Stjórnlaganefndin hefji störf sem fyrst

Tveir kostir eru til skoðunar. Þeir eru annars vegar að fram fari fram ný kosning til Stjórnlagaþings með sömu frambjóðendum og hins vegar að þeir 25 sem náðu kjöri myndi ráðgefandi hóp sem skili tillögum til Alþingis.

Þetta er engin spurning. Við gerum hinum pólitíska Hæstarétti það ekki til geðs að kjósa aftur. Kosningin er afstaðin og fulltrúarnir 25 eru klárir í slaginn. Þeir eru nákvæmlega jafn ráðgefandi nú og fyrir dóminn heimskulega.

Ekkert annað að gera en að kalla hópinn saman, hella upp á könnuna og hefja starfið!


mbl.is Óákveðið með stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Eigum við að hundsa lögin og fara þannig niður á lægsta planið, til Hæstaréttar? Það er félagsskapur sem mér hugnast ekki.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.2.2011 kl. 10:52

2 Smámynd: Björn Birgisson

Hvaða lög?

Björn Birgisson, 24.2.2011 kl. 11:03

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það hlýtur að vera, eðli máls samkvæmt, að vera á svig við lög að hafa úrskurð Hæstaréttar að engu, þótt rangur sé að einhverra mati.  Í öllum málum eru gagnstæðir pólar, hvor þeirra á að ákveða hvenær dómur Hæstaréttar er "réttur" og hvenær ekki? Ég tel niðurstöðu Hæstaréttar ranga, en ég hef hvorki vald né vilja að hafa hann að engu og þar við situr.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.2.2011 kl. 11:16

4 identicon

Það eru engin lög sem banna Alþingi að skipa 25 manna hóp sem gerir tillögur að stjórnarskrá sem borin verður undir þjóðina. Og það er ekkert sem bannar þá sanngirni að það verði þeir 25 sem voru kosnir til stjórnlagaþings. Ef ekki fæst skýr meirihluti á þingi fyrir því að skipa þessa 25 þá væri mjög gott að gefa þjóðinni færi á að samþykkja eða hafna þessum 25 í kosningu um leið og kosið verður um Icesave-samninginn, sem myndi einfalda málið gagnvart hæstarétti og styrkja niðurstöðu Alþingis ef þjóðin samþykkir. Ef þjóðin samþykkir þessa 25 þá er ekki hægt að draga umboð þeirra í efa.

Garðar Garðarsson (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 12:04

5 identicon

Það er óneitanlega mikill veikleiki við stjórnlagaþing, að Hæstiréttur hefur dæmt kosninguna ólögmæta. Alveg sama þó manni finnist dómurinn vera algjört rugl.

Er ekki best að slá tvær flugur í einu höggi og kjósa um stjórnlagaþing á sama tíma og Icesave?

Þegar Svisslendingar kjósa, þá er kosið um fjölda mála í sömu kosningum. Við hljótum að ráða við tvö mál.

Doddi (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 16:37

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þá er búið að slá nýjar kosningar af og útlit fyrir að þeir sem kosnir voru í ógildu kosningunum verði af Alþingi skipaðir í einhverja grín nefnd sem enginn ætlar að taka mark á. Til þess er kannski leikurinn gerður eftir allt saman. Það er eins og þessari ríkisstjórn sé fyrirmunað að marka sína leið annarstaðar en út í karga-þýfi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.2.2011 kl. 17:01

7 Smámynd: Björn Birgisson

Lausn málsins er mér mjög að skapi. Geri fastlega ráð fyrir að Hæstiréttur fagni henni með kampavíni úr Bermúdaskál!

Björn Birgisson, 24.2.2011 kl. 18:49

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú meinar  Bemmrútaskaál-----hic!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.2.2011 kl. 19:31

9 Smámynd: Björn Birgisson

Björn Birgisson, 24.2.2011 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 602480

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband