Að bjarga heiminum með hægri og skrifa undir lítilræðið með vinstri

"Fjármálaráðuneytið sendi í kvöld forseta Íslands Icesave-lagafrumvarpið sem Alþingi samþykkti fyrr í dag. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV."

Til Bessastaða? Var bjargvættur alheims bara heima við? Kannski í kakó hjá Dorrit?

Skemmtileg tilviljun. Ég hélt að hann væri aðallega í útlöndum að bjarga heiminum!

Þá getur hann auðveldlega skrifað undir á morgun, en það mun hann ekki gera.

Hann dregur það í nokkra daga til að magna spennuna og draga að sér athyglina.

Hann er þannig maður.

Svo skrifar hann undir þegar honum hentar og þegar hann telur sig ná mestri fjölmiðlaathygli.

Hann er þannig maður.

Verður stórgaman að fylgjast með þegar hann gerir þjóðinni grein fyrir að mótmæla undirskriftirnar frá almenningi eigi ekki við að þessu sinni!


mbl.is Forsetinn fékk frumvarpið í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Svona svona

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.2.2011 kl. 00:06

2 Smámynd: Björn Birgisson

Axel Jóhann! Hver kenndi þér að segja svona?

Björn Birgisson, 17.2.2011 kl. 00:08

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Björn, þá fyrst verður gaman fyrir okkur óvitana (alls ekki að telja þig í þeim hópi) sem göngum um með eldspýtur.

Tel samt að Ólafur kjósi friðinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.2.2011 kl. 00:30

4 Smámynd: Björn Birgisson

Ómar, takk fyrir innlitið. Hvernig mun Ólafur Ragnar kjósa "friðinn"?

Hver er friðurinn og hvar liggur hann?

Björn Birgisson, 17.2.2011 kl. 00:44

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Björn, var að fara að slökkva á tölvunni eftir smá fikt með eldspýtur.

Ætli Ólafur kjósi ekki friðinn með því að slökkva bálið.  Sé ekki að hann geti gert það á neinn annan hátt en að standa við fyrri ákvörðun um þjóðaratkvæði.  

En hvort hann hugsi svoleiðis, það er annað mál.  

En ef þitt mat er rétt á honum, sem ég ætla svo sem ekki að draga í efa, hef ekki forsendur til þess, þá veit hans hégómi að löngu eftir að ICEsave er fyrnt í minningunni, að þá verður nafn hans skráð í sögubækur sem forsetinn sem mótaði nýja stjórnskipan, að þjóðin hefði síðasta orðið í umdeildum málum.

Ég held að það vegi þungt, burtséð frá öllum hitanum.  Eins finnst mér ólíklegt að hann láti Jón Steinar stela frá sér glæpnum.

En þetta er náttúrulega allt saman getgátur.  En mér leiðist allavega ekki.  Verst að löppin er göngufær þannig að ég ætla láta hana ráða för næstu daga, læt íhaldið um skammirnar.

En gaman að fá þig aftur í Netheima.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 17.2.2011 kl. 00:57

6 Smámynd: Sævar Einarsson

http://lol.is/?skoda=10724 þetta segir allt sem segja þarf.

Sævar Einarsson, 17.2.2011 kl. 01:08

7 identicon

Þú hlýtur að skíta peningum..nógu ákafur ertu að borga þetta allavega! :)

Jóhann Jóels (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 01:20

8 Smámynd: Björn Birgisson

Ómar, ég þakka þér góð orð. Held samt að Netheimar þurfi ekkert á mér að halda, en ég hef gaman af þessu þvaðri og held því kannski eitthvað áfram. Svo tölum við um fætur á fólki, en lappir á dýrum. Þú ert fólk, reyndar bara í eintölu, þótt margra manna maki kunnir að vera!

Björn Birgisson, 17.2.2011 kl. 01:26

9 Smámynd: Björn Birgisson

Borga hvað, Jóhann Jóels?

Björn Birgisson, 17.2.2011 kl. 01:28

10 Smámynd: Björn Birgisson

Sævarinn, takk fyrir innlitið!

Björn Birgisson, 17.2.2011 kl. 01:29

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Góðan daginn Björn.

Kvekendið hefur heitið löpp hjá mér í mörg ár.

IP tölur þínar segja dálitið til um hitt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.2.2011 kl. 06:53

12 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ég segi nú eins og Axel svona, svona og bæti svo við einu svona. :-)

Við skulum bara vona að málið fái farsæla afgreiðslu, þessa einu sem við getum sætt okkur við.

Bergljót Gunnarsdóttir, 17.2.2011 kl. 07:57

13 identicon

Björn Birgisson,í pistli no 9 spyr þú ''borga hvað,, þessi orð þín koma upp um fáfræði þína .

Númi (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 08:46

14 Smámynd: Björn Birgisson

Þakka innlitin!

Númi, þakka þér fyrir að minna mig á fáfræði mína, get ekki verið meira sammála. Sem betur fer er ég ekki einn í Fáfræðiflokknum!

Bergljót, forsetinn mun skrifa undir lögin, sannaðu til.

Ómar, IP tölur mínar?

Björn Birgisson, 17.2.2011 kl. 16:19

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Jamm, Ip tölurnar hreyfast ekki af sjálfur sér.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.2.2011 kl. 19:44

16 Smámynd: Björn Birgisson

Ómar, skil, var bara ekki að kveikja!

Björn Birgisson, 17.2.2011 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband