Fjárfestum í framtíðinni og eyðum óvissunni. Möguleikarnir eru nánast ótæmandi!

Verði Icesave frumvarpið samþykkt halda því margir fram að við nútímamenn séum að skuldsetja Íslendinga framtíðarinnar, börnin okkar og barnabörnin. Það kann rétt að vera, en margt bendir þó til að Icesave verði úr sögunni árið 2016, kannski ári síðar, verði frumvarpið samþykkt.

Ef skuldsett er til framtíðar þarf jafnframt að fjárfesta til framtíðar til að skapa tekjur, eða sparnað, fyrir þá sem skuldirnar eiga að bera.

Ísland er ótrúlega auðugt land og getur orðið sjálfbært á ótal sviðum. Að því eigum við að stefna. Sjálfbærni og minni innflutningi. Það kostar fullt af peningum til skamms tíma litið, en við getum ekki leyft okkur að hirða aurana og kasta krónunum. Fjárfestum í arðbærum verkefnum til framtíðar.

Rétt eins og við gerðum þegar við útrýmdum olíutönkum við hvert hús og leiddum jarðhitann í hvert herbergi landsmanna. Næstum því.

Á hvaða sviðum getum við gert þetta?

Við getum framleitt allt eldsneyti á bílana okkar.

Við getum líklega framleitt allt það hveiti sem bakarí og heimili í landinu nota.

Við getum framleitt byggingarefni framtíðarinnar með stóraukinni skógrækt.

Við getum framleitt hverja einustu hitaeiningu sem þjóðin þarf til að nærast.

Við getum orðið stórveldi í orkuframleiðslu til útflutnings og notkunar innanlands í fjölþættri atvinnustarfsemi, erlendum og innlendum aðilum til hagsbóta.

Við getum stóraukið fiskveiðar okkar og aukið hagsæld þjóðarinnar með því og mettað svanga munna um veröldina alla.

Við getum stóraukið útflutning á vatni, sem við eigum nóg af. Í flöskum og gámaskipum, til dæmis í vöruskiptum. Ekki ræktum við kaffi, banana og appelsínur!

Við getum, við getum ..............................

Þetta er auðvitað endalaus listi og lesendur eru hvattir til að koma með hugmyndir.

Eftir nokkra áratugi verður mannkynið 9 milljarðar. Sérfræðingar hafa reiknað út að þá nái jörðin ekki að framleiða nóg til að brauðfæða allan þann fjölda.

Hvað gerist þá? Þegar vaxandi sultur fer að herja á mannkynið?

Í þeirri nöpru staðreynd felast gríðarlegir möguleikar fyrir þjóð eins og okkar.

Hvað skortir umheiminn  þá helst?

Hann skortir hreina orku, matvæli og vatn.

Af öllu þessu eigum við þvílíkar nægtabirgðir að það hálfa væri nóg!

Setjum peninga í framtíðina, framtíðar Íslendingana, börnin okkar, barnabörnin og þeirra börn.

Við eigum fullt af snillingum með frábærar hugmyndir í atvinnulífinu.

Leyfum þeim að blómstra á okkar kostnað, til hagsbóta fyrir framtíðina.

Fyrir framtíð Íslands og annarra landa.

Ekki mun veita af.

Sendum framtíðinni ekki bara reikninga.

Sendum henni líka von.

Sýnum framtíðinni að þrátt fyrir tímabundna erfiðleika, þá eru Íslendingar nútímans frábærir! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ertu ekkert smeikur um að við fáum svo ESB yfir okkur í framhaldinu, eða eru spenntur fyrir því?

Ég er alveg "skíhrædd" við þetta alltsaman.

Bergljót Gunnarsdóttir, 23.2.2011 kl. 22:34

2 Smámynd: Björn Birgisson

Bergljót, ég deili ótta þínum. Svara engu um ESB á þessu stigi. Var færslan þér að skapi?

Björn Birgisson, 23.2.2011 kl. 22:39

3 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Góðir punktar Björn ! eða öllu heldur frábærir punktar, en þetta er ekkert nýtt, þessi tækifæri hafa Íslendingar haft í áratugi, eins og þú nefndir hafa verið gerðir góðir hlutir líka, eins og hitaveitan, vil bæta við landhelginni, þegar Íslendingar riðu á vaðið í óvissu, en varð svo sjálfsagt þjóðréttarmál.

En og ég segi EN sumt af þessu var eyðilagt og annað næstum eyðilagt (kvótakerfið, orkufyrirtæki seld útlendingum ofl ofl) allt í nafni hömlulausrar græðgi og ábyrgðalausra ef ekki bara hreinlega spilltra stjórnvalda, allir fögru draumarnir sem þú telur upp, munu fara sömu leiðina enn og aftur ef ekki verður snúið við blaði og hætt að sleppa "White Collar Criminals" lausum og senda svo reikninginn aftur og aftur til almennings þegar þeir eru búnir að "rúlla" öllu á hliðina og/eða stinga megninu undan, að vísa Icesave til dóms er liður í þeirri stefnubreytingu, það eru fleiri og fleiri að átta sig á, enda eru máttug öfl að baki því að þetta verði samþykkt, svo halda megi "leiknum" áfram.

Hef eins og þú trú á löndum okkar, þó "glýjan" á síðasta áratug hafi verið fullsterk fyrir suma og valdið "rafsuðublindu".

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 23.2.2011 kl. 22:41

4 Smámynd: Björn Birgisson

Þakka þér innlitið, Kristján Hilmarsson, sem stundum fyrr.

Björn Birgisson, 23.2.2011 kl. 22:48

5 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Þetta var einhver besta Útopíuspá sem hugsast getur, mættu allar góðar vættir gefa að þetta rættist alltsaman. Þú ert ekki svo vitlaus Björn. Þetta gerir mann bara, ja, nokkuð minna svartsýnan.

Bergljót Gunnarsdóttir, 23.2.2011 kl. 23:49

6 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Flott færsla Björn. Nú er lag en til þess þarf nýtt fólk í pólítíkina og stjórnsýsluna.

Bergljót: það eina sem við þurfum að óttast erum við sjálf.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 23.2.2011 kl. 23:59

7 Smámynd: Björn Birgisson

Takk Bergljót. Vissulega er ég vitlaus. Reyni bara að láta sem minnst á því bera. Skrifa fátt og fer með veggjum. Þakka þér innlitið!

Björn Birgisson, 24.2.2011 kl. 00:00

8 Smámynd: Björn Birgisson

Þakka þér innlitið og góð orð, Arinbjörn Kúld.

Björn Birgisson, 24.2.2011 kl. 00:01

9 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Arinbjörn: Mikið rétt!

Bergljót Gunnarsdóttir, 24.2.2011 kl. 00:05

10 identicon

Þetta er frábær sýn.

Nú skulum við bara halda vel um okkar og fá sem mest og best út úr þvi fyrir okkur og heimsbyggðina alla. Vera í EES en gleyma ESB.

Hilmar Þór (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 10:17

11 Smámynd: Björn Heiðdal

Tónninn í færslunni bendir til þess að bankamafían hafi náð þér.  Fjárfesta í framtíðinni og borga Icesave og allt hitt?  Ætlar þú að treysta því að erlendir mafíósar og innlendir vinnumenn fjárfesti í framtíð þjóðarinnar.  Ha, ha, bjartur:) 

Ekki ræð ég fleira fólk í vinnu til mín eða fjarfesti með hærri skatta og skyldur á bakinu.  Segir sig sjálft hefði maður haldið?

Björn Heiðdal, 24.2.2011 kl. 12:07

12 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Sammála flestu sem þú segir Björn. Tækifærin bíða okkar.

Til að flýta fyrir þessum draumaríki, þá skulum við byrja á því að hafna ICEsave kröfum og henda núverandi Ríkisstjórn í burtu. 

Við þetta tvennt BLOSSA upp VONIR  okkar til framtíðar.

Eggert Guðmundsson, 24.2.2011 kl. 12:57

13 Smámynd: Björn Birgisson

Hilmar, Björn og Eggert, þakka ykkur innlitin!

Björn Birgisson, 24.2.2011 kl. 14:41

14 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Björn Birgisson, aldrei að svara þegar þú ert nr 13, þá kemur ekkert nema kurteysi á móti einhverju sem mér finnst engin sérstök kurteysi.

Hilmar, góður!

Björn Heiðdal, Þú virkar eins og arfi í vonarglætu okkar hinna.

Eggert, sammála!

Bergljót Gunnarsdóttir, 24.2.2011 kl. 21:57

15 Smámynd: Björn Birgisson

Bergljót, mér hefur alltaf verið ljóst að kurteisi kostar ekkert. Kurteisi er hæfileikinn til að umbera ókurteisi. Þakka þér innlitið!

Björn Birgisson, 24.2.2011 kl. 22:28

16 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Björn

Bergljót Gunnarsdóttir, 24.2.2011 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband