Furðuleg framkoma Jóns Bjarnasonar

Furðulegt að sitjandi þingmaður skuli draga að tilkynna að hann hyggist hætta þingmennsku fram yfir framboðsfrest til forvals í kjördæminu sínu. Það er hreint og beint óheiðarlegt gagnvart öðrum frambjóðendum, eða hugsanlegum frambjóðendum. Það má öllum vera ljóst að tímasetningin á yfirlýsingu Jóns Bjarnasonar er engin tilviljun.
mbl.is Jón fer ekki í framboð fyrir VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, er þetta ekki illmenni, þessi Jón Bjarnason? Hann deilir ekki sömu skoðunum á mönnum og málefnum og þú sjálfur og er þar af leiðandi rætið illmenni sem ætti bara helst að svipta málfrelsinu og koma úr pólítískri umferð? Er það ekki svo sem þú hugsar? Þetta er óhlýðinn og ódæll maður sem situr ekki og stendur sem hundur eftir skipunum frá Samfylkingunni! Þvílík svívirða!

byrjar gjammið (IP-tala skráð) 8.1.2013 kl. 11:14

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jón Bjarnason hnýtir sína bagga ekki sömu hnútum og vel flestir. Hann samþykkti stjórnarsáttmálann, tók að sér ráðherraembætti og gerðist þannig einn af framkvæmdastjórum við þann sama stjórnarsáttmála.

En þegar Jóni best hentaði, vildi hann ekkert við stjórnarsáttmálann kannast og réri hvað hann gat í öndverða stefnu. Fyrir þetta er hann lofaður í hástert af ákveðnum hópi manna. Ætli þeir myndu sjálfir vilja gera samning við þennan garp eða eiga allt sitt undir orðheldni og áræðanleik Jóns Bjarnasonar?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.1.2013 kl. 12:05

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Sumir eru það lágreistir í eðli sínu að þeir reyna að draga sem flesta niður með sér í sínum persónulegu skipbrotum.

Jón Bjarna og Ögmundur Jónasson hafa verið sannkallaðir dragbítar á flokknum og stjórnarsamstarfinu.

hilmar jónsson, 8.1.2013 kl. 12:11

4 identicon

Jón Bjarna hefur alltaf virkað á mann sem "one trick pony", að vera á móti ESB í einu og öllu og reyna að flækjast sem mest fyrir á þeim vetvangi. Að öðru leyti hefur framlag hans lítið sem ekkert sett mark sitt með jákvæðum hætti á uppbyggingu landsins eftir hrun.

Vekur upp spurningar hverra erinda Jón Bjarna hafi í raun gengið á hinu háa Alþingi.

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 8.1.2013 kl. 12:11

5 identicon

Er þetta ekki metfjöldi sem hefur kvatt einn stjórnmálaflokk á einu kjörtímabili?

axel (IP-tala skráð) 8.1.2013 kl. 13:32

6 identicon

 Vælukjóar!

Örn (IP-tala skráð) 8.1.2013 kl. 15:38

7 Smámynd: Guðmundur Björn

Hvað segirðu....er framkoman bara furðuleg? ;-)

Guðmundur Björn, 8.1.2013 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband