Felum Sjálfstæðisflokknum stjórn landsins

Eftir dóm Hæstaréttar er orðið endanlega ljóst að hérlendis er allt að fara fjandans til í pólitíkinni. Það stendur ekki steinn yfir steini. Dómurinn var alvarlegasta atlaga til þessa að lýðræðinu í landinu, alfarið í boði Sjálfstæðisflokksins, stuðningsmanna hans og Hæstaréttar Íslands.

Nú er ekkert annað eftir en að kalla böðulinn sjálfan til starfa til að fullkomna aftöku lýðræðisins.

Felum Sjálfstæðisflokknum stjórn landsins.

Við hin förum til Zimbabve. Það getur ekki verið verra að vera þar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TómasHa

Nei, þessi dómur er alfarið í boði lélegs undirbúnings við framkvæmd þessara kosninga. Dómurinn er vel rökstuddur og skýr, miðað við eldri dóma var þetta augljós leið.

Það er sorglegt að menn skuli ekki viðurkennt þetta og beðist afsökurnar á að slælegum undirbúningi.

TómasHa, 26.1.2011 kl. 20:55

2 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Ég nefni þetta við Jóhönnu næst þegar ég hitti hana: "Menn eru að segja að þú sért örugglega mun lakari forsætisráðherra heldur en þeir hafa í Zimbabve". Já, og ég get líka sagt að þetta sé haft eftir óflokksbundnum manni sem tali fyrir þjóðina

Flosi Kristjánsson, 26.1.2011 kl. 20:59

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þetta er nú sú fáránlegasta árás á réttarríkið, sem maður hefur séð lengi.

Hæstiréttur dæmir eftir lögunum og engu öðru og þetta vita allir sem vilja vita og virða niðurstöður Hæstaréttar, enda værum við illa stödd ef við hefðum hann ekki.

Axel Jóhann Axelsson, 26.1.2011 kl. 21:08

4 identicon

Tilgangur þessara kæru frá Skafta Harðarsyni, innsta kopp í búri hægriöfgamanna, ásamt fleirum var aðeins einn; að stöðva framgang stjórnlagaþings tímabundið eða að eilífu. Síðan koma hægri menn heilagir í framan og tala um réttarríki. Þeim var ekki svona annt um lagabókstafinn þegar þeir voru að rústa landinu til helvítis. Þá var lagabókstafnum rutt úr vegi.

Einar Marel (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 21:25

5 Smámynd: Björn Birgisson

Flosi minn, ég átti nú við tímabilið eftir stjórnarskiptin! En endilega spjallaðu við Jóhönnu, ég bið að heilsa henni, þótt ég þekki hana ekkert og hafi aldrei hitt hana. Gaman að heyra að þú sért "innanundir" hjá kerlingunni og dús við hana. Smá leiðrétting. Ég tala ekki fyrir þjóðina sem óflokksbundinn maður. Þjóðin talar í gegn um mig!

Björn Birgisson, 26.1.2011 kl. 21:26

6 Smámynd: Björn Birgisson

Axel Jóhann, þú elskar réttarríkið á þinn sérstaka hátt og sú ást er síður en svo forboðin. Flestir elska í rauðu, en þú aðeins í bláu, sem er auðvitað bara fyndið.

"Þetta er nú sú fáránlegasta árás á réttarríkið, sem maður hefur séð lengi."

Þarna ert þú auðvitað að vísa til dómsins heimskulega og ég er þér hjartanlega sammála.

Björn Birgisson, 26.1.2011 kl. 21:31

7 Smámynd: Björn Birgisson

Einar Marel, leitt að þurfa að segja þetta. Ég er þér algjörlega sammála. Mér finnst að fjölga þurfi plássum í sálfræðinámi á Íslandi, sérstaklega eftir hrunið mikla. Næg eru viðfangsefnin. Svo mikið er víst.

Björn Birgisson, 26.1.2011 kl. 21:35

8 Smámynd: Björn Emilsson

Blessaður Nafni, endilega taktu Þorvald Gislason með þér til Zimbabve, hann þekkir til þar

Björn Emilsson, 26.1.2011 kl. 22:19

9 Smámynd: Björn Birgisson

Nafni Emilsson, engan Þorvald Gíslason þekki ég, slíkan Gylfason hef ég heyrt um. Áttu við hann? Hann rúmast ekki í minni ferðatösku! Þakka þér innlitið!

Björn Birgisson, 26.1.2011 kl. 23:02

10 Smámynd: Björn Emilsson

Já, sá er maðurinn, þakka leiðréttinguna. Þorvaldur var í Zimbabve ef ég man rétt. Hvað um það, þetta er nú bara grín hjá mér, ekki veitir af í allri alvörunni nú til dags.

Bestu kveðjur til Grindavíkur.

Björn Emilsson, 26.1.2011 kl. 23:16

11 Smámynd: Björn Birgisson

Takk, Björn minn Emilsson, rétt hjá þér léttleiki tilverunnar er nauðsynlegur, eins og Kundera benti svo eftirminnilega á. Stundum óbærilegur reyndar! Hvað um það, bestu kveðjur til þín, hvar sem þú ert staddur á jarðarkringlunni.

Björn Birgisson, 26.1.2011 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband