Sýndargróði er betri en enginn gróði

"Hagnaður af rekstri RÚV rekstrarárið 1. september 2009 til 31. ágúst 2010 var 206 milljónir króna. Afkoma félagsins batnaði um 477 milljónir króna frá árinu á undan."

Skelfilegt bull, sem ekkert er að marka. RÚV er á rassinum eins og aðrir fjölmiðlar á Íslandi.

Allir vita nú að ekkert er að marka bókhald í þessu landi. Það er ekkert annað en teygjanleg þvæla og bull og endurskoðendur skrifa upp á allt.

Sanna ekki dæmin það?

Getur ekki Morgunblaðið birt samskonar bull um sína afkomu?

Væri þá meiru logið?

Held ekki.


mbl.is 206 milljóna hagnaður af rekstri RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Gjöld hækkuðu meira en tekjurnar en samt er talað um hagnað?

Hvernig má þetta vera?

Í venjulegu rassvasabókhaldi gengur þetta ekki upp og endar með ósköpum, eignarýrnun og jafnvel gjaldþroti.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 21.12.2010 kl. 00:06

2 Smámynd: Björn Birgisson

Mosi, er bókhald almennt nákvæmara og áreiðanlegra en veðurspáin fyrir næstu viku?

Björn Birgisson, 21.12.2010 kl. 00:21

3 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Moli um málma og fiðlu: Síðueigandi skrifar um að Rúv sé á "rassgatinu". Hér gætir misskilnings því eins og flestir vita hafa hvorki fyrirtæki né hús rassgöt. Nær væri að tala um "bakdyr" og segja þá að "Rúv sé á bakdyrunum".

Einnig má benda síðueiganda á að þótt veðurspár fyrir næstu viku geti reynst ónákvæmar þá eru þær þó eins nákvæmar og þær geta orðið þegar þær eru gerðar. Hér vegur því síðuhaldari að starfsheiðri veðurfræðinga með óbilgjörnum hætti svo ekki sé meira sagt. Eða hver vill láta líkja sínum vinnubrögðum við vinnubrögð bókhaldara nú til dags?

Hörður Sigurðsson Diego, 21.12.2010 kl. 01:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband