25.3.2011 | 18:44
Bara burst! Ekkert 14-2 þó!
"56% ætla líklega eða örugglega að samþykkja lögin um Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl, en 44% hyggjast kjósa gegn lögunum."
Þetta er mikill munur og hann á aðeins eftir að aukast þegar óákveðnir sjálfstæðismenn ákveða að fylga foringja sínum, enda hafa sjálfstæðismenn alltaf verið forustuhollustu kjósendur landsins. Ég hef stundum líkt þeim við maura, en það er bara andstyggilegt af mér og ég ætla alveg að hætta því!
Tek mér alla vega maurabindindi út þetta ár!
Ég sem var að vona að þetta yrði spennandi kosning, sem endaði kannski í jafntefli og vítaspyrnukeppni! Með Jón Val Jensson í markinu og Jóhönnu í stuttbuxum og takkaskóm á punktinum!
Mér leiðast ójafnar viðureignir.
Segi því NEI þann 9. apríl til að hleypa fjöri í leikinn!
56% segja ætla að styðja lögin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er ekki seinni hálfleikur eftir, lokakaflinn sem öllu máli skiptir?
Sigurður I B Guðmundsson, 25.3.2011 kl. 19:02
Björn - nei ég ætla ekki að fylgja Bjarna í þessu máli
Óðinn Þórisson, 25.3.2011 kl. 19:17
Konur eru óákveðnar en vilja öryggi fremur en einangrun. Framsóknarmenn vilja sérstöðu, á því þrífast þeir en eru ekki fjölmennir. Þá sitja margir heima. Tvísýnt um úrslit? Er ekki best að spá. Þetta er ekki stórpólitískt mál og vorblærinn á næsta leiti. Enginn tími fyrir bölsýni með hækkandi sól. Meir að segja 15 svanir komnir í hlaðið hjá mér í þessum rituðum orðum. Táknrænt.
Sigurður Antonsson, 25.3.2011 kl. 19:33
Sigurður! "Enginn tími fyrir bölsýni með hækkandi sól."
Nákvæmlega. Hvar er hlaðið þitt með þessum fallegu gestum?
Björn Birgisson, 25.3.2011 kl. 19:50
Björn, ég segi NEI og það stafar af heilbrigðri skynsemi en ekki fylgispekt við einhverja stjórnmálaforingja.
Svo ætla ég að gerast svo frek að biðla til þín um bloggvináttu; ég vona að kynjahallinn sé mér hagstæður... :)
Kolbrún Hilmars, 25.3.2011 kl. 20:01
Þeim tók að fjölga þegar fór að harðna á dalnum í Reykjavík. Nú synda þeir út voginn í logninu á móts við kvöldroðann.
Sigurður Antonsson, 25.3.2011 kl. 20:06
"Svo ætla ég að gerast svo frek ......." Frek? Af hverju ekki djörf? Takk fyrir boðið Kolbrún mín, þú fylgir mér þá síðasta sprettinn á þessu bloggi! Nú er karlinn farinn að nota Facebook!
Björn Birgisson, 25.3.2011 kl. 20:07
Sigurður, hvar er öll þessi fegurð? Út með það. Núna!
Björn Birgisson, 25.3.2011 kl. 20:09
Takk fyrir Björn.
Annars stenst ég ekki mátið, að taka undir með Sigurði. Hann hefur greinilega hreppt stórfyglin á meðan ég hafði hinar smávöxnu sólskríkjur í fæði síðustu vikurnar. En nú eru þær líka að hverfa - með hækkandi sól og vænni fuglahögum, vona ég. :)
Kolbrún Hilmars, 25.3.2011 kl. 20:15
Það er vor í mínum gestum. Frábært! Fyrir mörgum árum fór ég í litgreiningu til Heiðars. Hann sagði að ég væri vor með haustívafi, með smá dassi af sumri, en ætti að liggja í dvala eins og nafnar mínir allan veturinn!
Björn Birgisson, 25.3.2011 kl. 20:33
Björn, þú ágæti "Já" maður, hvað með alla þá tuttugu og eitthvað prósent sem eru óákveðnir, þeir eiga enn eftir að sjá kynningu á þessu í raun!!!
Gudmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 26.3.2011 kl. 00:02
Guðmundur, þessi tuttugu og eitthvað % eru flokksbræður og systur þínar! Munurinn mun bara aukast NEI fólkinu í óhag.
Hvað sagði ég: "Segi því NEI þann 9. apríl til að hleypa fjöri í leikinn!"
Ef þú dregur orð mín niður á soll og stall frjálshyggjunnar, þar sem lygin er dýrð og svikin eru dáðir dusilmenna, er þér hollara að halda þig frá þessari síðu, minn kæri, engu að síður.
Björn Birgisson, 26.3.2011 kl. 00:19
Björn, eigi vil ég valdur verða að þvi að gera góðann menn reiðann! eins og mér virðist þú vera og alls ekki langar mig til þess að halda mér frá þessari "kannski bestu bloggsíðu" á MBL,. en ef það er vilji míns kæra vinar að ég haldi mig frá henni, mun ég að sjálfsögðu virða það. Tel mig reyndar ekki hafa verðskuldaðan reiði þinnar ágæti Björn með bloggi mínu hér að ofan !!!
Guðmundur Júlíusson, 26.3.2011 kl. 00:45
Guðmundur Júlíusson, 26.3.2011 kl. 01:16
Takk fyrir góð orð, Guðmundur minn Júlíusson. Þú ert góður drengur og alltaf velkominn á mína síðu. Það veistu ofurvel. Fyrirgefðu hvað ég var seinn til svarsins.
Var í eldhúsinu að brytja lambakjöt í Veiðimannarétt (ítalskan) fyrir næstu viku. Læt alltaf lambakjöt standa 5-7 daga í ísskáp fyrir eldun.
Svo er ekkert "kannski" í þessum kortum. Bara pottþétt!
Björn Birgisson, 26.3.2011 kl. 01:54
Sæll Björn velkomin í hóp lýðræðissinna og íslandsvina og Óðinn flott hjá þér.
Sigurður Haraldsson, 26.3.2011 kl. 06:50
Heyrðu? Ætlarðu að segja NEI.ERtu nokkuð að grínast? Nú er ég Kátur.Vissi líka að Skagfirðingar og vestfirðingar ættu sitthvað sameiginlegt.En á netinu er staðan 3500:1200 Íslendingum(NEI sinnum) í vil.Við verðum bara jákvæðir við NEI-sinnar í seinni hálfleik og völtum yfir Danina.
josef ásmundsson (IP-tala skráð) 26.3.2011 kl. 21:17
Danir eru 18 sinnum betri en við í fótbolta! En þeir eru líka 800 sinnum verri en við í að segja Rrrrrrrrrr. Þurfa þess kannski ekki. Segja bara Sove hos mig? Sleppa alltaf R orðinu.
Björn Birgisson, 26.3.2011 kl. 21:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.