Framsókn með skemmtiatriði aldarinnar?

Geðveik skemmtun á aðventunni!

Alltaf leggst nú eitthvað til, til að gleðja hjörtun og kitla hláturtaugarnar, sem er einstaklega vel þegið á þessum krepputímum!

Smalar smöluðu sauðum sínum á tvöfalt kjördæmisþing Framsóknar í Kraganum í dag.

Mundu bara að þú átt að kjósa mig! Þú þarft ekki að gera neitt annað!

Svo var kosið um fyrsta sætið. Willum fékk 152 atkvæði. Eygló fékk 147 atkvæði. Una fékk 25 atkvæði. Alls eru þetta 324 greidd atkvæði.

Að þeirri niðurstöðu fenginni hélt hluti sauðahjarðar Willums út í lífið, til innkaupa jólagjafa, eða bara til að leika jólasveina!

En það þurfti að kjósa aftur vegna 50% reglunnar, sem alfarið fór framhjá hluta sauðahjarðar Willums!

Þá hlaut Eygló 158 atkvæði. Willum fékk 136. Atkvæði alls voru 294, eða 30 færri en í fyrri umferðinni!

Eygló vann með 22ja atkvæða mun!

Aldrei fyrr í stjórnmálasögunni hefur nokkuð öruggt þingsæti tapast vegna jólagjafa innkaupa í Kringlunni eða jólasveinaleikja!

Ef þetta er ekki brandari ársins, hver skyldi hann þá vera?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 602481

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband