28.3.2011 | 20:16
Eru Sjallar með eða á móti afskiptum NATO í Líbýu?
"Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagðist telja mikilvægt að utanríkismálanefnd þingsins komi saman hið fyrsta í ljósi þess að formaður annars stjórnarflokksins hafi upplýst að hann hafi engar upplýsingar um það hvernig staðið var að ráðstöfun atkvæðis Íslendinga í Norður-Atlantshafsráðinu."
Já, sæll Bjarni minn!
Sjálfur gleymdi Bjarni Benediktsson algjöru lykilatriði við uppsetningu þessa leikverks síns. Hann gleymdi algjörlega að lýsa afstöðu síns flokks til málsins!
Eru Sjallar með eða á móti afskiptum NATO í Líbýu?
Sagði Bjarni að það sætti mikilli furðu að málið hefði ekki verið rætt í ríkisstjórn. Já, vissulega sætir það furðu, rétt eins og þegar Íslendingum var slengt út í Íraksstríðið um árið án allrar umræðu. Utan kannski eins símtals milli Davíðs og Halldórs.
En hver er afstaða Sjalla til málsins?
Hún hlýtur að vera í takt við afstöðu fyrrverandi formanns flokksins til Íraksmálsins.
Vorum ekki spurð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.