Er ekki rétt að boða Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson til fundar með Utanríkismálanefnd?

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra tekur undir með Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra og formanni VG, að Vinstri grænir styðji ekki þá ákvörðun að NATO taki við stjórn aðgerða í Líbýu.

Liggur einhver samþykkt fyrir um þetta hjá VG? Hvar og hvenær var hún þá gerð?

Ögmundur segir sér ekki hafa verið kunnugt um að fulltrúi Íslands innan NATO myndi samþykkja þá ákvörðun að bandalagið tæki að sér stjórnun aðgerða í Líbýu.

Utanríkismálanefnd Alþingis hefur verið boðuð til fundar kl. 20:30 í kvöld þar sem málefni Líbýu verða rædd og aðkoma NATO í aðgerðum þar.

Er ekki rétt að boða Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson til þess fundar?

Þar fara reyndir menn í svona málum.


mbl.is Verið að grafa undan vægi SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er Ögmundi að batna, bara farinn að taka undir með Steingrími?

Maður spyr sig.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 28.3.2011 kl. 18:33

2 Smámynd: Björn Birgisson

Kannski versna?

Björn Birgisson, 28.3.2011 kl. 19:00

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það er arfaslök afsökun af formanni VG að halda því fram að Færeyjar séu utan sambands. Nær hefði verið að hann hefði einfaldlega sagt "ég var ekki spurður álits".

Að öðru leyti sýnist mér sagan endurtaka sig; utanríkisráðherrar taka sér það Bessaleyfi fyrir hönd ríkisstjórnar, þjóðar og þings að gefa grænt ljós á hernaðaraðgerðir erlendra yfirvalda.

Þáverandi forsætis, Davíð, stóð með sínum utanríkis í den, hvað segir núverandi forsætis?

Kolbrún Hilmars, 28.3.2011 kl. 19:49

4 identicon

Ekki hægt að kalla það bessaleyfi þar sem stjórnarskráin heimilar að svo sé gert. Hitt er annað mál, hvort menn greini á um ágæti ákvarðana að þessu leiti....

Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 28.3.2011 kl. 19:57

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þú segir nokkuð, Hrafn. Ertu þá að vísa til 14. greinarinnar?

Kolbrún Hilmars, 28.3.2011 kl. 20:19

6 identicon

Kolbrún, um árið tók Davíð ákvörðunina einn og lét svo Halldór vita um orðinn hlut. Það var Halldór sem stóð með sínum forsætis þá. Ekki að það skipti þó öllu máli.

Sigurður E. Vilhelmsson (IP-tala skráð) 28.3.2011 kl. 20:29

7 identicon

og nú tók Össur hrunkarl ákvörðun einn og lét Steingrím ekki vita. Kommarnir skýla sér bak við Dabba og Dóra, gott að eiga þá að þegar erfiðleikar steðja að

Fa (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 07:48

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Síðbúinn viðauki - en spurningu minni hefur verið svarað. Núverandi forsætis lýsir yfir stuðningi við sinn utanríkis.

Eins og kaninn segir: "It´s all over - bar the shouting"! :)

Kolbrún Hilmars, 29.3.2011 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband