26.1.2011 | 16:23
Klóndís til útflutnings
"Vigdís baðst afsökunar á orðum sínum. Það sem ég átti við undir glymjandi bjölluslætti forseta var, að tölvudeild Alþingis ráðlagði það, að málið færi ekki í hámæli," sagði Vigdís Hauksdóttir þingmaður."
Vigdís Hauksdóttir er frábær þingmaður. Hún getur verið svo skelegg að þjóðfélagið nötrar allt. Öll hennar gagnrýni og mál eru sett fram bæði markvisst, rökrænt og af fádæma yfirvegun. Svo verður hún svo falleg þegar hún biðst afsökunar á axarsköptum sínum. Þeim fáu sem til falla.
Ég legg til að hún verði klónuð í stórum stíl og síðan verði Klóndís seld í nokkrum flugvélaförmum til þjóðþinga annarra landa. Víða mun vera skortur á svona skörungum og því ætti eftirspurn að vera næg.
Ekki veitir svo af útflutningstekjunum.
Sakaði tölvudeild þingsins um yfirhylmingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér fannst Vigdís þessi Hauksdóttir fremur órögg, rak af og til í vörðurnar, endurtók sífellt og ræðan var allt of löng fyrir vikið í umræðunum um dóm Hæstaréttar.
Þessi hæstaréttardómur er honum til vansa. Í stað þess að lægja öldurnar, magnar hann deilurnar í samfélaginu, öfgaöflunum til hvatningar. Er það hlutverk Hæstaréttar?
Auðvitað voru hnökrar á framkvæmd kosninganna en ekki kom það að sök eða hafði áhrif á niðurstöður. Þess vegna átti kosningin ekki að vera dæmd ónýt.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 26.1.2011 kl. 18:13
Sammála, Mosi!
Björn Birgisson, 26.1.2011 kl. 18:14
Er þér svona illa við aðrar þjóðir að þú vilt þeim eintak af Vigdísi Hauksdóttur?
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 18:14
Láttu ekki svona, Jón Óskarsson, finnst þér Vigdís ekki frábær?
Björn Birgisson, 26.1.2011 kl. 18:20
Hlutverk Hæstaréttar skilst mér að sé að reyna að skilja þau lög sem misvitrir þingmenn sjóða saman og samþykkja. Dómarar þar á bæ eru ekki öfundsverðir.
En þegar dómsmálaráðherrann sjálfur gefur tóninn og boðar að lögin þurfi ekki að taka alvarlega "ef enginn bíður tjón af" þá er eitthvað mjög mikið að hjá löggjafarvaldinu.
Ekki síður alvarlegt þegar forsætisráðherrann boðar að þar sem þjóðaratkvæðagreiðslan sé ómark eigi ríkisstjórnin bara rétt sisona að staðfesta hið ómerkta kjör.
Þegar þjóðmálum er svona komið þá er samt miklu betra að kjósa sætasta þingmanninn en efna til byltingar.
Ykkur líst vel á Vigdísi en mér finnst Árni Páll voða sætur...
Kolbrún Hilmars, 26.1.2011 kl. 18:37
Góðir ræðumenn far eftir ráðleggingum Aristótelesar:
Skipta ber ræðu í 3 hluta: A-B-A.
Fyrst í A hluta sem er stuttur er stutt kynning. Í B hlutanum kemur þetta „leiðinlega“, þ.e. nánari útlistan og rökstuðningur. Og í 3. og síðasta hluta sem á að vera stuttur sem sá fyrsti eru aðalatriðin endurtekin og hnykkt á þeim með niðurlagi sem allir góðir ræðumenn ættu að byrja á að hafa strax í huga. Ef þeir hafa engin góð niðurlagsorð væri að öllum líkindum betra að þegja!
Góðar stundir
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 26.1.2011 kl. 18:39
Kolbrún, eigum við þá að klóna hann líka og tvöfalda útflutninginn?
Björn Birgisson, 26.1.2011 kl. 18:49
Björn, endilega! En þá eru samt 61 eftir - ætli það sé liðin tíð að láta það óseljanlega fylgja með í kaupbæti?
Kolbrún Hilmars, 26.1.2011 kl. 19:00
Kolbrún, held því miður að ekki sé markaður fyrir restina! Hana verður bara að afskrifa.
Björn Birgisson, 26.1.2011 kl. 19:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.