Stórfurðuleg staða

„Ég held að stjórnin lafi. Það er takmarkaður áhugi hjá Sjálfstæðisflokknum að fara í stjórn. Þingflokkur sjálfstæðismanna nýtur ekki trausts." segir Sigurjón Þórðarson formaður Frjálslynda flokksins.

Ég held að tilvitnuð orð Sigurjóns séu rétt. Stjórnin mun lafa og hökta eitthvað áfram, en sundurlyndið innan hennar mun aukast og að lokum fella hana. Óróleikinn í VG mun smitast yfir í Samfylkinguna og þá verður þetta búið spil.

Stjórnarandstöðunni til mikillar skelfingar. Sérstaklega þó Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum.

Í mínum huga er það alveg á hreinu að þessir flokkar hafa engan áhuga á setu í ríkisstjórn við núverandi aðstæður. Alls ekki Sjálfstæðisflokkurinn, með sína 16 þingmenn og þar innanborðs nokkra sem flokkurinn getur varla beðið eftir að losna við. Til þess þarf kosningar, sem hugsanlega gætu leitt flokkinn að stjórnarborðinu, þar sem hann vill alls ekki sitja!

Svo segjast allir vera í stjórnmálum til að hafa áhrif!

Auk þess er mjög líklegt að gamli fjórflokkurinn komi verulega laskaður frá kosningum.

Ný öfl munu koma fram og sópa til sín fylgi. Fjórflokkurinn vill því ekki kosningar á næstunni, hvað sem hver segir um það.

Undarleg staða!

Stjórnarandstaðan vill raunverulega að stjórnin lafi, en notar svo hvert tækifæri sem gefst til að níða hana niður og öll hennar verk.

Stórmannlegt er það ekki, en ekki við öðru að búast úr þeirri áttinni.


mbl.is Róbert Marshall íhugi afsögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Ef Framsókn verður boðið í partýið, hverfur stuðningur fleiri en stjórnin mun geta hangið saman á.

hilmar jónsson, 29.12.2010 kl. 18:27

2 Smámynd: Björn Birgisson

Framsókn er ekkert á leiðinni inn í stjórnina.

Björn Birgisson, 29.12.2010 kl. 18:40

3 Smámynd: hilmar  jónsson

nú ?

hilmar jónsson, 29.12.2010 kl. 18:45

4 Smámynd: Björn Birgisson

Hefur þú trú á því?

Björn Birgisson, 29.12.2010 kl. 18:48

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Eru ekki sumir innan stjórnar búnir að gefa hintið ?

hilmar jónsson, 29.12.2010 kl. 18:49

6 Smámynd: Björn Birgisson

Æi, ég veit ekki hverju á að trúa.

Björn Birgisson, 29.12.2010 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 602477

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband