Aumt er þetta! Líklega verða Sjallar í borginni nær 20% í fylgi en 30%!

Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, kynnti nýlega kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar við lófaklapp á fjölmennum fundi í Iðnó. Fundargestir voru á fjórða hundrað talsins.

Um er að ræða sjö kosningaloforð sem boða grundvallarbreytingar í málaflokkum er snerta alla borgarbúa, eða svo segja Sjallar!

************

Kosningaloforð XD flokksins í Reykjavík:

• 2.000 íbúðir verði byggðar að jafnaði á ári á kjörtímabilinu.
• Óþarfi að lofa því, þetta er í gangi nú þegar!

***

• Ferðatími til og frá vinnu styttist um 20%.
• Skrítið loforð að færa umferðarhnútana til með fikti í umferðarljósunum!

***

• Fella niður fasteignaskatt á 70 ára og eldri.
• Ekki heimilt samkvæmt landslögum og miklir afslættir í gangi nú.

***

• Öll börn fái leikskólapláss við 18 mánaða aldur.
• Gott mál, meirihluti Dags hefur undirbúið þetta ágætlega!

***

• Svifryksmengun fari ekki yfir heilsuverndarmörk.
• Loforð sem ekki er hægt að standa við nema með samningi við veðurguðina!

***

• Reykjavík verði grænasta borg í Evrópu.
• Algjörlega útilokað að standa við þetta loforð, það sér hver maður!

***

• Styttum afgreiðslutíma í kerfinu um helming.
• Einmitt, Sjallar fá skjót svör, hinir bíða - það er fjórðungs stytting!

************

Metnaðurinn í þessum loforðum er nákvæmlega engin viðbót við það sem nú er í undirbúningi eða hreinlega í gangi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 602630

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband