Kaldhæðni að Hæstiréttur skuli vera ólýðræðislegasta stofnum Íslands

"Ástráður Haraldsson, fyrrverandi formaður landskjörstjórnar, gagnrýnir úrskurð Hæstaréttar um að ógilda kosningar til stjórnlagaþings.

Ástráður sagði í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær að það væri alveg ljóst að þeir annmarkar sem hafi verið á kosningum í lok nóvember hafi ekki haft áhrif á niðurstöður kosninganna. Sem kunnugt er sagði landskjörstjórn af sér á föstudag vegna úrskurðar Hæstaréttar um að ógilda kosningarnar" segir vísir.is.

Hæstiréttur Íslands er ekkert annað en skrípafyrirbæri. Rétt eins og Hæstiréttur Mubaraks í Egyptalandi. Báðir skipaðir á sömu forsendum. Nákvæmlega þeim sömu. Eintómum jábræðrum þeirra sem skipa í stöðurnar.

Ég held að við hæfi væri að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu í landinu um hvort ekki væri við hæfi að reka Hæstarétt allan eins og hann leggur sig og endurráða síðan hæfara fólk til starfans.

Hæstiréttur Íslands hefur sýnt að hann er ekkert annað en framlenging á gráðugum og spilltum örmum hagsmunaaflanna í landinu.

Hvað hefði Hæstiréttur gert ef þátttakan í kosningunum til Stjórnlagaþings hefði verið 85%, það er með fullri þátttöku flokksins sem skipað hefur í réttinn áratugum saman?

Það sama og hann gerði?

Það er útilokað.

Burt með Hæstarétt í núverandi mynd.

Það ætti að vera krafa allra þeirra sem styrkja vilja lýðræðið í landinu.

Horfum til Egyptanna og til þess sem þeir eru að gera.

Horfum ekki til krafna þeirra sem framandi fyrir okkar land.

Þær eiga líklega flestar hverjar ágætlega við á Íslandi líka.

Við skulum bara viðurkenna það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á meðan þú varst erlendis kom Reynir Axelsson stærðfræðingur í viðtal í Silfri Egils. Hann rökstuddi það lið fyrir lið að dómur Hæstaréttar um ógildingu stjórnlagaþings væri kolrangur. Hann gerir þetta ótrúlega fagmannlega þrátt fyrir að hafa ekkert starfað við lögfræði heldur rökstyður hann þetta lið fyrir lið á mannamáli. Ég hvet þig til að skoða þetta á slóðinni:

http://www.youtube.com/watch?v=cjiFMUoZPLI

Kveðja, Gunnar Björn.

Gunnar Björn Björnsson (IP-tala skráð) 18.2.2011 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband