25.3.2011 | 13:49
Stjórnvöld sjái um hlutlausa kynningu
"Samtökin Samstaða þjóðar gegn Icesave hafa sent formönnum þingflokka á Alþingi bréf þar sem skorað er á þá að beita sér fyrir því að já- og nei-hreyfingum verði gert kleift að senda kynningarefni á öll heimili."
Ríkið á að beita sér fyrir hlutlausri kynningu á þessu máli á kostnað almennings eðlilega. Ríkið hefur aðgang að fjölmörgu góðu fólki, í ýmsum stofnunum, sem ýmist styður frumvarpið eða alls ekki.
Frjáls félagasambönd úti í bæ geta líka látið útbúa kynningarefni til dreifingar, ef þau kjósa svo, en þá alfarið á sinn kostnað.
Það hálfur mánuður til stefnu.
Ég er viss um að Mogga Davíð og Ingvi Hrafn á ÍNN gefa Nei sinnum örugglega svo góðan afslátt af NEI-auglýsingum í sínum miðlum - að þeir þurfi ekkert að borga!
Ætli Samstaða þjóðar gegn Icesave sé ekki búin að fatta þetta?
Vilja fá að gera kynningarefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ríkið er sá aðili sem talar fyrir því að lögin haldi gildi sínu, en er ekki hlutlaus aðili.
Axel Þór Kolbeinsson, 25.3.2011 kl. 14:42
Ríkisvaldið er ekki hlutlaus aðili í þessu máli, Björn!
Helgi Áss Grétarsson, sérfræðingurinn í Lagastofnun er það ekki heldur, það kemur margfaldlega fram í þessari grein: Var nokkurt samráð haft við andstæðinga Icesave-III? – og um Helga Áss og Lagastofnun!
ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE, 25.3.2011 kl. 15:09
Ég sagði: Ríkið á að beita sér fyrir hlutlausri kynningu á þessu máli á kostnað almennings eðlilega. Ríkið hefur aðgang að fjölmörgu góðu fólki, í ýmsum stofnunum, sem ýmist styður frumvarpið eða alls ekki.
Björn Birgisson, 25.3.2011 kl. 15:24
Ertu þá ekki að leggja til, að ríkið hætti við að fela Lagastofnun þessa kynningu?
ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE, 25.3.2011 kl. 15:32
Er möguleiki að já sinnar fái fé frá útlöndum sem er ekki gagnsætt og upp á borðum?
Sigurður I B Guðmundsson, 25.3.2011 kl. 15:41
Hvernig borguðu þeir jámenn hátt í heilsíðuauglýsingu í Fréttatímanum í dag?
Þjóðarheiður og Samstaða hafa ekki verið með neinar slíkar auglýsingar, og Þjóðarheiður hefur engar tekjur, allt unnið í sjálfboðavinnu frá því að samtökin voru stofnuð í febrúar á liðnu ári. Það er ekki lítið sem hefur safnazt upp þar af heimildaefni um Icesave-málið!
ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE, 25.3.2011 kl. 15:50
Það mætti kannski bjóða þér Björn að lesa áskorunina sjálfa, svo þú skiljir betur hvað við erum að fara. Fréttin útskýrir þetta ekki næginlega vel.
Axel Þór Kolbeinsson, 25.3.2011 kl. 16:33
Það er til lítils að spyrja mig um hver greiðir hvað í þessu ati. Eða um fjármagn erlendis frá. Ekki stendur nú á samsæriskenningunum! Jón Valur, ef Lagastofnun getur staðið faglega að kynningu er það í góðu lagi mín vegna.
Svo held ég að þörfin fyrir svona kynningu sé stórlega ofmetin. Lang flestir eru búnir að gera upp hug sinn. Það er ekki svo að ekkert hafi verið sagt eða skrifað um þetta mál!
PS. Jón Valur, það er lágmark að þú setjir stafina þína við athugasemdir sem þú gerir í nafni samtakanna þinna.
Björn Birgisson, 25.3.2011 kl. 16:36
Takk fyrir þetta, Axel Þór.
Björn Birgisson, 25.3.2011 kl. 16:38
Áfram-hópurinn var að láta gera áhugaverða skoðanakönnun. Samkvæmt henni eru 22,4% enn óákveðnir.
Axel Þór Kolbeinsson, 25.3.2011 kl. 17:52
Þá eru 77,6% búin að taka afstöðu. Það er hátt hlutfall. Hvað var þetta fjölmenn könnun?
Björn Birgisson, 25.3.2011 kl. 17:55
"56% ætla líklega eða örugglega að samþykkja lögin um Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl, en 44% hyggjast kjósa gegn lögunum."
Óákveðnir sjálfstæðismenn munu flestir fylgja foringja sínum.
JÁIÐ vinnur að öllum líkindum miðað við þessa könnun.
Björn Birgisson, 25.3.2011 kl. 17:59
716 tóku afstöðu. Óákveðin/n er afstaða. Dreifing svara eftir búsetu, menntun, tekjum og stuðningi við stjórnmálaflokka er svipuð og í könnunum um ESB-aðild, fyrir utan svör þeirra sem styðja Sjálfstæðisflokkinn.
Axel Þór Kolbeinsson, 25.3.2011 kl. 18:03
Þá dugar ekki að segja: Guð blessi Ísland heldur þarf að bæta við: Guð blessi Íslendinga!!
Sigurður I B Guðmundsson, 25.3.2011 kl. 18:05
Jæja er þá Jón okkar Valur farin að skrifa nafnlaust, eða kannski hefur hann alltaf gert það, látið nægja að vera ip-tala þegar það hefur hentað, mig grunar það sterklega.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.3.2011 kl. 18:20
Mikið pirrar það mig þegar menn skrifa á bloggið nafnlaust. Spurning hvort ekki eigi að banna það? Tek bara mark á þeim sem birta nafn og helst mynd.
Sigurður I B Guðmundsson, 25.3.2011 kl. 18:29
Svo eru sumir alltaf að skipta um mynd af sér. Tekur mann nokkrar vikur að kynnast þeim upp á nýtt. Óþolandi!
Björn Birgisson, 25.3.2011 kl. 18:54
Er að undir búa í samvinnu við lögmenn mína kæru ef gefnir verða út bæklingar,vil eingöngu að stjórnvöld gefi ú hvatningarbæklin NEI ICESAVE.
SKERUM ÞETTA NIÐUR Í RENNIBEKK
Þorgrímur S þorgrímsson (IP-tala skráð) 25.3.2011 kl. 19:29
Gálgahúmor, er ekkert verri en hver annar húmor. Þarna (#18) birtist einn galli bloggsins. Menn geta kallað sig hvað sem er og villt á sér heimildir. Nú eða ekki.
Allt mitt á þessu bloggi er undir fullu nafni og sérlega fallegri mynd. Væri ég hér nafnlaus er öldungis óvíst að ég væri það kurteisa orðprúða prúðmenni sem ég er og gestir mínir til þriggja ára þekkja!
Björn Birgisson, 25.3.2011 kl. 19:37
http://wonderwoman.blog.is/blog/wonderwoman/entry/1153581/
Hér hef ég sett inn samningana á Íslensku og lögin. Þeir sem segja já við þessum ögurmálum ættu að kvitta undir atkvæði sitt á kjörseðli og gefa upp bankanúmer.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 25.3.2011 kl. 23:24
1193 - 26 - 222.
Öll innlegg vel þegin, sé þeim í hóf stillt.
Björn Birgisson, 25.3.2011 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.