Aumkunarverð hjáseta í stórmáli

Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sat hjá í atkvæðagreiðslunni um Icesave.

Það gerðu líka Guðlaugur Þór Þórðarson og Guðmundur Steingrímsson. Að margra mati mun þetta þríeyki ekki eiga afturkvæmt í þingsali að loknum næstu kosningu og þá ekkert endilega vegna þessa máls.

Icesave samningurinn er risastórt mál fyrir örþjóð eins og okkar, en samningur um skiptimynt fyrir Breta og Hollendinga.

Hvernig er hægt að sitja hjá þegar valkostirnirnir eru bara tveir?

Já eða nei.

Er það ekki eins og að standa hjá elskunni sinni framan við altarið á stóra deginum og svara spurningu prestsins um hjúskapinn væntanlega á þessa leið:

Ég bara svara þessu ekki og tek enga afstöðu.

Mér kemur þetta ekkert við.

Aðrir verða að leiða málið til lykta!


mbl.is Lilja andvíg Icesave-samningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allir þeir sem þáðu fé, á alþingi af Landsbankanum og eigendum hans, eru óhæfir að fjalla um málið. Og áttu að sýna sóma sinn og þjóðinni þá virðingu að víkja í atkvæðagreiðslum um málið.

Þökk sé samspillingar Icesafe mútuþegonum. Sem finnst þeir hæfir til að taka ákvörðun um það að þjóðin borgi fyrir mútur þær sem Landsbankinn gaf þeim af Icesafe gróðanum.

Og neituðu að leyfa þjóðinni að taka þá ákvörðun sjálf. Hvort hún eigi að borga. Þá er eina vonin um réttlæti Forseti vor. Og það að hann geri aftur rétt og leifi ÞJÓÐINNI að ráða í þessu stórmáli.

Guðlaugur Þ.Þórðarson er maður meiri að því að hafa stutt það að þjóðin fengi að ljúka málinu. Og síðan sitja hjá í atkvæðagreiðslu um málið.

Það hefðu betur Þorgerður Katrín, Össur, Möllerinn og hinir gert líka.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 16:13

2 Smámynd: corvus corax

Hjásetuhyskið er upp til hópa aumingjar sem eiga ekkert erindi á alþingi. Það eru svona gungur og druslur sem gera þingið að skrípasamkomu þar sem glundroðinn einn ræður ríkjum. Skömm að þessu hyski og megi það aldrei þrífast.

corvus corax, 16.2.2011 kl. 16:17

3 Smámynd: Hjörleifur Harðarson

nei sko fleiri á sama máli og ég ..það á að tak burt þennan möguleika að sitja hjá ..

við borgum þessu fólki fyrir það að taka afstöðu ef málið er ekki nógu sannfærandi þá segiru maður bara nei ..síðan má skýra málið betur í pontu á eftir og segja þá að málflutningur hafi ekki verið sannfærandi ..(eins og hann reyndar er oftast þegar ég heyri frá alþingi)

Ef málflutningurinn er góður og sanfærandi þá segir maður bara já .. sem þýðir að málflutnigurinn hafi verið sannfærandi og teljist góður og þær tilögur sem koma fram góðar ..

hvað er svona flókið við það...

börn birja að segja já og nei mjög ung ég veit meira að segja um einn sem ný orðin 2 ára og hann kann alveg að segja bæði já og nei

Hjörleifur Harðarson, 16.2.2011 kl. 18:54

4 Smámynd: Björn Birgisson

Það er nú það, Hjörleifur. Ég hef alltaf litið á hjásetu sem veikleikamerki, en það er hefð fyrir henni, til dæmis við afgreiðslu fjárlaganna. Sem er auðvitað algjör óþarfi. Með eða á móti. Það er mitt mottó!

Björn Birgisson, 16.2.2011 kl. 19:01

5 identicon

Að sitja hjá í svona stóru máli, það er hámark aumingjaskaparins

DoctorE (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 20:05

6 Smámynd: Björn Birgisson

Sammála, DoctorE

Björn Birgisson, 16.2.2011 kl. 20:10

7 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Auðvita er það ömurlegt þegar fólk sem þjóðin hefur gefið traust sitt til að taka afstöðu til mála situr hjá í máli sem þessu og því ómerkilegri eru þeir sem þeir telja sig lengra til hægri.    

Hrólfur Þ Hraundal, 16.2.2011 kl. 23:23

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hjáseta er eðlileg og sjálfsögð þegar mál tengjast viðkomandi á einhvern hátt persónulega, þótt ekki sé endilega um beina hagsmuni að ræða. En þá virðast  þingmenn hafa skýra afstöðu og því skýrari sem hagsmunir þeirra magnast.

Svo undarlegt sem það hljómar þá er í þingsköpum ekki mælt fyrir um hjásetu þingmanna við atkvæðagreiðslur eða að þeir víki af fundi þegar mál eru rædd sem snerta þá beint hagsmunalega séð eins og t.d. við afgreiðslu kvótalagana þar sem ákveðnir þingmenn færðu sjálfum sér milljónatugi með atkvæði sínu. Ég nefni engin nöfn en fyrsti stafurinn á einu slíku dæmi er Halldór Ásgrímsson.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.2.2011 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband