Litlar 200 milljónir á hvern kæruliðann

"Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spurði Róbert Marshall, þingmann Samfylkingarinnar og formann allsherjarnefndar Alþingis, hvort frambjóðendur til stjórnlagaþings ættu rétt á skaðabótum."

Ég held að hamingja sjálfstæðismanna hafi ekki verið meiri síðan þeir fengu síðast í skóinn á aðventunni.

Þrír menn kærðu kosningarnar og ekki kæmi á óvart að þeirra vegna rjúki kostnaðurinn í 600 milljónir. 200 milljónir vegna hvers þeirra. Einhvers staðar væru þeir kallaðir skæruliðar. Ég kalla þá kæruliða. Veit ekki hvor nafngiftin er skárri.

600 milljónir í súginn. Til einskis.

Þeir hljóta að vera mjög stoltir af afreki sínu, sérstaklega vitandi að ríkissjóður er yfirfullur af peningum!

Nú þarf að byrja allt upp á nýtt.

Hvað vakti eiginlega fyrir þessum mönnum? Voru þessar kærur eingöngu runnar undan þeirra rifjum, eða var plottið stærra í sniðum?

Svo kom Hæstiréttur og framdi lýðræðislegt og pólitískt sjálfsmorð.

Svei.

 


mbl.is Skapa þarf vissu um framhaldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er undarleg réttlætishugsjónin þín Björn. Hvernig í ósköpunum kemst þú að þeirri niðurstöðu að lögbrot framkvæmdavaldsins sé kærendum að kenna?

Eitt sinn var þetta kallað að hengja boðberann og einkum verið notað um einstaklega heimsku manna!

Gunnar Heiðarsson, 26.1.2011 kl. 20:25

2 Smámynd: Björn Birgisson

Gunnar, það er margt undarlegt í þessu máli. Til dæmis þetta: Hvað vakti eiginlega fyrir þessum þremur kæruliðum? Til hvers voru þeir að kæra? Þeir smávægilegu feilar sem gerðir voru höfðu engin áhrif á þessar kosningar.

Björn Birgisson, 26.1.2011 kl. 20:33

3 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Gunnar !    Sumir sjá ekki sinn eiginn fjóshaug fyrir einni kúadellu , þú ert ekki einn um það .

Hörður B Hjartarson, 26.1.2011 kl. 20:51

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Lög eru eitt og ófrávíkjanleg.  Siðferði er annað og mun dýpra.  Sá sem ekki vill fara að lögum verður að leggja af stað og fá þeim breitt, því ekki gengur að brjóta þau. Sá sem ekki vill hafa uppi góða siði er þar með siðblindingi, nema hann sé bara einfaldlega skíthæll. 

Kæruliðirnir smávægilegir segir þú B. Birgisson, en hvað um það að landsbyggðarfólk vildi ekkert með þetta Stjórnlagarþing hafa eins og hér stendur nú á. Hvað um það að kjörsókn var langt undir 50%, er þar með ekki í ljós komin vilji almennings á Íslandi?

  Ég bara trúi því ekki að þið vinstri menn á Íslandi og getnir af Íslenskum foreldrum séuð svo vitlausir  að halda að minnihluti sé meirihluti þegar talað er um þjóðar heill.  Ég veit að Jóhanna heldur það en það er nú bara hennar normmal,  en þú líka??? 

Hrólfur Þ Hraundal, 26.1.2011 kl. 22:56

5 Smámynd: Björn Birgisson

Hrólfur, þakka þér innlitið. Alltaf gaman að sjá þig hér. Vissulega er ég stórundarlegur. Þakka þér ávallt fyrir að benda mér á það. Hygg þó ekki á neitt breytingaferli. Sumt verður bara alltaf undarlegt og fátt við því að gera.

Þú segir: "Lög eru eitt og ófrávíkjanleg. Siðferði er annað og mun dýpra."

Fín skilgreining á frjálshyggjuruglinu sem setti þessa þjóð á hausinn.

Þakka þér kærlega fyrir og þitt innlit.

Björn Birgisson, 26.1.2011 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband