Hefðbundin lygaþvæla í uppsiglingu samkvæmt hefðinni sem aldrei rofnar

"Alls sóttu 38 um fjögur embætti skrifstofustjóra í innanríkisráðuneytinu sem auglýst voru laus til umsóknar 23. desember síðastliðinn. Verið er að vinna úr umsóknunum."

Fjögur embætti auglýst á einu bretti! Það gerist ekki á hverjum degi.

Nú þarf Ögmundur að koma fram í fjölmiðlum og sannfæra þjóðina um að eingöngu verði "faglega" staðið að ráðningunum. Pólitík muni engu ráða um þær. Nú séu nýir tímar. Betri tímar.

Rétt eins og allir ráðherrar hafa gert svo langt sem ég man aftur í tímann.

Svo er alltaf ráðið eftir pólitík. Alltaf. Ekki bara stundum. Alltaf.

Allir dómarar skipaðir pólitískt. Öll önnur embætti veitt  á sama hátt. Ekki bara sum.

Öll.

Alltaf.

En Ögmundur þarf auðvitað að koma í fjölmiðlana með hefðbundnu lygaþvæluna eins og allir fyrirrennarar hans á ráðherrastólum Íslands hafa gert. Þvælan sú er löngu orðin að hefð.

Í þeirri veiku von að kannski trúi honum einhver innan eigin fjölskyldu, sem er ekki líklegt.

Ekki mun þjóðin trúa honum.

Svo mikið er víst.

 


mbl.is 38 umsóknir um fjögur embætti skrifstofustjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Já, þetta er og er búinn að vera landlægt á þessu landi, sérhagsmunapot og vinavænt pólítískt umhverfi þar sem að vinum og samflokksmönnum er potað í störfinn þrátt fyrir að aðrir hæfari eru  á listanum.

Er ekki  kominn tími til  að láta af svona sóðaskap og leyfa þeim er hæfastir eru að fá hlutverkinn??? 

Guðmundur Júlíusson, 28.1.2011 kl. 22:56

2 Smámynd: Björn Birgisson

"Er ekki  kominn tími til  að láta af svona sóðaskap og leyfa þeim er hæfastir eru að fá hlutverkin???"

Það verður aldrei.

Björn Birgisson, 28.1.2011 kl. 23:04

3 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Af hverju Björn?, trúir þú ekki  á að í framtíðinni muniu pólítíkinn breytast?

Sérstaklega núna þegar að að  öll spjót beinast að stjórnmálamfólki? 

Guðmundur Júlíusson, 28.1.2011 kl. 23:10

4 Smámynd: Björn Birgisson

Minn ágæti Guðmundur, ég hef heyrt þennan söng síðan ég opnaði eyrun og fór að fylgjast með þjóðmálum. Senn hallar í áttrætt hjá mér, en tónfallið er alltaf hið sama. Algjört gegnsæi og fagmennska. Svo kemur bara pólitíska fúskið. Sama gamla platan. Getur þú ekki breytt þessu, æskublóminn sjálfur?

Skál, vinur!

Björn Birgisson, 28.1.2011 kl. 23:18

5 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Alveg er það makalaust hve margir vilja skála við mig í sífellu, mætti halda að ég væri að drekka áfenga drykki! sem er ekki raunin!!

Guðmundur Júlíusson, 29.1.2011 kl. 00:10

6 Smámynd: Björn Birgisson

Ekki raunin? Það var verra. Þá helga ég þér bara einn sopa af rauðvíninu mínu! Mon ami!

Björn Birgisson, 29.1.2011 kl. 00:29

7 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Marques de Riskal, giska á að þú sért að drekka það!

Guðmundur Júlíusson, 29.1.2011 kl. 01:15

8 Smámynd: Björn Birgisson

Ekki er það nú svo Guðmundur minn, við verkamennirnir í aldingarði drottins, drekkum ódýrari veigar. Held að rauðvínið mitt sé það sama og Kristur bauð upp á í síðustu kvöldmáltíðinni. Það stendur eitthvað muskukennt á flöskunni, á arabiskri hebresku, að ég held. Var að reyna að þýða textann og sýndist hann vera svona: Krosshengilmænur, munið að detoxa fyrir fyrir lokadaginn. Það er svo mikilvægt að lúkka vel í augum áhorfenda. Pine Cross DETOX. Kannast þú við þessa tegund?

Björn Birgisson, 29.1.2011 kl. 01:42

9 identicon

Maður hlýtur að gera þá kröfu til Ögmundar að hann skipi einungis Vinstri grænt fólk í þessi embætti.

Það sárvantar mótvægi við sjálfstæðis- og framsóknarmennina í  stjórnsýslunni. 

Ögmundur. Ekki vera smeykari forverarnir.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 02:28

10 Smámynd: Björn Birgisson

Farðu nú að sofa Nonni minn!

Björn Birgisson, 29.1.2011 kl. 02:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband