16.2.2011 | 20:11
Hvað ber risastór dagur hjá Bjarna Benediktssyni í skauti sér?
Það er ekkert gleðiefni að styðja þetta en ég er sáttur við sjálfan mig að hafa tekið þessa afstöðu", segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sem greiddi atkvæði með Icesave samningunum á Alþingi í dag.
Það er mikill pirringur í sjálfstæðismönnum vegna afstöðu formannsins unga og þess hve minni hans hefur laskast frá síðasta landsfundi flokksins.
Sumir tala um klofning, en það held ég að sé fráleit umræða. Tryggð mauranna við forustumaurinn er alltaf algjör, hvert sem hann stefnir. Til gæfu eða glötunar.
Að mínu mati gerðist einkum tvennt í hægri pólitíkinni í dag. Formaðurinn ungi og óreyndi sýndi kjark og styrk og klauf sig frá gömlu varðhundum kerfisins, sem öllu hafa ráðið á bak við tjöldin í flokki hans. Það var mikilvægt fyrir þennan 30% flokk og þar með þjóðina.
Annað sem gerðist var kannski mikilvægara.
Sjálfstæðismenn lögðu hugsanlega hornsteininn að nýrri ríkisstjórn.
Öllum er löngu orðið ljóst að stjórn Jóhönnu verður ekki langlíf, hvað sem hver segir og vill í pólitískum draumum sínum.
Sterkasta stjórn sem í boði er á næstu misserum er stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðismanna, hvað sem líður gömlum væringum og skjótt skipast veður í lofti í pólitíkinni. Sagan kennir okkur það.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði sterklega um Icesave og líka um ESB umsóknina.
Sá sem getur gleypt einn vondan bita, getur líka gleypt annan.
VG kokgleypti sinn ESB bita í ljósi þess að þjóðin réði að lokum í ESB málinu.
Það mun Sjálfstæðisflokkurinn líka gera vilji hann koma að landsstjórninni, sem reyndar er vafamál.
Hann fer aldrei í stjórn með VG. Sá kokteill yrði bara eitraður og ódrekkandi með öllu.
Icesave er að baki og þjóðin fær ekki að kjósa um málið aftur. Forsetinn skrifar undir að þessu sinni.
Því er ESB málið komið efst á dagskrána að nýju.
Stærsta mál Íslandssögunnar.
Það þarf sterka stjórn til að leiða það til lykta.
Á annan hvorn veginn.
Með endanlegum dómi þjóðarinnar.
Ekkert gleðiefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Íhaldið virðist haldið óstöðvandi valdafíkn. Þeim er því trúandi til að plotta nánast hvað sem er til að ná aftur völdum. Annars er kenningin sú, að nú liggi mikið við að komast í stjórn, því gögnin sem sérstakur fékk frá Lúx á dögunum séu afar viðkvæm fyrir marga broddborgara. Þeir hafi því snarlega ákveðið að vinna með Samfylkingunni í öllum, til að komast aftur að stjórn landsins.
Doddi (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 21:30
Hvaða broddborgara, Sveinn minn?
Björn Birgisson, 16.2.2011 kl. 21:34
Nú, þessir sem stýra þjóðfélaginu og íhaldinu. Engeyjarættin, útgerðaraðallinn, Valhallarmenn o.s.frv. Jafnvel embættismenn. Það var ýmislegt brallað hér fram að hruni. Ýmsar dularfullar millifærslur. Það fréttist af stórri millifærslu til Panama þegar DeCode var stofnað. Það var bara upphafið af þessu. Sagt að Davíð hafi fengið þá peninga, 300 millur.
Doddi (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 21:43
Sveinn! Eru þetta fréttir í anda Agnesar Bragadóttur og hennar huldu heimildamanna? 300 millur eru dágóður skildingur. Svo dágóður, að það þarf heimildir til að styðjast við, kjósi menn að halda þessu fram.
Björn Birgisson, 16.2.2011 kl. 21:48
Þessi millifærsla er nú á allra vitorði, nefni hana bara sem dæmi. En gögnin sem Sérstakur var að fá frá Lúx eru sögð afar krassandi. Ekki víst að íhaldið þoli að þau komist í dagsljósið.
Doddi (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 21:51
Afar krassandi? Hvað er svona krassandi í þeim? Og hver segir að þau séu afar krassandi? Er það á allra vitorði að Davíð hafi fengið 300 milljónir? Ekki á mínu vitorði alla vega. En ekki útiloka ég að margt hafi verið brallað. Síður en svo. Síður en svo.
Björn Birgisson, 16.2.2011 kl. 21:57
Nei nei, hér var engu stolið. Og til þess að stela innviðum heils þjóðfélags, þarf ekkert að múta stjórnmála- og embættismönnum.
Doddi (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 22:04
Jú, jú, hér var öllu stolið. Sveinn minn, ég er svo lítið inni í þessum mútumálum, en geri þó ráð fyrir að mútugreiðslur hafi viðgengist til að "smyrja" kerfið. Mér er bara meinilla við að nefna nöfn í því sambandi, þegar ekkert hefur sannast á viðkomandi. Þú veist hvað ég er alltaf orðvar og varkár maður!
Björn Birgisson, 16.2.2011 kl. 22:10
Vellríki milljónerinn Bjarni Benediktsson er kannski þeirrar skoðunar að forsetanum beri ekki að nota sitt löglega vald...
en hinn almenni Íslendingur er honum ekki sammála og mjög feginn að hafa sloppið við að borga milljarða á milljarða ofan umfram þetta Icesave III (sem þó er óréttlátt!) ...
AFÞVÍ að forsetinn gerði það rétta og beitti neitunarvaldi sínu!!!
Hans verður minnst í Íslandssögunni, og út af góðum áhrifum sem þetta mál mun hafa á allan heiminn, í mannkynssögunni, ef hann stendur sig líka í þetta skiptið...
en Bjarni verður gleymdur fyrr en hann sjálfan órar. Hræðslupúkar sem láta óréttlætið kúga sig gleymast fljótt.
Sigurður Magnússon (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 03:21
Sigurður, ég held að forsetinn skrifi undir að þessu sinni. Hann gengur varla gegn vilja um 70% þingmanna landsins.
Björn Birgisson, 17.2.2011 kl. 17:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.