Hvað er langt á milli einkaþotunnar og tjaldbúskaparins?

Á Íslandi er verulegur skortur á fangaklefum. Í stéttlausu landinu (sic) hefur aðbúnaður fanga allur verið miðaður við fimm stjörnu hótel á Vesturlöndum og hver fangi kostar skattgreiðendur tæpar 9 milljónir á ári. Sumir fangar eru bara druslur, en aðrir ágætis náungar, sem lent hafa út af sporinu fyrir einskæran misskilning. Eins og til dæmis Árni Johnsen um árið. 

"Hugmyndir um að fjölga fangaklefum með því að flytja vinnubúðir verkamanna við álverið á Reyðarfirði að Litla-Hrauni voru kynntar í fangelsinu í dag, og við góðar undirtektir. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Með þessu móti væri hægt að fjölga um 45 pláss."

Þvílík snilld! Nú er ríkisstjórnin að rokka feitt!

Kostar nánast ekkert og í framhaldinu hægt að vista "almennilega fanga" í luxus, en botnfallið og dreggjarnar fara bara í hinar nýju fangabúðir verkalýðsins að austan. Útlendingarnir verða þar auðvitað líka.

Er ekki hægt að fá gatslitin tjöld fyrir lítið frá flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna til að fullkomna stéttaskiptingu fanganna? Fyrir þá allra aumustu.

Besta tillaga sem ég hef séð frá hruninu mikla.

Nú er Ísland á uppleið.

Fangabúðir og tjöld.

Það voru lausnarorðin.

Hvað er langt á milli einkaþotunnar og tjaldbúskaparins?

 


mbl.is Vinnubúðir verði fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Það þarf að einkavæða fangelsin. Það er það eina rétta. sjá hér

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 28.1.2011 kl. 00:50

2 Smámynd: Björn Birgisson

Góður ertu Jóhannes Laxdal Baldvinsson.  Takk fyrir þetta innlit á þessa aumu síðu.

Björn Birgisson, 28.1.2011 kl. 00:56

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ef fangelsin verða einkavædd þá er nauðsynlegt að yfir batteríið verði ráðinn vaskur og vörpulegur maður sem gjörþekkir fangelsin utanveggjar, og ekki hvað síst, innanveggjar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.1.2011 kl. 01:05

4 Smámynd: Auður Matthíasdóttir

 Sæll Björn .

Athyglisvert að skoða þetta fangelsisdæmi.

Ungur maður sem ég þekki segir mér að einn úr vinahópnum hafi brotið af sér og verið settur á Litla Hraun.  Hann nýtur dvalarinnar vel.  Líkamsrækt, nám, ágætt fæði og ágætur félagsskapur auk góðrar tannhirðu og almennrar heislugæslu, geðrækt og auðvitað aðgangur að  internetinu. Tímanum er bara vel varið segir þessi ungi maður.  Kostar ekkert og heilmikið  gott í boði. 

Hvað verður gert við fjárglæpamennina?   Sem ættu nú þegar að sitja inni meðan unnið væri að því að finna falið fé og falda glæpi þessara siðblindu, eigingjörnu manna.

Auður Matthíasdóttir, 28.1.2011 kl. 01:11

5 Smámynd: Björn Birgisson

Auður mín, þakka þér kærlega innlitið og þínar ágætu vangaveltur. Hefði ég svör við þínum spurningum öllum, þá væru þau hér á síðu. Ég hef ágæta trú á Sérstökum og hans fólki.

Björn Birgisson, 28.1.2011 kl. 01:48

6 Smámynd: Björn Birgisson

Axel Jóhann, þú ert algjörlega með þetta!

Björn Birgisson, 28.1.2011 kl. 01:49

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þið vitið greinilega ekkert um það, hvernig er að vera sviptur frelsi. Annars mjög góð hugmynd, þetta með vinnubúðirnar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.1.2011 kl. 02:03

8 Smámynd: Björn Birgisson

Gunnar, veistu meira um frelsissviptinguna en við hin? Endilega deildu því með okkur. Hvort heldur eigin reynslu eða annarra sem þú þekkir til.

Björn Birgisson, 28.1.2011 kl. 02:15

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, ég veit greinilega meira en "þið hin", en ég ætla ekki að deila því með ykkur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.1.2011 kl. 02:19

10 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Datt þetta í hug þegar ég las þessa ágætu færslu.

Má ég aðeins minnast á,

mér er undir niðri.

Verkamanna vinnuskúr

vantar hlýtt úr fiðri.

Þjóðarauðinn þjófar hirtu,

þeir geymann úti í löndum.

Stingum þeim í skúrana,

samanspyrta í böndum.

Bergljót Gunnarsdóttir, 28.1.2011 kl. 02:27

11 Smámynd: Björn Birgisson

Gunnar, sérlega hrokafull og yfirlætisleg yfirlýsing. Hvað veist þú um vitneskju "okkar hinna"? Nákvæmlega ekki neitt, minn kæri. Ég vissi ekki að þú værir neinn sérstaklega "innmúraður" sérfræðingur í fangelsismálum þjóðarinnar okkar, umfram "okkur hin". Sem þú ert ekki. Endilega deildu ekki vitneskju þinni. Sittu bara að henni eins og sakbitinn fangi í klefa sínum.

Björn Birgisson, 28.1.2011 kl. 02:28

12 Smámynd: Björn Birgisson

Þakka þér kveðskapinn Bergljót. Hvenær kemur ljóðabókin út?

Björn Birgisson, 28.1.2011 kl. 02:30

13 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Afhverju að færa vinnuskúranna?? mega þeir ekki notast bara á Reyðarfirði fyrir fanganna????

Halldór Jóhannsson, 28.1.2011 kl. 02:34

14 Smámynd: Björn Birgisson

Halldór, ágæt spurning! En eru Austfirðingar ekki allir svo hjartahreinir? Eru ekki allir glæpamennirnir hérna fyrir sunnan? Ég er að spá í flutningskostnaðinn! Er ekki hagkvæmara að flytja kofana suður, en glæpamennina í kippum austur? 

Björn Birgisson, 28.1.2011 kl. 02:41

15 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Því miður sé ég að vísurnar hafa eitthvað brenglast

 og það heldur betur. Því kemur hér leiðrétting

 ef einhver nennir að lesa þennan leirburð.

Má ég aðeins minnast á,

mér er undir niðri.

Verkamanna vinnuskúr

vantar hlýtt úr fiðri.

Þjóðarauðinn þjófar hirtu,

þeir geymann úti í löndum.

Skemmta sér í sól og birtu,

seglum beita þöndum.

Taka marga túrana,

tipla á flestum ströndum.

Stingum þeim í skúrana,

samanspyrta í böndum.

Bergljót Gunnarsdóttir, 28.1.2011 kl. 03:20

16 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hef reynt á eigin skinni Gunnar, hvernig er að sitja inni, því ég sat inni á annað ár!

Ég skammast mín ekkert fyrir að deila þessari tukthús reynslu minni með ykkur. Rétt er að byrja á upphafinu, þannig var að árið 1975 á hefðbundnum áramóta "óeirðum" á Sauðárkróki, um klukkutíma fyrir miðnætti varð mér á að heyra ekkert þegar lögreglan var að færa einn óeirðasegginn í hús og ég var fyrir. Þeir höfðu lítin skilning á að flugeldar og bombur höfðu svipt mig allri heyrn og hirtu mig því líka og vörpuðu í grjótið.

Þar varð ég að dúsa um klukkutíma fram á næsta ár, þegar mér var sleppt fyrir góða hegðun. Ég fæ enn martraðir eftir þessa hræðilegu reynslu, það er ekki fyrir venjulegt fólk að  "lúra" á steinsteyptu og dýnulausu "rúmi" á annað ár!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.1.2011 kl. 03:22

17 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já, satt Halldór, ef vinnuskúrarnir væru áfram á Reyðarfirði, gæti ríkið selt fangana út í vinnu í álverinu! Fundið fé!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.1.2011 kl. 03:55

18 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Bergljót..skemmtileg vísa:)

Björn..jú það svo sannarlega satt að Austfirðingar eru úrvalsfólk,og ég nýt þess enn að hafa kynnst Eskfirðingum árin "81-"84..þvílílk manngæska:)

Strax velkominn ínní hús í kaffi og spil frá fyrsta degi:):):)

Þess vegna gæti það ekkert gert annað en bætt þessa fanga og þeir séð ljósið:):):)

Skítt með kostnaðinn,bara finna einhverja NÝJA skatta á okkur,er það ekki keppikeflið hjá þessari Ríkisstjórn:(

Bíð enn eftir Zetu skatti þegar maður fer á Kamarinn,hvort maður noti 2 eða 3 blöð td,hehe:):):):)

Axel Jóhann (óeirðabelgurinn þinn,hehe)...rétt hjá þér..en svo er spurning hvort ríkið vilji svona auðvelt fé:):):):)

Það á ekki þurfa alltaf að flytja allt suður á bóginn..

Það er til mannskapur fyrir Austan til þess:):)

Bestu kveðjur..

Halldór Jóhannsson, 28.1.2011 kl. 15:43

19 Smámynd: Björn Birgisson

Já, Halldór, vissulega býr gott fólk fyrir austan. Ég bjó og starfaði á Fáskrúðsfirði í fjögur góð ár sem ungur maður og það var góður skóli og gott innlegg í lífshlaupið.

Björn Birgisson, 28.1.2011 kl. 15:57

20 Smámynd: Björn Birgisson

Axel Jóhann, þakka þér fyrir lífsreynslusöguna! Getum við þá nokkuð lagt svona vist á "Strákana okkar" í viðskiptalífinu?

Björn Birgisson, 28.1.2011 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband