Óhugnanlegustu morð sögunnar á leiðtogum fólksins

Olof Palme (1927-1986), sem var forsætisráðherra og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins í Svíþjóð, hafði gefið lífvörðum sínum frí þetta örlagaríka kvöld, 28. febrúar 1986, sem varð hans síðasta í þessari jarðvist.

Einn fremsti jafnaðarmaður sögunnar.

Hver vissi um þetta frí lífvarðanna?

Alla vega þeir sjálfir og aðrir þeim nákomnir.

Líklega er sænska lögreglan búin að spyrja þeirrar spurningar oftar en tölu verður á komið.

Ég man alltaf eftir þessu kvöldi. Dagskrá sjónvarpsins var rofin og Ómar Ragnarsson fréttamaður flutti þjóðinni þessi hörmulegu ótíðindi frá Svíþjóð. Öllum var brugðið.

Tuttugu og þremur árum áður, þann 22. nóvember 1963, klukkan 12.30, að staðartíma í Dallas í Texas, var John F. Kennedy, líklega vinsælasti forseti Bandaríkjanna, myrtur. Skotinn í  opinni bifreið.

Ég var þá tólf ára og heyrði fréttina í útvarpinu og kallaði á fullorðna fólkið á heimilinu. Af svipbrigðum þess skynjaði ég alvarleika málsins, miklu fremur en af fréttinni í gömlu Gufunni.

Nú segi ég þetta:

Sú þjóð, sem vill fá sitt besta og hæfasta fólk til starfa í þágu þjóðarinnar, verður að vernda það fólk og tryggja að rugludallar og hatursmenn komist aldrei að því, í misgóðum eða vondum tilgangi.

Það á algjörlega við á Íslandi, rétt eins og í öðrum löndum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Björn,ég man sérstaklega vel eftir því þegar Kennedy var skotin,og minnist þess líkt og þú lýsir þarna og atvik á mínu heimili keimlík líkt og hjá þér.  Ég er búinn að kjósa þarna til hliðar hjá þér og að sjálfsögðu merkti ég við  NEI 

Númi (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 23:04

2 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Björn minn sæll

Vilhjálmur Eyþórsson, 21.2.2011 kl. 23:10

3 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Björn minn sæll. Hér er dálítill kafli um Palme úr grein sem ég skrifaði í Þjóðmál fyrir nokkru: „Hver myrti Palme? Suður- Afríkumenn hafa verið nefndir, enda var Palme orðlagður fyrir baráttu sína gegn kynþáttamisrétti. En fleiri koma til greina. Þegar innrásarherir kommúnista “þjóðfrelsuðu” loks löndin í Indó- Kína með vopnavaldi við gífurlegan fögnuð “lýðræðis”- postula, “friðarsinna” og “mannréttindafrömuða” hvarvetna, hófu Hanoi- menn skipulegar þjóðflokka- og kynþáttaofsóknir, sem vinir þeirra, vinstri menn, tala aldrei um. Kannski var morðingi Palmes maður af fjallaþjóðflokki eða af kinverskum uppruna, eða þá barn svarts bandarísks hermanns, en átrúnaðargoð Palmes, þessa heimskunna “mannréttindafrömuðar”, herstjórarnir í Hanoi, ofsóttu allt þetta fólk með yfirveguðum, miskunnarlausum hætti.

Fullkomið kaldlyndi Palmes gagnvart bátafólkinu og fyrirlitning á því var alkunnug, og morðingi hans gæti vel hafa komið úr þeirra röðum. Og hvað með fórnalömb Castros? Fræg var heimsókn Palmes til Kúbu í kölfar sigurs “þjóðfrelsisaflanna” í Indó- Kína 1975 þar sem þessi kunni “mannréttindafrömuður” hélt hverja lofræðuna af annarri um gestgjafa sinn, en um það leyti voru pólitískir fangar á Kúbu eitthvað um 40.000. Menn sátu þar í fangabúðum í allt að 20 ár fyrir samkynhneigð, að slátra kú eða biðja um hærra kaup, en á Kúbu, eins og í öðrum “verkamannalýðveldum” er verkalýðsbarátta refsiverð. Morðingi Palmes gæti líka hafa verið úr þeirra röðum.

Palme notaði tækifærið á Kúbu til að fagna alveg sérstaklega Pol Pot og Rauðum Kmerum, sem þá voru nýkomnir til valda, en einmitt þá rann blóðið í sem allra stríðustu straumum. Morðingi Palmes gæti verið einn þeirra sem komust undan þjóðarmorðingjunum.

Þegar þessi heimskunni “friðarsinni” var á Kúbu hafði Castro einhvern stærsta her í heimi, um hálfa milljón manna undir vopnum, og hélt her sínum úti til styrjalda og manndrápa í 15 löndum víða um heim, ekki síst í Afríku, þar sem menn hans lögðu um 8 milljónir jarðsprengna. Morðingi Palmes gæti verið úr röðum ættingja þeirra sem hermenn eða jarðsprengjur Castros hafa drepið eða limlest. Möguleikarnir eru óteljandi og sömuleiðis eru fórnarlömb kúgunar, þjóðarmorða og hernaðar vina og átrúnaðargoða Palmes, þessa “lýðræðis”- postula, “mannréttindafrömuðar” og “friðarsinna” óteljandi. Örlög Palmes voru að sönnu hörmuleg og engum óskandi. Hann hefur á síðari árum orðið píslarvottur, átrúnaðargoð og tákngervingur mikils hluta vinstri manna, fólks þeirrar gerðar sem hérlendis stýrir mensévíka- armi Alþýðubandalagsins, svonefndri “Samfylkingu”. Þetta er fólkið sem sagðist ekki vera kommúnistar, en gekk erinda alræðisaflanna í kalda stríðinu undir formerkjum ”lýðræðis”, “friðar” og “mannréttinda”. Ég kann að mörgu leyti betur við bolsévíka- arminn, sem nú nefnir sig “Vinstri græna”. Þeir ganga hreinna til verks.“

Því má hér bæta við að ég dvaldi í Svíþjóð á Víetnamárunum og sat m.a. tvívegis fundi um stríðið, þar sem Palme talaði. 

Vilhjálmur Eyþórsson, 21.2.2011 kl. 23:16

4 Smámynd: Björn Birgisson

Ég þakka ykkur innlitin, Númi og Vilhjálmur Eyþórsson. Vilhjálmur, sérstakar þakkir fyrir þínar "söguskýringar" með þínum gleraugum. Þær vekja vissulega til umhugsunar. Vissulega. Takk fyrir.

Björn Birgisson, 21.2.2011 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband