Örlög Icesave eru í höndum sjálfstæðismanna

"Gengið verður til þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-lögin laugardaginn 9. apríl næst komandi. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra greindi frá þessu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun."

Þá er það á hreinu. Kannanir benda til þess að meirihluti kjósenda ætli að styðja Icesave samninginn, enginn þó með glöðu geði. Það liggur í hlutarins eðli og hreinlega ótuktarlegt að halda öðru fram, eins og sumir gera.

Mín tilfinning er sú að það verði stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins sem ráði úrslitum þann 9. apríl. Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar munu margir segja já. Alls ekki allir. Flestir framsóknarmenn munu segja nei. Meirihluti sjálfstæðismanna mun segja já.

Spurningin er þá þessi: Hvað verður sá meirihluti stór?

Hversu margir munu fylgja foringja sínum?

Það er ágætlega við hæfi að örlög Icesave séu í höndum sjálfstæðismanna.


mbl.is Kosið 9. apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Við verðum að gera okkur grein fyrir því að kröfuhafar í þrotabú gömlu bankana sem eru öll helstu fjármálafyrirtæki heims eru nú með í gangi málaferli sem ætlað er að hnekkja neyðarlögunum.

Færustu lögspekingar heims vinna nú að því að fá neyðarlögunum hnekkt. Verði neyðarlögunum hnekkt þá eignast þessir kröfuhafar þrotabúið. Verðmæti þess er um 1.200 milljarðar. Þessir aðilar munu ekki gefa þessa 1.200 milljarða eftir baráttulaust.

Verði neyðarlögunum hnekkt fyrir dómi þá verða innistæður ekki lengur forgangakröfur í þrotabúum bankana.

Það þýðir að við getum ekki notað eignir þrotabús Landsbankans til að greiða Icesave.

Ef við samþykkjum ríkisábyrgð á Icesave og neyðarlögunum verður hnekkt og við fáum ekki krónu úr þrotabúi Landsbankans upp í Icesasve þá þarf ríkissjóður samt að borga þessar 1.200 ma.

Þess vegna hafa Bretar og Hollendingar sótt það svo fast að fá þessa ríkisábyrgð. Þeir óttast að neyðarlögunum verði hnekkt og ef það gerist þá verður að vera ríkisábyrgð á Icesave þannig að við neyðumst til að taka fé úr ríkissjóði til að borga Icesave.

Verði neyðarlögunum hnekkt þá falla 1.200 milljarðar á ríkisjóð.

Þess vegna má ekki samþykkja Icesave.

Það má ekki veita þessa ríkisábyrgð.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 25.2.2011 kl. 14:57

2 identicon

Það er miklu meiri áhætta að samþykkja ekki. Líklegt er að þá fáum við á okkur dóm, enda þegar búið að gefa út álit í þá áttina.

Áhættan sem Friðrik nefnir bætist einnig við í því tilfelli, en þá höfum við engan samning í höndunum, sem kveður á um hámark á greiðslum.

Doddi (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 15:29

3 Smámynd: Björn Birgisson

Getur maður ekki krossað bæði við JÁ og NEI?

Björn Birgisson, 25.2.2011 kl. 17:17

4 identicon

Farið inná textavarp sjónvarpsins,en þar er yfirlýsing frá Íslenskum dómara hja EFTA dómstólnum,Skúli Magnússon heitir hann lesið það sem hann hefur fram að færa.  hræðsluáróðurinn þarf að hætta lesið bara um þetta á textavarpinu.

Númi (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 22:31

5 Smámynd: Björn Birgisson

Númi, aldrei dytti mér í hug að fara inn á vef RÚV, sem er ekkert annað en málpípa stjórnvalda í landinu og hefur reyndar alltaf verið, enda rekin af þeim. Börnum er tamt að tala vel um foreldra sína, alla vega fram að fimmtán ára aldri. Þá tekur stundum nýr tónn yfir. Hvað er stjórnin búin að sitja lengi?

Björn Birgisson, 25.2.2011 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband