22.2.2011 | 09:30
Meirihlutinn ætlar að samþykkja frumvarpið um Icesave
"Hollendingar virðast öllu reiðari en Bretar, í það minnsta ef marka má forsíðu hollenska dagblaðsins De Telegraaf, en þar er málinu slegið upp á áberandi stað."
Já, ákvörðun forsetans hefur valdið miklum titringi bæði innanlands og erlendis. Nú er komin upp staða sem kemur nokkuð á óvart. Sú að 55-60% ætla að samþykkja Icesave frumvarpið í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Það er greinilegt að meirihluti þjóðarinnar vill ljúka þessu máli á grundvelli samningsins sem fyrir liggur. Alla vega er staðan sú í dag.
Þrýst á Íslendinga að greiða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er athyglisvert að rifja það upp að fyrsta skoðanakönnunin sem birt var eftir ákvörðun forsetans fyrir ári, gerð af Capacent, benti til þess að meirihluti væri fyrir því að samþykkja Icesave. Það breyttist hins vegar fljótlega. Það verður fróðlegt að sjá hvernig málin þróast á næstunni.
Hjörtur J. Guðmundsson, 22.2.2011 kl. 10:30
Að borga skuldir annara kemur ekki til greina Björn Birgisson,þú virðist eiga nóg og vera gjafmildur maður. Ég gruna að þú hafir lent í heilaþvotti Samfylkingarinnar.
Númi (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 10:38
Almenningur er búin að fá nóg af Icesave og finnst þessi óreiðureikningur í raun ekkert koma því við, þannig enda þær viðræður sem ég á við fólk í dag um Icesave. Íslendingar eru meðvitaðir um að þeirra er ekki ábyrgðin...
Svo það má gera ráð fyrir því að samningurinn verði felldur og dómstólaleiðin valin, það er mín tillfinning fyrir þessu...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 22.2.2011 kl. 10:49
Mér finnst að það eigi að afnema neyðarlögin og taka til baka yfirlýsingu og tryggingu yfirvalda íslenskra bankareikninga.
Icesave voru íslenskir reikningar.
Ég skil ekki umræðuna á Íslandi. Þetta voru íslenskir reikningar, aðilar skráðir á Íslandi fengu sína peninga.
Af hverju eiga aðilar, skráðir erlendis, ekki að fá sínar innistæður tryggðar?
Þetta er ekki gott.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 11:13
Já Stefán Júlíusson ráðherrabróðir skilur bara ekkert í þessu,og skilur ekki umræðuna á Íslandi.
Númi (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 11:19
Númi: Þú kemur ekki fram undir nafni. Ertu ekki bara einhver lúser?
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 11:21
Ég vil endilega sjá í afturendann á einhverjum þjófum á leið í tugthús áður en farið verður að borga það sem þeir stálu.
"Allt fullt af þjófum hér; ekki pláss fyrir fleiri!" sagði sýslumaður Húnvetninga forðum þegar farið var að þrengjast í stofunni.
Árni Gunnarsson, 22.2.2011 kl. 11:37
Númi undrast, Númi hræðist,
Númi grundar hvað til ber.
Númi skundar, Númi læðist,
Númi undan víkur sér.
Var að reyna að rifja upp þessa vísu úr Númarímum eftir Sigurð Breiðfjörð.
Árni Gunnarsson, 22.2.2011 kl. 11:46
Árni: þakka þér. ;)
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 11:50
Það margborgar sig að gera þetta mál upp við Breta og Hollendinga.
Annars getur þetta kostað okkur miklu meira, t.d. ef við töpum dómsmáli.
Doddi (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 12:27
Svo virðist að þeir sem hvað harðast beittu sér fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og vilja þjóðarinnar muni ekki ætla að una niðurstöðu hennar, verði hún þeim ekki að skapi.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.2.2011 kl. 12:44
Svo er auðvitað spurning af hverju Ólafur samþykkti lög um undanþágu fyrir Björfólf Þór.
Af hverju fóru þau lög fyrir hann ekki fyrir þjóðina?
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 12:47
Verði samningurinn samþykktur má reikna með kæruflóði, þá kemur til kasta Hæstaréttar Íhaldsins, þá eykst álagið á dómurunum, sem kallar á enn frekari bónusa þeim til handa.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.2.2011 kl. 12:49
Hvað eigum við að gera við lögin sem heimila Björgólfi að vinna á á Íslandi án allra hafta? Hvað skrifaði forsetinn þá undir?
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 13:04
Ef að þetta voru íslenskir reikningar, hvers vegna hirtu þá Bretar 40% fjármagnstekjuskatt af þeim og við engan???
Þó svo að við töpum dómsmáli erum við alrei að fara að borga meira en þessi samningur segir til um. Dómstólar eru ekki að fara að setja hærri vexti á þetta heldur en Bretar og Hollendingar fá, sem eru nota bene mun lægri heldur en 3% og 3,3%. Og líkur eru á að við þyrftum ekkert að borga. Við hvað eru menn svona hræddir eða er fólk bara orðið svona kúgað?!?!
Margrét Elín Arnarsdóttir, 22.2.2011 kl. 13:15
Þú ert að misskilja þetta eitthvað Stefán. Þetta voru ekki íslenskir reikningar, heldur reikningar í íslenskum einkabanka sem rekinn var af íslenskum fjárglæframönnum. Fólk lét glepjast til aðleggja fé sitt inn á þessa reikninga í von um aukinn gróða. Allir aðilar, skráðir erlendis, sem áttu fé á íslenskum reikningum í íslenskum bönkum á Íslandi, fengu sína peninga, var það ekki?
Hinsvegar finnst mér að horfa þurfi á þetta mál í víðara samhengi. Mér finnst þetta snúast um það hvort okkur finnist það í lagi að einkabankar borgi eigendum sínum himinháar arðgreiðslur og bónusa þegar vel gengur en sendi síðan almenningi reikninginn ef allt fer á hausinn. Ef við samþykkjum ICESAVE-reikninginn erum við að senda samfélagi þjóðanna (a la Jóhanna Sig) þau skilaboð.
Aðalástæður þess að við eigum að borga eru sagðar þær að íslenska fjármálaeftirlitið hafi brugðist, en er ekki líka fjármalaeftirlit í Bretlandi og Hollandi og brást það ekki líka? Mín rök í málinu eru að allar þjóðirnar verði að axla ábyrgð á þessu hrikalega klúðri, en ekki íslendingar einir. Okkar framlag verði þrotabú bankans sem margir vilja meina að fari langt með að greiða þennan reikning, bretar og hollendingar taki svo á sig það sem eftir stendur. Engir vextir, engar eftirstöðvar. Það getur ekki verið sanngjarnt að láta örþjóð, þó rík sé, gjalda fyrir meingallað regluverk Evrópubandalagsins sem lítið eða ekkert eftirlit var haft með og því gátu óprúttnir bankamenn og fjárglæframenn leikið sér að vild innan lagarammans sem þó var í gildi. Hugsaðu málið hlutlaust. Eigum við einir að taka á okkur alla ábyrgð á þessu klúðri sem við áttum engan þátt í að skapa né heldur regluverkið utan um það?
Björn B, fyrirgefðu þessa misnotkun á þinni síðu. Er ekki viss um að þú sért sammála mér.
Viðar Friðgeirsson, 22.2.2011 kl. 13:16
Viðar: Hvar stóð að þetta væru fjrárflæframenn?
Af hverju skrifaði Ólafur þá undir lög þar sem Björfólfur fær undanþágu frá Íslenskum lögum?
Hver er munurinn á mér og þér og Björgólfi?
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 13:22
Ég nefni þessa menn fjárglæframenn ekki fjárflæframenn ef þú ert að spyrja um það, en þú svarar ekki spurningu minni um grundvallaratriði þessa máls. Finnst þér að það eigi að vera regla innan evrópska efnahagssvæðisins að fjármálastofnanir hirði gróðann þegar vel gengur en sendi síðan almenningi reikninginn þegar allt er hrunið?
Mér hefur skilist að það sé bannað á svæðinu að ríki ábyrgist skuldbindingar einkabanka.
Skil ekki alveg spurningu þína nr. 2 en munurinn á okkur þremur er sennilega sá að Björgúlfur er fjármálasnillingur og fjárglæframaður en við tveir erum bara aular. Þú vilt taka þátt í borga skuldirnar hans, ég vil það ekki.
Viðar Friðgeirsson, 22.2.2011 kl. 13:41
Þakka Árna fyrir þessar Númarímur og ætla að verða mér úti um þær. Það var gott að hann Stefán Júlíusson Ráðherrabróðir gat tekið gleði sína á ný. En blessaður kallinn hann Stefán sem álýtur sig vera talsmann Íslands og samspillingarflokksins í Þýskalandi er í mikilli vörn. Verð enn og aftur að benda á pistil hans frá 13 febrúar síðastliðin,en þar fjallar hann um hve sjálfsagt það er að við greiðum icesave reikninginn. Í lok pistilsins þá ritar þessi djúpvitri Stefán:
Íslenska þjóðin þarf ekki að borga / Það er Íslenska ríkið sem mun þurfa að borga.
Númi (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 14:11
Frábært: Íslenska þjóðin og Íslenska ríkið eru semsagt alveg óskyldir aðilar að hans mati.
Þvílík mannvitsbrekka.
Viðar Friðgeirsson, 22.2.2011 kl. 14:27
Ég þakka gestum mínum innlitin!
Björn Birgisson, 22.2.2011 kl. 16:37
@Stefán Júl:
Bretar og Hollendingar lánuðu okkur að mér og þér forspurðum. Hvers konar lán er það? Kíktu í tilskipanir ESB og þá sérðu þar svart á hvítu að ekki er ríkistrygging á innistæðutryggingasjóðnum og að varnarþing okkar er héraðsdómur Reykjavíkur vegna þess að Landsbankinn var íslenskt fyrirtæki.
Ég skil engan veginn þessa umræðu um EFTA dómstólinn, hvaða lögsögu hefur hann yfir þessu máli og hver veitti honum hana?
Helgi (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 17:10
Helgi: Þá tók Landsbankinn peninga á Bretlandi og Hollandi samkvæmt íslenskum lögum. Meira þarf ekki að segja um það.
Númi: Ég ráðlegg þér eindregið að tala við einhvern fagmann. Það er ekki gott að vera með mig á heilanum;)
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 18:40
@Stefán Júl:
Stefán, þetta er ekkert svar. Landsbankinn mátti starfa í Bretlandi og Hollandi vegna reglna ESB og í þeim reglum stendur að engin ríkistrygging sé að innistæðutryggingasjóði. Það er alltaf áhætta af því að kaupa tryggingu, kaupa bíl, leggja fé inn í banka, kaupa hlutabréf o.s.frv. Tryggingasjóðurinn átt að geta mætt falli eins banka en var ekki hannaður fyrir kerfishrun, allir hafa sagt það.
Svo eru fyrir því rík samkeppnissjónarmið að ekki eigi að vera ríkisábyrgð á bönkunum, þó ESB sé nýlega búið að breyta þeim reglum en sú breyting er auðvitað kolröng en í anda vinstri manna. Hvað segir sú breyting annað en aldrei hafi verið ríkistrygging fyrr en eftir þessa breytingu? Hvers vegna eru sumir svona æstir í að borga ólögvarðar kröfur upp á tugi eða hundruðir milljarða?
Helgi (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 10:10
Helgi: Þú hefur alveg hárrétt fyrir þér. Ríkið ábyrgðist íslenskar innistæður. Það er þá einnig ólöglegt. En vegna þess að íslenska ríkið ábyrgðist innistæður, þá þarf að greiða öllum en ekki aðeins sumum.
Á haustmánuðum 2008 þá gáfu flestar ríkisstjórnir út yfirlýsingu um að ríkið myndi styðja við innistæðutryggingasjóði í sínum ríkjum. Ísland var þar engin undantekning.
Það mættu þá eiginlega segja að ábyrgð írska ríkisins á skuldabréfum írsku bankanna sé ólögleg. Það er að vissu leyti rétt, eða að öllu leyti. Þýski bankinn WestLB er með ríkistryggingar og það sættir ESB sig ekki við. Annað hvort þarf að loka bankanum eða selja hann til að losa ríkið undan ábyrgð. Það er mjög áhugavert að fylgjast með þeim fréttum hérna í Þýskalandi.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 10:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.