Það þarf ekki endilega að flýja landið okkar

"Halldór J. Kristjánsson, annar fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, er laus úr farbanni."

Af hverju er Halldór búsettur í Kanada?

Mér hefur verið tjáð að Halldór eigi son, sem hann hefur sinnt af stakri natni, meðal annars með fjölmörgum ferðum í Sundlaug Grindavíkur í gegn um tíðina. Slíkt gerir bara góður faðir.

Hvert er lifibrauð Halldórs í Kanada?

Margir hafa sagt Halldór nytsaman sakleysingja innan um alla hákarlana sem siðleysið hafði altekið.

Því vil ég trúa.

Vildi gjarnan sjá hann svamla í Sundlaug Grindavíkur, sem fyrr, með sínum ættmennum.


mbl.is Halldór laus úr farbanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það er rétt,Halldór á son,sem var bekkjarbróðir dótturdóttur minnar. Tengdafaðir hans heitinn var í vinahópi okkar hjóna.  Drengurinn er fatlaður(einhverfur) og móðir hans hefur lagt alla þá alúð sem foreldri á til,svo hann öðlist einhvern bata. Hún fór meðal annars í nám tengdum þessum sjúkdómi.Veit að drengurinn stundaði nám í Flataskóla og var kominn í framhaldsskóla. Vissi ekkert um þau eftir að þau fluttu,það rofnar samband þegar báðir þessir vinir okkar eru látnir,auk maka míns. Ég er sammála þér held hann hafi verið óheppinn að svamla innan um þessa hákarla,enda ekki ráðið miklu hvað þar fór fram.

Helga Kristjánsdóttir, 23.1.2011 kl. 04:45

2 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Auðmenn flytja lögheimili sitt frá Íslandi til að gerast erlendir aðilar og þá þurfa þeir ekki að fara eftir íslenskum lögum og reglum, td. takmörkunum á fjármagnsflutningum.

Lúðvík Júlíusson, 23.1.2011 kl. 07:55

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Fyrir nokkrum árum var í blöðum og í Kastljósi greint frá ráðmennsku Kristjáns forstöðumanns á Kumbaravogi og var það ekki allt par gott. Halldór fyrrum bankastjóri Landsbankans er sonur hans.

Um þessi mál má lesa nánar m.a.: http://breidavikursamtokin.is/kumbaravogur.html

Hér er auðvitað um viðkvæm mál að ræða sem ýmsir veltu sér upp úr. Auðvitað eiga börnin ekki að sitja uppi með „syndir feðranna“ en eru ekki menn að „bjarga“ sér? Því miður er oft gripið til umdeildra ákvarðanan og úræða og ætti Icesave málið að vera víti til varnaðar.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 23.1.2011 kl. 08:35

4 identicon

Er ekki sá sem horfir á glæpinn og aðhefst ekkert, meðsekur?

Ef Halldór hefði verið í alvöru heiðarlegur, þá hefði hann verið löngu búinn að segja af sér sem bankastjóri Landsbankans, horfand á allt ruglið (m.a. Icesave) þar á bæ!

Ómar (IP-tala skráð) 23.1.2011 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband