20.2.2011 | 15:17
Rússnesk rúlletta í boði forsetans
"Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tilkynnti á Bessastöðum í dag að hann hefði ákveðið að synja nýju Icesave-frumvarpi staðfestingar og vísa því til þjóðarinnar."
Nú verður allt endanlega vitlaust í pólitíkinni í landinu.
Forsetinn hefur tekið sér alræðisvald og er búinn að setja málið í rússneska rúllettu.
Eins gott að dómstólar hitti á tómu hylkin og dæmi okkur í hag.
Hvað gerir forsetinn ef svo verður ekki?
Forsetinn staðfestir ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vel skrifað hjá þér.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 15:20
"Forsetinn hefur tekið sér alræðisvald og er búinn að setja málið í rússneska rúllettu."
Bull er þetta. Forsetinn hefur ekki tekið sér neitt vald. Hann hefur gefið þjóðinni valdið.
Villi Asgeirsson, 20.2.2011 kl. 15:21
Auðvita finnst mörgum hart að forsetinn geti haft svona áhrif á ESB aðgöngumiðann !
Málið er bara einfalt. Almenningur VILL ekki og MUN ekki taka að sér að borga skuldir fyrir þessa RÆNINGJA !
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 15:26
Að líkja þessu ástandi við „rússneska rúllettu“ á nokkuð vel við. Ólafur Ragnar hefði betur átt að draga úr deilum í samfélaginu en ekki magna þær.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 20.2.2011 kl. 15:26
Langt í frá Björn. Nú fáum við loksins öll málsrökin upp á borð. Og getum því upplýst kosið nei eða já!
Kolbrún Hilmars, 20.2.2011 kl. 15:27
Þetta er hið besta mál, nú þarf ríkisstjórnin að fara, þau Grýla og Leppalúði.... og börn þeirra, þið vitið, Bjarni Ben ofl ofl ofl.
Helsta kappsmál okkar er að losna undan 4flokkum, þá fyrst fara góðir hlutir að gerast
DoctorE (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 15:37
Einn virtasti forseti Bandaríkjanna sagði um menn eins og þig "Þeir sem eru tilbúnir að greiða fyrir ímyndað öryggi með ómetanlegu frelsi, eiga hvorugt skilið, og munu réttilega missa bæði." Sem betur fer er meirihluti þjóðarinnar ekki innréttaður eins og þú. Þá væri Ísland löngu orðið bananalýðveldi undir hæl þjóða sem eiga meiri peninga en við og erlends auðvalds, gömlu nýlendukúgaranna. Og þá hefði okkur aldrei sparast þessir milljarðar hérna síðast. Þjóðinni stafar í raun ekki nein alvarleg ógn af neinu nema sjálfu sér, hinum andlega veikari einstaklingum hennar, sem eru svo miklir heiglar og þjást því af slíkri öryggisþrá, að það er hægt að hræða þá til að selja frá sér allt vald. Því miður hafa nokkrir slíkir of mikið vald nú um stundir. Fari þeir ekki frá, þá er þjóðin búin að vera, því heiglar hafa aldrei stírt frjálsum þjóðum lengi.
Lifi lýðræðið! Þeir sem myndu ekki deyja fyrir lýðræðið, ættu ekki að búa í lýðræðisríki. Fluttu til Saudi Arabíu, þar eru lög og reglur um alla hluti, og þú getur verið þar hlýðinn og spakur og óhræddur svo lengi sem þú segir bara já og amen við valdshafa eins og þú hefur valið að gera nú um stundir.
Lýðræðið lifi! (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 15:39
Björn.Þu segir hvað gerist ef dómstólar dæma okkur í óhag.Þú gerir semsagt ráð fyrir að þjóðin hafni þessu.Það er rétt mat hjá þér.En skrítinn hugsunarháttur og einkar lýðræðislegur að reyna að berja einhverju í gegn vitandi það að meirihluti þjóðarinnar er á móti.Og heldurðu það Mosi að rétta leiðin til að draga úr deilum sé að samþykkja vilja minnihlutans og hafna hinum.Þið eruð skrítnir fuglar.
josef asmundsson (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 15:39
Gott að vera Íslendingur núna.
Aðalsteinn Agnarsson, 20.2.2011 kl. 15:39
OK
rússneska rúllettu( COPY PASTA SVO EG GET NOTAD iSLLENSKA STAFI )
5 skot med ICESSAVE 1 skot a moti ( forseti vor noadi thad )
UK og rest af bankakerfi Evropu eru med
5 skot left oll eru til ad rustabankakerfi Evropu
en hverig er thad med thig Bjorn?
ertu serlegur rassasleikjari samfo og vinstri retarted?
Magnús Ágústsson, 20.2.2011 kl. 15:40
Hvers vegna geta menn ekki ritað undir sínu rétta nafni eða það komi fram í færslu? Mér finnst sumir fara nokkuð fram úr sér og það er engum til framdráttar að uppnefna aðra með óviðurkvæmilegum glísum.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 20.2.2011 kl. 15:42
Karlinn er Ljósberi Lýðræðis
GAZZI11, 20.2.2011 kl. 15:45
Ég hef mínar ástæður fyrir því sem eru allt aðrar en þig grunar. Taktu orð hins merka manns enn fremur til sjálfs þín. "Þeir sem eru tilbúnir að borga fyrir ímyndað öryggi með ómetanlegu frelsi, eiga hvorugt skilið, og munu missa bæði". Ef allir hér væru eins og þú, værum við ekki lengur frjáls þjóð, og hér myndu ekki ríkja mannréttindi né lýðræði. Fólk eins og þú er ógn við lýðræðið. Við umberum ykkur að lýðræðislegum sið, en þar sem þið eruð ógn við stjórnarfar okkar, og virðið ekki sjálfsákvörðunar rétt þjóða, heldur metið einn hóp manna fram yfir annan, eftir einhverju eins og stjórnmálaskoðunum, trúarskoðunum eða uppruna og kynþætti, eftir því nákvæmlega hvers konar andlýðræðissinni á í hlut (á Íslandi eru blindir flokkshundar tilbúnir að fremja lýræðisleg hryðjuverk út af ímyndaðri hægri- eða vinstrimennsku sinni, og móðgun við lýðræðissinna í öllum flokkum og af öllum stjórnmálastefnum!!!) .....þá væri heiðarlegast af ykkur að yfirgefa einfaldlega landið, alveg eins og til dæmis manni sem styður hryðjuverkasamtök, því þið trúið ekki á lýðræði og mannréttindi og að rödd almennings megi heyrast. Milljónir hafa látist fyrir þessi réttindi frá dögum frönsku byltingarinnar, og enn fleiri eitt allri æfi sinni í að berjast fyrir þeim en hafa dáið fyrir þau. Án þess fólks hefðuð þið ekki það frelsi sem þið búið við. Þar sem þið kunnið greinilega ekki að meta það og viljið koma í veg fyrir að aðrir menn njóti stjórnarskrásbundins réttar síns, ........þá bið ég ykkur að sýna þau heilidi og manndóm að búa meðal ykkar líka. Íran, Saudi Arabía og Norður Kórea munu taka þér opnum örmum. Þú ert ekki verðugur afkomandi lýðræðisumbóta sem spanna langa, langa hefð frá Grikklandi hinu forna til frönsku byltingarinnar, og ættir að vera nógu sjálfu þér samkvæmur til að yfirgefa landið, frekar en reyna að tortýma siðum þess. Eða nákvæmlega það sama og ég hefði sagt við talibana.
Power to the people!
Lifi lýðræði!
Frelsi, jafnrétt, bræðralag!
Byltingin stendur enn yfir...!
Lýðræðið lifi! (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 15:50
Ég þakka innlitin, en verð að segja þetta við suma: Ég fæ ekki með nokkru móti séð hvaða tilefni þessi stutta færsla gefur til að fara niðrandi orðum um mig og suma gesti mína og það jafnvel undir nafnleynd. Verið málefnaleg, eða sleppið því að tjá ykkur hér. Óhroða verður væntanlega hent út, rétt eins og tíðkast í friðsömum samkvæmum.
Björn Birgisson, 20.2.2011 kl. 15:53
PS: @Guðjón
Nú skal snúið sér að mikilvægari störfum...Þið skulið vita það herrar mínir, að það er orsakalögmál og þeim mun hengt fyrir með eigin frelsissviptingu sem reynir að svipta aðra einstaklinga frelsi, samfélög eða þjóðir sínu frelsi. Það er bara tímaspursmál. Betra að fara að reyna að breyta reikningsstöðunni meðan tími gefst, það verður ekki endalaust...
Lýðræðið lifi! (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 15:54
Í dag sigraði lýðræðið alræði.
Forseti vor er sverð okkar og skjöldur.
Til Hamingju Íslendingar.
Rauða Ljónið, 20.2.2011 kl. 15:55
Skal alveg taka undir að hér var of sterkt til orða tekið. En ég hef dvalið í þriðja heiminum stóran hluta æfi minnar og í landi sem breyttist á örstuttum tíma í nánast þriðja heims land. Ég hef því séð hvað andlýðræðisleg umræða og tilburðir geta komið til leiðar í því að halda þjóðum niðri og svipta þær frelsi. Ég óttast mjög að þetta verði örlög Íslendinga og ef það þarf að viðhafa stór orð til að vekja fólk, þá verði svo.
Lýðræðið lifi! (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 15:57
Rússnesk rúlletta = áhætta. Lífið er rússnesk rúlletta. Ekkert er ókeypis. Það er aldrei friður. Þeir sem hafa ekki hugrekki til að berjast, ættu að flytja upp til fjalla. Öryggi er ekki til í þessum heimi, en þeir sem reyna hvað mest að selja mönnum það færa engum það. Hitler höfðaði fyrst og fremst til þarfar þýsku þjóðarinnar fyrir öryggi, og hann var kosinn, og það eyðilagði þeirra lýðræði.
Við höfum val núna, taka áhættu, eða eyðileggja lýðræðið okkar. Ég mun segja nei við Icesave. Ég hef séð of margar Afríkuþjóðir leggja upp laupana út af þjóðarskuldum til að nokkru sinni geta skrifað undir slíkt eða viðurkennt réttmæti ríkisábyrgða í svona málum, sem Evrópusambandið réttilega metur sem ólögleg, bæði að setja fram slíka ábyrgð og taka hana sem marktæka af öðrum þjóðum, bæði er jafn alvarlegur glæpur. Ég stend með réttlæti og lýðræði og segi nei. Velji meirihlutinn að segja "já" mun ég virða það engu að síður, þar sem ég virði lýðræði, og myndi deyja fyrir lýðræðið hvenær sem ég er, því ég hef dvalið meðal þjóða sem eiga það ekki, og líf án frelsis er ekkert líf. Frelsi missa menn smám saman af sofandi hætti. Ég get virt það að menn séu ósammála mér, en ekki það að þeir vilji taka stjórnarskrárbundinn rétt þjóðarinnar til að ráða sér sjálf frá henni, því miður.
Lýðræðið lifi! (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 16:03
Björn Birgisson,þú segir að forsetin sé búin að taka að sér alræðisvald.! Þú hefðir átt að hlusta betur á það sem hann sagði. Forsetin vísaði þessu til þjóðarinnar sem er einungis sanngjarnt. Það er fyndið að sjá að sá fyrsti sem ritar í svardálkin hjá þér er Stefán Júlíusson Ráðherrabróðirin (Katrínar) sé ánægður með pistil þinn.
Númi (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 16:15
Af hverju ættum við að óttast vilja þjóðarinnar Björn? Á hvorn vegin sem fer verður þjóðin að lifa með sinni ákvörðun. En ég held að þjóðin samþykki og vonandi næst þá betri sátt um þá niðurstöðu en um afgreiðslu Alþingis á málinu.
Svo kjósum við til stjórnlagaþings í leiðinni og fáum þá atkvæðagreiðslu í kaupbæti nánast frítt, það ætti að gleðja þá sem töldu þá kosningu sóun á fjármunum.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.2.2011 kl. 16:19
Í þessu samúðarskeyti vil ég byrja á að votta þér samúð mína Björn.
Og minna á að allt vald í landinu stafar frá þjóðinni og aðeins henni.
Forsetinn og Alþingi hafa tímabundið vald sitt frá þjóðinni eins og það er takmarkað í stjórnarskrá.
Í stjórnarskránni kemur skýrt fram að þjóðin getur tekið vald sitt af Alþingi í einstökum málum með atbeina forseta.
Þessi synjun forsetans og vísan málsins til þjóðarinnar er nákvæmlega rétt samkvæmt stjórnarskránni.
Viggó Jörgensson, 20.2.2011 kl. 16:33
Segi það aftur " Karlinn er Ljósberi Lýðræðis "
Annað hefði verið valdarán Alþingis og nauðgun á lýðræði.
Það er deginum ljósara að þjóðin treystir ekki Alþingi til að fara með þetta eða önnur mál áfram.
Best hefði verið að kjósa líka til Alþingis í leiðinn og taka bara þrennu á þetta ..
GAZZI11, 20.2.2011 kl. 16:34
Þú gerir semsagt ráð fyrir því að þetta verði fellt í þjóðaratkv. greiðslu? ...?
Adeline, 20.2.2011 kl. 16:35
Viggó, ég votta þér sömuleiðis samúð mína vegna innleggsins frá þér!
Björn Birgisson, 20.2.2011 kl. 16:38
Adeline, ég veit ekki um nokkurn mann sem telur að þjóðin samþykki þetta frumvarp. Það er þess eðlis. Vont fyrir alla. Líka þá sem samþykktu það í þinginu, með óbragðið á tungunni. Málflutningur allra þeirra sem telja að einhverjir Íslendingar vilji endilega borga þetta er fyrirlitlegur. Hreint út sagt.
Björn Birgisson, 20.2.2011 kl. 16:41
Sæll Björn og þakka góðan pistil. Þú sérð nú væntanlega að það þýðir ekki að eiga orðastað við þetta fólk. Við erum í icesave vegna íhaldsins sem stofnaði til þess og þegar dómur verður kveðinn upp yfir okkar ætti þetta fólk eitt að borga þær upphæðir þar sem ábyrgð þess verður þá orðinn tvöföld.
Tryggvi Marteinsson (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 17:00
Ég held þetta sé laukrétt hjá þér Björn að það vill enginn borga þetta og fyrirlitlegt að halda því fram.En þetta er bara spurning að vera menn en ekki mýs.Auðvitað er gott að vera raunsær en menn þurfa líka að taka áhættu í lífinu og spila smá rúllettu þegar það á við.Ef þetta verður samþykkt get ég ekki verið íslendingur lengur og ég held að það séu fleiri.Maður verður að geta staðið uppréttur til að geta lifað en ekki skríðandi eins og maðkur.
josef asmundsson (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 17:01
Tryggvi, ég er nokkuð sammála þér með sekt íhaldsins í þessu máli, en þar komu vissulega fleiri að málum og eiga að bera sína sekt. Íhaldið hins vegar reynir allt hvað af tekur að tala sig frá þessum óhroða. Ef einhver nefnir viðskilnað fjármálasnillinganna í fyrri ríkisstjórnum, er sá hinn sami ávallt sakaður um að hengja sig í fortíðina, en vilja ekkert sjá fram á veginn! Komi svo eitthvað jákvætt frá ríkisstjórninni er það rakkað niður af hörku!
Ríkisstjórnin má ekki ná árangri. Alls ekki.
Það er vandlifað í þessu landi fyrir sumt fólk, fólkið sem er pólitískt blint og án heyrnar.
Daufdumba pólitíska fólkið.
Með allt fjármálavitið!
Björn Birgisson, 20.2.2011 kl. 17:16
Frábært að sjá Tryggva Marteinsson,réttlæta það í pistli no 26 hér ofar að þjóðin eigi bara að borga og ganga frá þessum Icesave reikningi.Tryggvi er nauðalíkur Gylfa Arnbjörnssyni ASÍ verkalýðsforingja að því leiti að Tryggvi er starfsmaður Eflingar verkalýðsfélags. Tryggvi sannfærðu verkafólkið í Eflingu að það eigi að borga brask Björgólfanna.
Gylfi og Tryggvi bera greinilega hag hinna vinnandi stétta fyrir hendi=En þeir eru á línu stjórnvalda,burt með svona menn,í verkalýðsfélögum. (skoðið blogg Tryggva)
Númi (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 17:58
ég sé ekki hvernig við getum mögulega sloppið betur frá þessu. Það er og hefur aldrei verið um það deilt að fyrirfram bar okkur sennilega ekki skylda til að borga.
Það sem eftir stendur er svo það að um leið og við ábyrgðumst innistæður að fullu á Íslandi þá erum við nánast örugglega búin að skuldbinda okkur til að ábyrgjast í topp allar aðrar innistæður og að neyðarlögin gildi jafnt um íslenska bankareikninga á Íslandi sem og annarsstaðar sem fellur undir okkur (ekki 100% örugglega af því að ekki hefur reynt á þetta ákvæði í jafn stóru máli áður).
Við getum semsagt lent í því að borga upphæð sem gæti verið allt að 5-7x hærri upphæð en um var samið. Þetta ákvæði var sett inn í stofnsáttmála ESB til að varna bæði gegn rasisma og misrétti, og þetta er ein grundvallar regla Evrópusambandsins. Að mörgu leyti er ég sammála þessu ákvæði en það var ríkisstjórn D og Framsóknar sem ákvað að setja ekki nándar nærri (og í raun akkúrat í hina áttina farið) jafn strangar reglur og við gátum þegar frjálst fjármagnsflæði var leyft.
Spurningin er: þegar að því kemur sem eru um 70% líkur á að gerist, að við verðum dæmd (og biðjum til guðs að dómurinn gangi út frá Icesave samningunum og ekki þrengstu túlkun jafnréttisákvæðis ESB), mun þjóðin snúast gegn Davíð, Margréti Frímanns, Halldóri Ásgríms og Óla, eða munum við halda áfram að gráta yfir núverandi stjórn sem situr uppi með skítinn.
Vil svo taka fram að ég er eindreginn hægri maður en með mikil vonbrigði með allt það sem frá D hefur komið þangað til Bjarni Ben tók sig saman í andlitinu.
b (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 18:56
Rússnesk rúlleta að leyfa þjóðinni að ákveða sjálf um svona stórt mál? Ég skil ekki hvernig er hægt að láta svona þvælu út úr sér!
Mofi, 21.2.2011 kl. 12:49
Ég sé ekkert að því að láta þjóðina ákvarða þetta.
Best væri að þetta færi til dómstóla og þá er þar niðurstaða sem allir sætta sig við.
Skil ekki þá röksemdarfærslu að Íslendingar stórtapi ef farið verið dómstólaleiðin. Ef það er svona öruggt að okkur yrði dæmt í óhag og um mikla fjármuni að ræða, þá held ég að Bretar og Hollendingar væru búnir að sækja hana ásamt fleiri hagmunaaðilum.
Hins vegar væri gaman að sjá þann flöt koma upp ef dæmt yrði Íslendingum í hag. Gætu þá Íslendingar sótt skaðabætur og hversu miklar.
Ég myndi gjarnan fá að sjá Breta og Hollendinga rekja slóð Icesave peningana og setja þá í gapastokk sem bera raunverulega ábyrgð á þessu bankaráni. Það á ekki að sleppa þeim út úr myndinni.
Segi það aftur " Karlinn er Ljósberi Lýðræðis "
GAZZI11, 21.2.2011 kl. 13:22
Hin raunverulega rússneska rúlletta er á alþingi íslendinga, sú rúlletta er með skot í öllum hólfum; Byssunni er beint að þjóðinni.
doctore (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 13:51
Lífið er rússnesk rúlletta. Alveg rétt. Maður getur hvenær sem er orðið fyrir bíl! Hekla gæti byrjað að gjósa. Manni getur verið hafnað o.s.frv. Tek undir það. Tek líka undir orð doctore. Það er ásættanlegt að taka smá áhættu, en rúletta með skot í öllum hólfum er tómt svindl. Og slíka áhættu erum við að taka með að leyfa Jóhönnu og félögum að sitja áfram á alþingi.
Emil (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 17:03
Þakka fyrir innlitin. Er með smá könnun um Icesave hér ofar og til vinstri. Allir eiga að taka þátt!
Björn Birgisson, 21.2.2011 kl. 17:13
Nýja kjörorð Samspillingarinnar er :
Borgið, borgið alla einkarekna banka strax
Farið gegn þjóðinni aftur, aftur og alltaf gegn öllum þjóðaratkvæðaafgreiðslum
Borgið alla banka og tryggingarfélög með sköttum, ef um er að ræða hagnað hjá eigendum þá á hagnaðurinn að renna til eigenda en ekki skattgreiðenda, og já munið að styðja alltaf þessa Sósíalistahugsjón Samspillingarinnar.
Reynið svo einu sinni að vera góðar Samfylkingargungur!!!Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 00:45
þorsteinn, þakka þér þitt innlit!
Björn Birgisson, 22.2.2011 kl. 01:08
Sæll Björn
Ekkert að þakka, en það gleymdist að minnast á tvö atriði hjá Samspillingunni, eða að íslendingar ættu að hræðast alla dómstóla mjög mikið, og svo að íslendingar ættu alls ekki að leita réttar síns í neinum málum er varða IceSave og hryðjuverkalögin.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 01:40
Takk, Þorsteinn, lyklaborðið er greinilega eitthvað að bögglast fyrir þér. Flokkurinn sem þér er svo hugstæður heitir Samfylkingin. Varla í þínum anda að viðhafa uppnefni. Eða hvað?
Björn Birgisson, 22.2.2011 kl. 01:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.