Það er alveg 17.900 króna virði að kaupa sig frá þessari óværu!

Ég var 17 ára þegar sjónvarpið tók að sjást á Ísafirði og hafði lifað ágætu lífi til þess tíma. Með villiköttum, skipasmiðum, slátrurum, fáeinum vinum, en aðallega með sjálfum mér.

Reyndar var yfirleittt svo mikið að gera að dagurinn dugði ekki, þótt hann væri teygður til miðnættis eða lengur.

Hægt og bítandi tók sjónvarpið yfir.

Maður hætti að lesa bækur, hætti ýmsu. Fór bara að glápa.

Nú er Sjónvarpið blessunarlega svo lélegt að varla er horfandi á neitt. Bóklestur er nú í hávegum hafður, sem og skrif á Facebook.

Það er alveg 17.900 króna virði að kaupa sig frá þessari óværu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Algerlega sammála þér í öllu nema þessu með Fésbókina, hún sú versta af  öllum bókum, og eru þær margar.

Guðmundur Júlíusson, 18.9.2011 kl. 01:28

2 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur, forðum daga ritaði ég margt hér á Moggabloggi. Fátt eitt nú. Nú fer öll mín þjóðfélagsumræða fram á Facebook. Var hér virkur í þrjú ár, mörgum til ama og leiðinda, en kem nú aðeins í heimsókn sem óvelkominn gestur á óvinalandi. Þú ert alltaf flottur! Mér þykir vænt um þig! 

Björn Birgisson, 18.9.2011 kl. 01:51

3 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

takk kæri vin, sömuleiðis. skil þó ekki hvað heillar við Facebook, eintómt kjaftæði um alls ekki neitt, (hæ er að borða sé þig á eftir, ) ( vá, var að horfa á æðislega flott sjó áðan, megaflott) (hæ, er svo saddur að ég er að drepast ma! )

Guðmundur Júlíusson, 18.9.2011 kl. 02:12

4 Smámynd: Björn Birgisson

Síðan mín á FB er ekkert í anda þess sem þú lýsir. Þúsundir heimsækja mig daglega, fjölmargir heiðra mig með athugasemdum og vinir (traustir) eru að nálgast 1000. Ekki ástæða til að gera lítið úr því!

Björn Birgisson, 18.9.2011 kl. 02:36

5 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Enda ekki að því, er að lýsa því sem ég hef upplifað á minni eigin FB siðu, sem ég  lokaði hið snarasta er ég sá hvert stefndi!!

Guðmundur Júlíusson, 18.9.2011 kl. 03:25

6 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Ef ég nenni, hvernig kemst ég á síiðuna þína??

Guðmundur Júlíusson, 18.9.2011 kl. 03:30

7 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Þið tveir furðufuglar, vakið þið á nóttunni þegar aðrir sofa?

Aðalsteinn Agnarsson, 18.9.2011 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband