Stöðugleikinn og svikin

"Í fyrsta skipti í áraraði ríkir sæmilegur stöðugleiki í efnahagslífinu og helstu hagvísar eru Íslandi hagstæðir, að sögn Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, en hún hélt erindi á Viðskiptaþingi í dag."

Í þessari frétt er úr miklu að moða fyrir hægri sinnaða bloggara og ég efast ekkert um að nú ráðast þeir af hörku á kerlinguna. Sú er alla vega venjan.

Ef þeir sleppa því, getur skýringin aðeins verið ein.

Að þeir séu hálf lamaðir eftir það sem margir þeirra kalla svik flokksforustu Sjálfstæðisflokksins í Icesave málinu.

Sjáum til.


mbl.is Stöðugleiki í efnahagslífinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Er þetta ekki sama ræðan og hún flutti á  flokksfundi Samfylkingarinnar í byrjun jánúar?  Þegar allt er búið að vera í frosti þá vísa náttúrulega allir vísar uppávið. Óþarfi að þakka ríkisstjórninni það nema síður sé. Og nú á að bæta icesave við ovurskuldsettan ríkissjóð....

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.2.2011 kl. 18:37

2 Smámynd: Björn Birgisson

Jóhannes, þú hefðir kannski kosið heldur að sjá allan þingheim sitja hjá, eins og Guðlaugur, Siv og Guðmundur gerðu? Segja bara: Okkur kemur þetta ekkert við! Ef eitthvað er upp á við, er það bara jákvætt og nokk sama hvaðan gott kemur. Það er helber barnaskapur að tileinka þessari ríkisstjórn allt illt og sjá ekkert jákvætt í störfum hennar við þessar fáránlegu aðstæður.

Björn Birgisson, 16.2.2011 kl. 18:47

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Björn, nú þarft þú að nefna mér eitthvað sem þessi stjórn hefur vel gert. Ég hef nú fylgst vel með og kaus meira að segja VG, en ég get ekki sagt að hún hafi gert neitt rétt svei mér þá. Hún hefur sótt um aðild að ESB og rofið með því friðinn og síðan er hún á fullu að endurreisa gamla Ísland, bara helmingi spilltara. Ef það er það sem þú vilt þá verði þér að góðu.

e.s ef þessir aumingjar hefðu í það minnsta samþykkt þjóðaratkvæðagreiðsluna þá hefðu þeir mátt samþykkja ivesave 63-0 fyrir mér.  Ég hafnaði ríkisábyrgð 6 mars 2010 og mun gera það aftur

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.2.2011 kl. 19:03

4 Smámynd: Björn Birgisson

Jóhannes, þú færð mig ekki í neinn upptalningarleik. Hlutirnir eru sjaldnast alsvartir eða alhvítir. Nema kannski KR búningurinn og allir hata auðvitað KR! Ég virði þínar skoðanir og ætlast til að mínar séu virtar líka. Þér mun ekki gefast annað tækifæri á að hafna ríkisábyrgð vegna Icesave málsins.

Björn Birgisson, 16.2.2011 kl. 19:24

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Sæll B. Birgisson, auðvita ferð þú ekki að þylja upp afglöp guða þinna og að sjálfsögðu er svart svart og hvít allir litir.  Þannig að annað hvort eru hlutirnir svartir eða einhvernvegin hvítir.  Þetta er lögmál eins og að það er lögmál að vinstri menn alltaf haft rangt fyrir sér.  Það hefur að minnstakosti venjulega komið í ljós þegar sagan er skoðuð eftir á.  Til hamingju með það B. Birgisson.

Hrólfur Þ Hraundal, 16.2.2011 kl. 22:43

6 Smámynd: Björn Birgisson

Hrólfur Hraundal, guði á ég enga, hvorki í pólitík né á himnum. Ég þakka þér innlitið.

Björn Birgisson, 16.2.2011 kl. 23:19

7 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Eingin innfluttningur, bara útflutningur, hvað segir það okkur?

Eyjólfur G Svavarsson, 16.2.2011 kl. 23:42

8 Smámynd: Björn Birgisson

Eyjólfur, enginn innflutningur? Stemmir ekki. Var að kaupa splunkunýjan Range Rover og auðvitað smá Yaris fyrir frúna svo allir hefðu nú far í vinnuna! Fékk mér líka kraftmikið mótorhjól og galla, en ekki segja henni frá því! Cheerios í morgunmat! Allt innflutt!

Björn Birgisson, 16.2.2011 kl. 23:49

9 Smámynd: GAZZI11

Kerlingin er bara gargandi snilld..

17.000 manns atvinnulausir.

15.000 flúnir land.

5000 toðið sér í skóla.

Sem sagt ca 35-37.000 manns hafa misst vinnuna og horfið af atvinnumarkaði.

Sérfræðingar og fleiri eru í óðaönn að pakka niður til að flýja Ísland hennar Jóhönnu.

Ef ég man rétt þá voru um 800 fyrirtæki gerð gjaldþrota og þar af um 100 í desember sl.

Fjöldi heimila hefur verið gerður gjaldþrota og nú eru innheimtumenn banka og skattmann á eftir almenningi og stórum fúlgum fjár hefur verið svindlað af almenningi með bellibröðum verðbólgu og skjaldborg fjárglæframanna í boði forsætisráðherra.

Sparifé og séreignarsparnaður hirtur af fólki.

Næstu skref eru síðan að afhenda auðlindir þjóðarinnar niður til Evrópu.

Einnig á að skuldsetja heimilin með Icesave til næstu 30-40 ára.

Guð má vita hvað kemur undan pilsfaldinum næst ...

Finnst þér ekki galið að fá ekki að kjósa um Icesave ??? eða treystir þú þessu fólki til að bera hag þjóðarinnar fyrir brjósti og Íslenskum almenningi til heilla ??? 

GAZZI11, 17.2.2011 kl. 00:00

10 Smámynd: Björn Birgisson

GAZZI11, kerlingin er ekkert annað en tær snilld! Kjósa hvað? Um Icesave? Nei takk, ég nenni því ekki! 

Björn Birgisson, 17.2.2011 kl. 00:06

11 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Þetta minnir á atriði í "Yes minister" þáttunum gömlu þar sem var verið að verðlauna best rekna sjúkrahúsið.

Þar voru engir sjúklingar heldur stóð það tómt.

 Jóhrannar fer fyrir "ríkisstjórninni sem ekki kann að reikna" sem sannnast svo ´´a lofræðu þeirri sem hún básúnar nú þar sem annað hvert or er EF, HEFÐI eða KANNSKI.

Ef Jóhrannar hefði sagt af sér eftir afhroð "glæsilegu niðurstöðunnar" væri kannski komið fólk að "borðinu" sem hugsaði.

Nákvæmlega svona setningar segja ekki rassgat!

Núna hefur "stjórn" hennar tekist að halda hlífiskildi yfir handrukkurunum, velta skuldunum yfir á þjóðina og dirfist svo að birta "góða" skýrslu úr banka sem er ekki starfræktur nema að orði hennar til.

Krónan er ekki á markaði, Seðlabankinn á bara skuldir (ekkert haldbært fé) nema það litla sem er í kassanum af fé frá sombie-bönkunum sem ekki lána út féð heldur láta almenning greiða sér vexti í gegnum SÍ.

Nei, takk Björn. Ég held að yður væri hollast að panta tíma hjá lækni, þú hefur greinilega dottið á höfuðið og komið illa niður.  "Þakkaðu"svo Jóhrannari fyrir þegaar þér er hent öfugum út af spítalanum þar sem allir læknarnir eru farnir og þeir einu eftir eru hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar sem eru að sinna "pappírsvinnu" (það er það sem ríkisstarfsmenn kalla það að brenna almannafé í leikhúsi fáráðnleikans)

Ef þú villt endilega búa í kommúnistaríki er þér guð velkomið að flytja til Kúbu eða Nicaraqua.... þar er þó að minnsta kosti heitt!

Óskar Guðmundsson, 17.2.2011 kl. 02:26

12 identicon

Það er aðeins eitt að segja við þessu, Íslendingum finnst það voða notalegt að láta fara illa með sig og grenja og væla svo yfir því eins og um heimsendi sé að ræða - ég man allavega ekki eftir stemmingunni neitt örðuvísi á Íslandi, þ.e. verðið að fara illa með okkur ásamt meðfylgjandi grenji og væli ...

Lifið heil,

atlinn (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 10:51

13 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Björn" Þú gleymdir byggingarefninu í villuna sem þú ert að byggja.  Djók.!!

Eyjólfur G Svavarsson, 17.2.2011 kl. 17:18

14 Smámynd: Björn Birgisson

Eyjólfur, mundir þú kalla 330 fermetra sumarbústað villu?

Björn Birgisson, 17.2.2011 kl. 17:24

15 Smámynd: Björn Birgisson

Óskar, þakka þér heilræðin, ekki veitir af! En er ekki alltaf sagt að líkur sé gjafarinn gjöfum sínum?

Björn Birgisson, 17.2.2011 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband