að fá góða gesti

Ég ráðlegg engum að lesa þessa færslu. Hún er bæði ljót og leiðinleg. Fjallar um sjálfhverfu og yfirgengilegt mont, raunar um flest það ljóta sem fyrirfinnst í einni manneskju, sem þrátt fyrir allt fær að ganga laus. Færslan fjallar ekki um Steingrím og ekki um útrásarvíkinga. Er hægt að skrifa um eitthvað annað?

Við höfum löggjafarvald. Við höfum dómsvald á tveimur dómstigum og við höfum framkvæmdavald sem ráðherrar fara með. Svo kemur fjórða valdið. Það eru fjölmiðlarnir í þjóðfélaginu. Völd þeirra eru mjög mikil, en leikreglurnar sem um þá gilda eru að margra mati mjög ófullkomnar. Sumir segja hættulega ófullkomnar.

Á síðustu árum hefur verulega bæst í fjölmiðlaflóruna með tilkomu bloggsins. Þeir sem lesa fréttatengdu bloggin reglulega fá oft fjölmarga vinkla á fréttina, sem alls ekki koma fram í skrifum blaðamannanna. Ekkert nema gott um það að segja. Bloggið stóreykur við fjórða valdið.

**********************

Bloggskrif eru afar ertandi iðja. Það má glöggt sjá af því að þeir sem fá bloggbakteríuna eru margir hverjir mjög virkir og sumir hverjir að blogga á nokkrum miðlum. Jafnvel bæði innlendum og erlendum.

Þar sem bloggarar eru bæði mannlegir og breyskir, þá kitlar það alltaf sjálfið þegar margir koma í heimsókn að skoða afurðirnar. Það nennir enginn að blogga ef engir eru gestirnir. Því fleiri gestir, þeim mun skemmtilegra verður þetta. Því fleiri athugasemdir, þeim mun meira fjör. Þannig er það áreiðanlega í augum flestra. Baldur Hermannsson orðaði þetta skemmtilega. Hann sagði að gott blogg væri eins og kaffihús, þar sem margir hittast og skiptast á skoðunum. Tek undir það.

Í gær var óvenju gestkvæmt á þessari síðu, mér til mikillar ánægju. Oft koma margir í heimsókn, en aldrei eins og í gær. Rétt fyrir miðnættið varð mér litið á gestateljarann og trúði vart mínum eigin augum. Frá miðnætti til miðnættis höfðu 2040 gestir komið í heimsókn! 2040 IP-tölur!

Þá get ég líka sagt að á þriðja þúsund gestir hafi komið í heimsókn! Cool

Ég viðurkenni fúslega að mér þótti gríðarlega gaman að sjá þessa tölu. Varð eiginlega rígmontinn! Það er rosalega gaman að vera brotabrot af tönn í tannhjóli fjórða valdsins!

Nota þetta tækifæri til að þakka öllum fyrir innlitið!

Svona er nú bloggbakterían!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Í þessu er sannleikskorn en ekki missa þig samt alveg. 

Baldur er auðvitað snillingur sem er alveg sérstaklega gaman að skjást við.

Takk fyrir fínar færslur í gegnum tíðina. Er ekki alltaf sammála þér en hver getur ætlast til þess. 

Sigurður Sigurðsson, 17.12.2010 kl. 00:58

2 identicon

Litlu verður Vöggur feginn, Bjössi minn. Sjálfshólið er eitt af dauðasyndunum sjö, en það fer þér einstaklega vel. Haltu bara áfram að blogga reglulega um IP-talnasafnið þitt. Er á meðan er.

Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband