Einbeittur brotavilji dómaranna sex gegn þjóð sinni er augljós orðinn

Ég sé og heyri að mikið er ritað og skrafað um hinn furðulega úrskurð Hæstaréttar, þegar hann henti heilum kosningum í ruslafötuna. Heilum kosningum lýðræðisþjóðar. Algjörlega fyrirlitlegt athæfi og einsdæmi á Vesturlöndum.

Hálærðir lögmenn ýmist furða sig á þessum úrskurði eða lofa hann í hástert. Hvað segir það okkur venjulegum leikmönnum, sem þekkjum lagabókstafinn ekki til neinnar hlítar, eða þá refilstigu sem færir eru kunnáttumönnum í lögfræði? Helstu klækjafræðigrein sem kennd er á háskólastigi.

Einfaldlega þetta.

Hæstiréttur þurfti ekki að kveða upp þennan úrskurð. Dómarana langaði bara svo sterkt og innilega til að eyðileggja kosningarnar. Til að þakka og launa skipun sína í embættin. Flóknara er það nú ekki.

Ein spurning til lesenda:

Hvað hefði Hæstiréttur Íslands gert ef kosningaþátttakan hefði verið um 85%, sem er nálægt venjulegri þátttöku í kosningum landsins? Að því gefnu að allt hefði farið fram eins og reyndin varð.

Hvað hefðu hinir skikkjuklæddu blásvörtu sexmenningar gert þá?

Ég minni á að dómararnir sex eru bara mannlegir, rétt eins og ég og þú sem ert að lesa þetta. Þeir eiga sinn pólitíska bakgrunn og eru ekki líklegir til þess að slá á hendur sinna velgjörðarmanna og gjafara.

Svona er Hæstiréttur Íslands í dag.

Svo talar fólk með vanvirðingu um Zimbabve!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Flottur ertu Björn!

Aðalsteinn Agnarsson, 30.1.2011 kl. 18:30

2 Smámynd: Björn Birgisson

Frjálsar handfæraveiðar, gegn hóflegu gjaldi, Aðalsteinn minn, og nýjan Hæstarétt, gegn hóflegum dómum á þessa hatursmenn lýðræðisins. Þá munum við báðir geta vel við unað. Þakka þér innlitið, sem ávallt áður.

Björn Birgisson, 30.1.2011 kl. 18:35

3 Smámynd: Pétur Harðarson

Eftir hrun var mikið talað um breytta vinnuhætti í stjórnmálum. Rannsóknarskýrsla alþingis talaði um að allt of mikið hafi verið um að of hratt hafi verið farið í mál og ekki vandað nóg til verka. Þetta var einmitt einn þátturinn sem olli hruninu. Ég held að hæstiréttur hafi gert okkur stóran greiða með því að stöðva þetta klúður og ég er sammála því að framkvæmd kosninga má ekki brjóta á mannréttindum fólks líkt og gert var í stjórnlagaþingskosningunum. Kosningarnar voru ekki leynilegar og það þýðir að ekki að segja eftir á "hjúkk, djöfull vorum við heppin að enginn virðist hafa nýtt sér allar brotalamirnar".

Svo var það ekki hæstiréttur sem henti kosningunum í ruslafötuna. Hann benti bara réttilega á að þær voru rusl.

Pétur Harðarson, 30.1.2011 kl. 19:37

4 Smámynd: Björn Birgisson

Þvættingur.

Björn Birgisson, 30.1.2011 kl. 20:10

5 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ég er fullkomnlega sammála þér Björn! Dáist að þér fyrir að nenna þessu tilgangslausa tuði.  Spillingin er svo yfirgengileg, hvert sem litið er, að mann setur hljóðan aftur og aftur. Það versta er að þessi hringavitleysa, rænir mann meiri orku en maður hefur gott af. Þegar "hæstvirtur Hæstaréttur" tekur svona hressilega til hendinni af flokkspólitískri hlýðni og undirgefni, setur að manni hroll. Sá hrollur er enginn sæluhrollur.

Blámennirnir eiga að vera varnaglar samfélagsins og gæta þess af alefli að réttur sé ekki brotinn, en nú hefur þessi réttur  heldur betur öðlast undarlega ásýnd.  Ég hélt ekki að flokkspólitísk hugsun gæti verið svo sterk að menn væru tilbúnir að tapa ærunni og öðlast vantraust þjóðarinnar, nema auðvitað annarra blámanna.

Bergljót Gunnarsdóttir, 30.1.2011 kl. 20:30

6 Smámynd: Björn Birgisson

Bergljót mín, hvenær verður tuð tilgangslaust? Ættir kannski að uppfræða konuna mína um það, þessa elsku, sem alltaf spyr: Hvað ertu eiginlega alltaf að gera á þessu bloggi?

Ég segist vera að reyna að taka þátt í þjóðmálaumræðunni, til góðs eins.

Gerir þú þér grein fyrir því að þetta innlegg þitt er frábær uppistaða í sjálfstæða færslu hér í Bloggheimi?

Eitt er ekki í boði.

Að gefast upp. Þú ert ekki líkleg til þess og ég hreint ekki. Þakka þér kærlega innlitið,,sem stundum áður.

Björn Birgisson, 30.1.2011 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband