Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn

Nokkur orð um styrjaldir og hryðjuverk.

"Bandarísk hermálayfirvöld hafa viðurkennt að yfir hundrað almennir borgarar hafi fallið í einni loftárás í Mósúl í Írak í mars. Þetta er líklega mannskæðasta árás í átökunum í Írak frá 2003 og talið að 141 óbreyttur borgari hafi fallið í árásinni. Talið er að mörg þúsund óbreyttir borgarar hafi fallið í loftárásum Bandaríkjanna í Írak og Sýrlandi."

Afsökun kananna er ekkert annað en viðbjóðslegar lygar.

Segjast hafa notað frekar kraftlitlar sprengjur en húsnæðið hafi verið fullt af sprengjum uppreisnarmanna og að þær hafi drepið allt þetta fólk í Mósúl í mars!

Þessi árás var ekkert annað en stríðsglæpur af verstu gerð!

Stríðsglæpur gegn mannkyni!

Mörg þúsund óbreyttir borgarar drepnir undir sama lygadampinum.

Hreinlega myrtir án viðvörunar og án nokkurrar undankomuleiðar!

Kallast þetta ekki aftökur án dóms og laga á nútímamáli?

Einhver verður að bera ábyrgðina!

Svo er fólk alveg gapandi hissa á því að eftirlifendur á þessum svæðum fyllist heift og hatri gagnvart þeim böðlum sem nánast þurrkuðu út fjölskyldur þeirra!

Litlu systurnar, pabba og mömmu, ömmu og afa - jafnvel fleiri.

Við hverju býst fólk?

Að ungt fólk sem þó lifir af - hugsi hlýtt til þeirra sem nánast þurrkuðu út fjölskyldur þeirra í raun án nokkurs tilefnis!

En koma svo eftir á með einhvern lyga þvætting til að breiða yfir mistökin sín.

Allir muna eftir harðstjóranum Saddam Hussein.

Hann var sagður beita hættulegum eiturvopnum á eigin þjóð.

Það fannst aldrei tangur né tetur af þeim vopnum - en hvað voru margir drepnir við leitina að þeim?

Er ekki sterkur í tölfræðinni.

Spyr aðeins:

Hvort hafa NATÓ þjóðirnar drepið fleira fólk í múslimaríkjum - eða múslimar í NATÓ ríkjum?

Veit þetta.

Ef einhver þjóð sprengdi nánast alla mína fjölskyldu í tætlur - saklausa borgara - myndi ég hata þá þjóð til lífsloka.

Hryðjuverk í nútímanum eru öll svar við styrjaldarrekstri - mjög svo oft ójöfnum leik.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband