Hvaðan kemur Mogganum öll þessi hæðni þegar rætt er um lýðræði?

Sá Ingu Lind hjá Loga í beinni. Hún er að verða þingmaður. Stjórnlagaþingmaður. Falleg og gerðarleg kona. Ungar út börnum til framtíðar, til að taka við skuldum fortíðar og samtíðar. Glæsileg kona sem vill láta gott af sér leiða. Algjörlega hreinn og beinn Íslendingur með einbeittan vilja fyrir hönd þjóðar sinnar.

Stjórnlagaþing?

Það minnir mig á eitt.

Morgunblaðið mitt.

Þegar Stjórnlagaþingið kemur saman eftir nokkra daga, getur Morgunblaðið fyllt all nokkra dálksentimetra með hæðninni sinni.

Hæðninni sem blaðið beitti að Þjóðfundinum og hugmyndinni um Stjórnlagaþing og kosningunni til þess.

Hæðninni sem blaðið beitir alltaf að auknu lýðræði. Lýðræðinu sem það fyrirlítur, þótt annað sé gefið í skyn.

Engin gúrkutíð framundan á þeim miðlinum.

Hvort skyldi fyrr lúta í gras, lýðræðisviðleitni þjóðarinnar eða kvótagreifakerfið og þar með Morgunblaðið?

Ég tippa á Moggann og hans stjórnendur.

Mun sakna Moggans sárt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Sæll

Stundum skil ég alls ekki hvað þú ert að fara kæri vin, þú talar um "Morgunblaðið mitt " þá skil ég það sem svo að þetta sé blaðið þitt, það sem þú villt lesa og í raun lest,  um leið og þú talar um þá hæðni sem fylgir skrifum þess, árásum þeirra að lýðræði í landinu sem þeir Moggamenn hata eins og pestina. 

þú talar líka um þennann gjaldþrota miðil, Moggann, sem lifir fyrir tilstillann "kvótadrottningar" og hirðar hennar!!! (sem er?)

þú toppar þetta síðan með andhverfunni:

"Ég tippa á Moggann og hans stjórnendur.

Mun sakna Moggans sárt."

Það er ekki heil brú í þessu?  

Guðmundur Júlíusson, 22.1.2011 kl. 00:17

2 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Sæll

Stundum skil ég alls ekki hvað þú ert að fara kæri vin, þú talar um "Morgunblaðið mitt " þá skil ég það sem svo að þetta sé blaðið þitt, það sem þú villt lesa og í raun lest,  um leið og þú talar um þá hæðni sem fylgir skrifum þess, árásum þeirra að lýðræði í landinu sem þeir Moggamenn hata eins og pestina. 

þú talar líka um þennann gjaldþrota miðil, Moggann, sem lifir fyrir tilstillann "kvótadrottningar" og hirðar hennar!!! (sem er?)

þú toppar þetta síðan með andhverfunni:

"Ég tippa á Moggann og hans stjórnendur.

Mun sakna Moggans sárt."

Það er ekki heil brú í þessu?  

Guðmundur Júlíusson, 22.1.2011 kl. 00:18

3 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Fyrirgefðu mér þetta að vera þarna í tvíriti, svona er tölvan mín leiðinleg hvað þetta varðar.

Guðmundur Júlíusson, 22.1.2011 kl. 00:32

4 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur, lestu betur!

Björn Birgisson, 22.1.2011 kl. 01:19

5 identicon

Illugi Jökulsson orðaði það svo í pistli á DV fyrir stjórnlagakosningar að hann sæi ekki hvað þau Inga Lind ættu sameiginlegt. Ekki einu tungumálið. Hallast að því að hann hafi rétt fyrir sér. Hvað þessi stúlkukind er að gera þarna vita fáir. Svo geta menn dundað sér við að reikna út hvernig hún komst í beina hjá Loga. Sú staðreynd að kona hans er einhvers konar stjóri hjá Sjálfstæðisflokknum hefur vitaskuld ekkert með það að gera. Er það nokkuð?

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 22.1.2011 kl. 16:30

6 Smámynd: Björn Birgisson

Hvað ert þú að ybba gogg! Illugi og Inga Lind eiga eftir að vinna ágætlega saman. Ég vil reyna að forðast pólitíska umræðu um Stjórnlagaþingið í lengstu lög.

Björn Birgisson, 22.1.2011 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband