Kærur vegna kosninganna vandlega undirbúnar með hátæknibúnaði

Nú er undirbúningurinn að kærum vegna kosninganna á laugardaginn kominn vel á veg samkvæmt áreiðanlegum heimildum BB Frétta, sem eins og fyrri daginn vilja ekki láta nafna sinna getið. Bæði liðin eru að verða klár með sitt.

Sending af örmyndavélum mun hafa komið til landsins með flugi í gær í tveimur kössum. Annar fyrir JÁ liðið. Hinn fyrir NEI liðið.

Skemmtileg tilviljun að kassarnir komu með sömu flugvélinni, frá London, en samkvæmt heimildum BB Frétta í Leifsstöð mun annar hafa verið með enskum áletrunum, en hinn með einhverju óskiljanlegu rússnesku hrafnasparki, sem enginn hlaðmannanna skildi, en gegnumlýsing kassanna mun hafa sannfært starfsmennina um innihald þeirra.

Þrátt fyrir ítarlega eftirgrennslan hefur BB Fréttum ekki tekist að komast að því hvar örmyndavélarnar verða settar upp, en miðillinn hvetur kjósendur til að líta afar vel í kringum sig í kjörklefanum á laugardaginn. Hvar sem er á landinu.

Einn heimildamanna BB Frétta hefur staðfest að fjórir erlendir sérfræðingar séu komnir til landsins til aðstoðar við uppsetningu búnaðarins og munu þrír þeirra vera breskir, en ekki er vitað um þjóðerni þess fjórða. Hann mun ekki hafa verið á tréklossum, en verið með einhverja bæklinga á sér frá AGS að sögn tollvarða.

Ef árvökulir kjósendur reka ekki augun í tækin í tæka tíð er fullvíst að kosningin verður kærð til Hæstaréttar.

Hvernig sem fer.

Mundu að hafa augun opin á laugardaginn í kjörklefanum!

Kannski verður þú í mynd og atkvæðið þitt líka!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ef BB Fréttir vantar starfsmann í Reykjavík láttu mig þá vita. Bý rétt hjá "sérstökum" og get þess vegna komið með nýjar fréttir þaðan með mjög stuttum fyrirvara ef ég fæ góðan kíki.

Sigurður I B Guðmundsson, 6.4.2011 kl. 19:02

2 Smámynd: Björn Birgisson

Ráðinn. Sendi þér kíki og öflugan hljóðnema. Þú byrjar á að ráða þig sem gluggaþvottamann hjá Sérstökum!

Björn Birgisson, 6.4.2011 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband