Gaman hjá honum bráðungum manninum að fá níræða kerlingu í framhaldslífinu!

Trúmál yfirleitt eru mér framandi heimur og oft og tíðum heimur sem veldur mér hneykslan. Ég get til dæmis nákvæmlega ekkert jákvætt séð við Islam, trúarbrögð muslima. Hreint ekki nokkurn skapaðan hlut. Finnst reyndar sem óþverri og mannvonska hafi þar alla yfirhönd.

Ætli fræðimönnum á sviði trúmála og stjórnmála muni ekki reynast það létt verk að tengja saman Islam og þá ógnaröld sem nú ríkir í norðanverðri Afríku? Muslimar þekkja ekki lýðræði og jafnrétti kynjanna. Islam gerir ekkert í að hjálpa þeim í þeim efnum. Hreint ekki. En skítt með það í bili.

Fjölmargir kristnir trúa á framhaldslíf.

Allir vita að meðalmannsævin er 70 til 80 ár. Svo deyr fólkið drottni sínum, útfararstjórum, klerkum og kórum til tekna, en aðstandendum til tára, söknuðar og útgjalda. Svo læknar tíminn flest sár.

Það kostar víst um eina milljón að deyja almennilega á Íslandi í dag.

Þegar maki er löngu farinn og eftirlifandi andast er oft sagt:

Nú hittast þau loksins!

Skoðum það aðeins.

Flugmaður ferst 35 ára við störf sín. Tekur sitt síðasta flug til himna með fullum réttindum. Ekkjan deyr í hárri elli, níræð.

Svo hittast þau.

Gaman hjá honum bráðungum manninum að fá níræða kerlingu í framhaldslífinu!

Þetta gengur engan veginn upp.

Sá ungi hlýtur að vera kominn með nýja dömu og sú gamla hlýtur að fara lóðbeint á elliheimili himnanna. Ef ekki, gengur framhaldslífið alls ekki upp!

Annað.

Ef fólk lifir hér á jörð í 70-80 ár, hvað lifir það lengi í framhaldslífinu?

Til eilífðar?

Af hverju má ekki dauðinn vera bara dauði?

Endapunktur lífsins, sem hann auðvitað er.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

There is in every village a torch - the teacher:

and an extinguisher - the clergyman.

Victor Hugo

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.4.2011 kl. 20:33

2 Smámynd: Björn Birgisson

Takk Haukur, viltu tjá þig eitthvað nánar um þetta?

Björn Birgisson, 2.4.2011 kl. 20:40

3 identicon

Já, Björn, það er kannski ekki sanngjarnt að setja á prent svona tilvitnun. En hún er frá Victor Hugo, sem þó átti sinn ágæta “clergyman”, Myriel biskup, sem gaf Jean Valjean kertastjakana, sem hann hafð stolið (“Les Miserables”). En Victor Hugo vill meina að það sé kennarinn, sem haldi á lofti kyndil menntunnar, en að það

sé presturinn, sem slekkur þann eld. En eins og ég sagði, svona alhæfingar eiga ekki rétt á sér.  

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.4.2011 kl. 21:07

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Minn kæri bloggvinur. Veistu ekki hvernig þetta virkar?  Hér kemur mín kenning sem ég hef ótal "hint" um að sé rétt.

Þegar maður deyr úr þessu lífi rennur æviskeiðið eins og myndband í gegnum hugann og þá velur maður sér þann stað sem hann var hamingjusamastur og það verður birtingarmyndin í næsta lífi og þar byrjar hann.

Þeir sem deyja ungir hafa náð þeim þroska sem þarf til að komast áfram

Það eru nánast engar líkur á að maður fari á " elliheimili himnaríkis" því maður er ekki hamingjusamastur um nírætt. Allir finna sér nýjan maka og þegar "gamli" mætir í himnaríki finnst honum það hið eðlilegasta mál og finnur sér annan lífsförunaut.

Í framhaldslífinu ræðst það af þroskahraða viðkomandi hvað hann er langan tíma þar, alveg eins og í þessu lífi. Tíminn er þó langoftast styttri en í þessu lífi,  þ,e, allt annað tímaviðmið.

Í framhaldslífinu sjá hinir framliðnu okkur þó við sjáum þá ekki ( yfirleitt ).

Svo þú getur hætt að hugsa um helvíti og væntanlegt pláss þar minn kæri... það er ekkert helvíti til nema á jörðu niðri

Skemmtileg færsla hjá þér eins og oft áður kveðja Kolla  

Kolbrún Stefánsdóttir, 2.4.2011 kl. 21:34

5 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þú ert gamansamur í dag. Hvert "gull"bloggið eftir öðru!!

Sigurður I B Guðmundsson, 2.4.2011 kl. 22:05

6 identicon

Vá, var að lesa Curriculum Vitae Kollu. Dugleg stúlka. Einnig pilot. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.4.2011 kl. 22:06

7 Smámynd: Björn Birgisson

Elsku vinir, innlegg ykkar eru mér gjörsamlega ómetanleg. Nú þarf ég ekki að taka nein bætiefni á morgun!

Kolla, Haukur, Sigurður, ástarþakkir!

PS. Set eitt blogg inn í kvöld. Fegurð þess felst öll í ljótleikanum!

Björn Birgisson, 2.4.2011 kl. 22:17

8 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þetta var ágæt hjá þér Björn,  ég hef löngum verið meðmæltur algeru trúfrelsi en er mjög efins orðin vegna múslímanna.  Þeir eru svo andskoti mandrápsglaðir og hinir sem standa hjá fordæma morðingjana ekki einu sinni.   En auðvita er líka til hið vænsta fólk  sem aðhyllist Íslam og segir fussum svei við morðum en svo ekkert meira.

Hrólfur Þ Hraundal, 2.4.2011 kl. 22:48

9 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Takk Haukur einkum fyrir kommentið dugleg "stelpa"  en ég er og verð alltaf síldarstúlka  

Kolbrún Stefánsdóttir, 2.4.2011 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband