Hvað má bjóða þér að kjósa næst?

Nú í árslok finnst mér raddirnar, sem hvað mest hafa æpt á nýjar kosningar til Alþingis, séu að mestu að hljóðna. Einstaka kvak heyrist þó. Það kann þó að vera styttra í kosningar en margan grunar. Róttæka deildin í VG ræður miklu þar um.

Axel Þór Kolbeinsson bloggari hefur tekið saman eftirfarandi lista yfir flokka og samtök, sem vel gætu tekið upp á því að bjóða fram næst þegar kosið verður:

Besti flokkurinn

Borgarahreyfingin

Framsóknarflokkurinn

Frjálshyggjufélagið

Frjálslyndi flokkurinn

Frjálslyndir demókratar

Frjálst Ísland

Hreyfingin

Húmanistaflokkurinn

Hægri - Grænir

Kristin stjórnmálasamtök

Lýðræðishreyfingin

Norræni borgaraflokkurinn

Norræni íhaldsflokkurinn

Rauður vettvangur

Samfylkingin

Samtök fullveldissinna

Sjálfstæðisflokkurinn

Umbótahreyfingin

Vinstri grænir

Þjóðarflokkurinn

Nýjasta aflið er Norræni borgaraflokkurinn og þegar hafa talsmenn Norræna íhaldsflokksins og Frjálsra demókrata lýst yfir stuðningi við þá hugmynd að flokki, sem fyrst og fremst er stefnt gegn Sjálfstæðisflokknum. Bræður munu berjast og allt það!

Svo eru það flokkarnir sem kannski verða stofnaðir.

Vinstri róttækir

Flokkur eldri borgara

Flokkur hundavina

Flokkur hundahatara

Flokkur umhverfissinna

Flokkur ..........................  þetta og hitt!

Það er því ljóst að næsti kjörseðill gæti orðið all mikill um sig þar sem framboðin verða flest. Ég hlakka mikið til að sjá þann seðil og legg því til að að við kjósum í mars og ekki síðar en 25. apríl.

Það er alltaf merkisdagur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ESB = Nei

Eðlileg nýting náttúruauðlinda = Já

Minnkun ríkisafskipta = Já

Öflug efnahagsstjórn = Já

Hvaða flokkur stendur fyrir þetta?

Björn (IP-tala skráð) 27.12.2010 kl. 17:28

2 Smámynd: Björn Birgisson

Enginn, mér vitanlega!

Björn Birgisson, 27.12.2010 kl. 17:30

3 identicon

Sorrý gleymdi einu (með fullri virðingu fyrir Jóni Vali)

Trúartengsl = Engin

Björn (IP-tala skráð) 27.12.2010 kl. 17:31

4 identicon

Nokkuð sammála þér nafni, "Enginn". Það er kolröng lesning á pólitíska landslaginu hjá nýjum "Norrænum borgaraflokki" að setja ESB aðild á oddinn.

Björn (IP-tala skráð) 27.12.2010 kl. 17:33

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Björn, þú ert gamansamur :) Auðvitað hafa raddir þagnað, þær eru uppteknar af því að vinna að flokksklofningum og nýjum framboðum.

Í komandi kosningum (í vor!) verður boðið uppá mörg ný og fjölbreytt framboð. En eins og gerist á bestu veitingastöðum: Því miður voru ekki nógu margir sem pöntuðu þennan rétt - má ekki bjóða þér hangikjöt, það hefur verið þó nokkuð vinsælt síðustu 80 árin?

5% reglan er sennilega það skynsamlegasta sem fjórflokkurinn hefur nokkurn tíma fest í lög - í eiginhagsmunaskyni.

Kolbrún Hilmars, 27.12.2010 kl. 17:53

6 Smámynd: Björn Birgisson

Ekki finnst Guðbirni og félögum það og skoðanabræður og systur eiga þeir líka innan raða Sjálfstæðisflokksins. Veit ekkert um fjöldann.

Björn Birgisson, 27.12.2010 kl. 17:55

7 Smámynd: Björn Birgisson

Kolbrún, takk fyrir innlitið. Er ekki þessi 5% regla nokkuð algeng hjá öðrum þjóðum? Vissulega er hún ansi hár þröskuldur fyrir nýliðana að skríða yfir. Ef við settum til dæmis 2% reglu, hversu margir gætu þingflokkarnir þá orðið? Væri betra að vera með marga örþingflokka á Alþingi?

Björn Birgisson, 27.12.2010 kl. 18:00

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Björn, þótt 5% reglan fyrirfinnist hjá öðrum þjóðum er hún samt tóm tjara að mínum dómi. Ef við ætlum okkur að vera alvöru lýðræðisríki, þá eiga allir framboðshópar að fá sinn fulltrúa á þingi svo framarlega sem þeir ná hlutfallslegu fylgi.

Hefðum við ekki bara gott af því að prófa hver útkoman yrði ef úði og grúði af örflokkum á Alþingi? Hver getur fullyrt að núverandi fyrirkomulag sé óskastaðan - að óreyndu öðru?

Fyrir mína parta þykir mér full ástæða til þess að hræra upp í kerfinu!

Kolbrún Hilmars, 27.12.2010 kl. 18:11

9 Smámynd: Björn Birgisson

Kolbrún, þetta er fín pæling og ég veit að fulltrúar allra flokka lesa þetta!

Björn Birgisson, 27.12.2010 kl. 18:21

10 identicon

Kolbrún, útkoman yrði svona eins og í Belgíu þar sem tugir flokkar eru í framboði, stjórnin mynduð af 7 flokkum og endist að meðaltali í 12 mánuði (svona eins og týpísk íslensk vinstristjórn). Belgía er búinn að vera með umboðslausa stjórn í rúma 6 mánuði (spurning hvor það sé samt ekki betra en að vera stjórnlaus í 24 mánuði eins og við).

Björn (IP-tala skráð) 27.12.2010 kl. 21:15

11 Smámynd: Björn Birgisson

Nafni, ertu að lofsyngja 5% múrinn eða ertu að mæla fyrir breytingum? Ekki svo segja mér hvernig þetta er á Ítalíu!

Björn Birgisson, 27.12.2010 kl. 21:28

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þetta gæti nefnilega gerst.  Mikil fjölgun framboða.  það sem gerist við fjölgun framboða er að umræður ss. í útvarpi og sjónvarpi verða yfirþyrmandi leiðinlegar.  Og í framhaldi að sífellt erfiðara verður að ná eyrum kjósenda og þeir sem koma best útúr slíku eru gömlu hefðbundnu flokkarnir sem hafa svo sterkar vélar á bak við sig.

Svo koma allskyns grínframboð eða framboð um afmörkuð atriði.

Sá einu sinni beina útsendingu frá BBC frá kjördæmi John Major þegar hann var í forystu Íhaldsflokks breska.  Fjöldi frambjóðenda og hátt í helmingur í allskyns trúðabúningum og töluðu útí hött.  Mjög skrítin uppákoma.  Svona verður þetta bráðum hérna.  Ísl. er alltaf 10-20 árum á eftir breskum bylgjum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.12.2010 kl. 23:42

13 Smámynd: Björn Birgisson

Ómar Bjarki, þakka þér fyrir þitt innlit.

Björn Birgisson, 27.12.2010 kl. 23:46

14 identicon

Nafni, var bara léttilega að lýsa því hvað gerist þegar flokkarnir eru of margir. Ég veit ekki hvort 5% múrinn er réttlætanlegur eða ekki það fer eftir því hvað flokkarnir verða margir. Ég mundi allavega ekki vilja sjá fleiri en 6 flokka á þingi í einu (það þýðir ekki endilega að ég vilji sjá núverandi flokka).

Björn (IP-tala skráð) 28.12.2010 kl. 01:56

15 Smámynd: Vendetta

Í Danmörku er þröskuldurinn við þingkosningar (til Þjóðþingsins) 2% sem er lýðræðislegra en þau 5% sem eru í Þýzkalandi, 5% í Belgíu og 4% á Ítalíu (Ítalía hefur þó blandað kosningakerfi, sem ég ætla ekki að fara út í, en hægt er að lesa um hér). Í Danmörku gefur 2% atkvæða 4 menn kjörna í þjóðþingið. Ég veit ekki til að það hafi skapað nein vandamál, það hefur alltaf verið hægt að að mynda ríkisstjórn innan fárra vikna, en allar ríkisstjórnir þar sl. 30 árin hafa verið samsteypustjórnir með merkilega samstíga flokkum (öfugt við Samfylkinguna og VG hér á landi). Lágur þröskuldur gerir það að verkum, að raddir minnstu minnihlutaflokkanna (oft klofningsflokkar úr öðrum klofningsflokkum) heyrast einnig í þinginu. Hér má lesa um tildrög þess að svona neðri kosningamörk (spærregrænse) voru sett í Danmörku og Þýzkalandi og rök gegn þeim út frá lýðræðislegum sjónarhóli.

Öfugt við svona lýðræðislegt fyrirkomulag eru brezku og bandarísku kosningakerfin, sem líkjast hvort öðru. Þar vinnur þingsætið sá frambjóðandi sem fær flest atkvæði í kjördæminu (eða meirihluta í flestum sýslum vinnur ríkið í USA), mótframbjóðandinn kemst ekki inn. Það er gríðarlega ólýðræðislegt, en rökin fyrir því er pólítískur stöðugleiki, þar eð flokkarnir á þinginu eru aðeins tveir í USA og þrír+ í Bretlandi. Þannig kerfi myndi ég ekki vilja sjá hér á Íslandi.

Varðandi Belgíu, þá tel ég að fjöldi flokka á þinginu sé ekki vandamálið (þröskuldurinn í Belgíu er 5%), heldur að í Belgíu búa de facto tvær þjóðir, Vallónar og Flæmingjar, sem hata hvor aðra. Það er kaldhæðnislegt, að aðalsetur ESB, sem á að vera sameingar-eitthvað, skuli vera í Bruxelles, höfuðborg sundruðustu þjóðar Evrópu, sem mun tvímælalaust klofna í tvennt. Spurningin er hvort að Belgía nái að fara sömu leið og Tékkóslóvakía eða hvort ESB-ríkið verði á undan að leggja niður þjóðþing og ríkisstjórnir allra aðildarlandanna. 

Vendetta, 28.12.2010 kl. 02:15

16 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Engin hætta á að blogghöfundi verði að ósk sinni um snemmbærar kosningar - einmitt út af þessum pólitíska óróa. Núverandi flokkar munu sameinast um að tefja kosningar eins og hægt er, vitandi manna best af eigin óvinsældum og í fullvissu þess að fylgi mun tætast af þeim yfir á önnur framboð.

(Betra að vera í stjórnarandstöðu en ekki á þingi yfir höfuð - þið skiljið...)

Haraldur Rafn Ingvason, 28.12.2010 kl. 10:51

17 identicon

Vandetta, 2% á Íslandi gæfi mest eitt þingsæti en gefur 4 í Danmörku (af tæplega 180 þingsætum). Ég held að 5% sé ekki slæmt sé þetta haft í huga.

Það eru 12 flokkar á þinginu í Belgíu og ef ég man rétt þá mynduðu 7 flokkar síðustu ríkisstjórn og það spilar örugglega stærra hlutverk í sundrungu stjórnarinnar en tvískipting þjóðarinnar. Belgar eru síðan þekktir fyrir að flækja málin langt umfram það sem hægt er að hugsa sér og líklega spilar það stærsta hlutverkið með skammlífi stjórna þar.

Björn (IP-tala skráð) 28.12.2010 kl. 11:29

18 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

"Ef við ætlum okkur að vera alvöru lýðræðisríki, þá eiga allir framboðshópar að fá sinn fulltrúa á þingi svo framarlega sem þeir ná hlutfallslegu fylgi"

"2% á Íslandi gæfi mest eitt þingsæti en gefur 4 í Danmörku (af tæplega 180 þingsætum). Ég held að 5% sé ekki slæmt sé þetta haft í huga."

Líðræði er vesen og á að vera vesen. Ég sé ekkert að því að smáframboð nái inn manni með 2% fylgi. Raunar finnst mér fáranlegt að fjórflokksruslið skuli vera látið komast upp með að verja hagsmuni sína með þessu 5% marki

Haraldur Rafn Ingvason, 28.12.2010 kl. 11:59

19 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Er etta ekki þannig að kjördæmissætum er úthlutað samkvæmt d'Hondt-reglunni í þar til gerðum hlutföllum innan kjördæma.  Til að fá Jöfnunarþingsæti kikkar 5% relan inn.

Er ekki miklu mikilvægara að jafna vægi atkvæða milli kjördæma heldur en þesi 5% regla per se.

En segjum að prósentan væri færð niður og afleiðingin yrði að fleiri flokkar og brot kæmust á þing.  Vitiði hvað það mundi þýða?  Mundi þýða það að semja þyrfti miklu meira milli flokka og brota.  Allir að gefa eftir sín stefnumál o.s.frv. og útkoman og sáttagjörðin yrði eitthvað enn lengst í burtu við það sem fólkið kaus.

það er svosem alveg valkostur eins og hvað annað og ekkert svo slæmt.  Lýðræðið er jú sáttargjörð manna á millum.  það á enginn einn að ráða heldu margir með sáttmála og sáttargjörð.  það er hinsvegar eins og íslendingar sumir séu búnir að gleyma því.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.12.2010 kl. 12:59

20 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Að sjálfsögðu á landið að vera eitt kjördæmi - það vantaði í kommentið hér fyrir ofan - þannig að þetta væru þá 2% á lansdvísu!

Haraldur Rafn Ingvason, 28.12.2010 kl. 13:07

21 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég er ekki viss, en mig minnir að um 3% fylgi þurfi til þess að koma fulltrúa á Alþingi.

Kolbrún Hilmars, 28.12.2010 kl. 13:46

22 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Það þarf reyndar ekki nema 1,6% fyrir hvern fulltrúa miðað við einföldustu útreikninga Kolbrún.  Ég er á því að ef við myndum búa við núverandi kosningafyrirkomulag áfram væri eðlilegt að lækka þröskuldinn niður í 3% - 3,5% þannig að framboð næði inn tveim þingmönnum hið minnsta.

Svo bendi ég Birni IP tölu á Samtök Fullveldissinna og Sjálfstæðisflokk sem svar við fyrstu athugasemd, miðað við stefnu flokkana.

Axel Þór Kolbeinsson, 30.12.2010 kl. 10:03

23 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Axel, fer þetta ekki eftir því í hvaða kjördæmi fylgið er mest?

Árið 1987 fékk Framboð Stefáns Valgeirssonar 1,2% fylgi og 1 mann inn, en Flokkur mannsins 1,6% og engan. ??

Kolbrún Hilmars, 30.12.2010 kl. 12:07

24 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Jú, en framboð Stefáns bauð bara fram í einu kjördæmi og fékk 1,2% fylgi á landsvísu á meðan Flokkur mannsins bauð fram í þremur kjördæmum ef ég man rétt.  Í núverandi kjördæmafyrirkomulagi þarft þú að fá u.þ.b. 10% fylgi í kjördæminu til að verða kjördæmakjörinn.

Axel Þór Kolbeinsson, 30.12.2010 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband