Leyndarmál landsfundar Sjálfstæðismanna

Nú eru bara fimm dagar í landsfund Sjálfstæðisflokksins, flokksins sem hefur á að skipa 25,4% þingmannaliðs landsins, eða 16 þingmönnum. Allir sem mig þekkja vita að ég er mikill áhugamaður um Sjálfstæðisflokkinn og vil að hann standi sig gagnvart þjóðinni, en sé ekki alltaf að gæla við fáeina útvalda, sem margir saka flokkinn þó um.

Helstu fréttir í aðdraganda landsfundarins fjalla um tregðu flokksmanna til að bjóða sig fram til starfa í forustu flokksins. Lítið framboð, en engin eftirspurn. Enginn þorir í formanninn og ein kona vill verða varaformaður. Hvað allir hinir vilja vita fáir.

Mér virðist sem þessi 39. landsfundur eigi bara að vera eitt best varðveitta leyndarmál þjóðarinnar árið 2010. Ekkert heyrist af undirbúningi eða málatilbúnaði nokkurs konar. Því datt mér í hug að auglýsa hér dagskrá fundarins, eins og hún birtist á XD.is, til að tryggja að eitthvað komi yfirleitt fram um þennan landsfund, en þar stendur þetta:

"39. landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn í Laugardagshöllinni í Reykjavík 25. og 26. júní nk.

Fundurinn hefst með ræðu formanns kl. 16 á föstudegi og því næst verður farið beint í málefnastarf með nýju sniði sem stendur fram á kvöld. Nauðsynlegt er að skrá sig í málefnastarfið - sjá hnapp fyrir eyðublað hér til hliðar.

Landsfundargjaldið er 8.000 kr. Hægt er að ganga frá greiðslunni hér með því að nota kreditkort eða millifæra beint á reikning Sjálfstæðisflokksins. Sé greitt fyrir miðnætti mánudaginn 21. júní nk. er gjaldið 6.000 kr. Sjá hnapp hér til hliðar.

Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu flokksins í síma 515-1700.

Dagskrá (ath. að tímasetningar geta breyst):

Kl. 16.00 Setning – ræða formanns
Kl. 17.00 Framsaga um stjórnmálaályktun.
Kl. 17.15 Tillögur viðbragðshóps Sjálfstæðisflokksins.
Kl. 18.00 Málefnavinna hefst.
Kl. 21.30 Málefnavinnu lýkur.
(Hægt verður að kaupa kvöldmat á staðnum.)
Laugardagur 26. júní
Kl. 9.00 Skýrsla framkvæmdastjóra.
Kl. 9.15 Frambjóðendakynningar.
Kl. 10.00 Kynning á niðurstöðum málefnavinnu.
Kl. 11.00 Tillögur viðbragðshóps Sjálfstæðisflokksins við Rannsóknarskýrslu Alþingis.
Kl. 13.00 Breytingar á skipulagsreglum. Umræður
Kl. 13.30 Kosning formanns.
Kl. 14.00 Jafnréttisstefna Sjálfstæðisflokksins. Umræður.
Kl. 15.00 Kosning varaformanns.
Kl. 15.30 Stjórnmálaályktun.
Kl. 17.00 Fundarslit – ávarp formanns.
Kl. 20.00 Landsfundarhóf í Gullhömrum.
Föstudagur 25. júní
Setningarfundur er öllum opinn – málefnastarf aðeins fyrir landsfundarfulltrúa

Kl. 16.00 Setning – ræða formanns
Kl. 17.00 Framsaga um stjórnmálaályktun.
Kl. 17.15 Tillögur viðbragðshóps Sjálfstæðisflokksins.
Kl. 18.00 Málefnavinna hefst.
Kl. 21.30 Málefnavinnu lýkur.
(Hægt verður að kaupa kvöldmat á staðnum.)

Laugardagur 26. júní
Kl. 9.00 Skýrsla framkvæmdastjóra.
Kl. 9.15 Frambjóðendakynningar.
Kl. 10.00 Kynning á niðurstöðum málefnavinnu.
Kl. 11.00 Tillögur viðbragðshóps Sjálfstæðisflokksins.
Breytingar á skipulagsreglum. Umræður.
Kl. 13.30 Kosning formanns.
Kl. 14.00 Jafnréttisstefna Sjálfstæðisflokksins. Umræður.
Kl. 15.00 Kosning varaformanns.
Kl. 15.30 Stjórnmálaályktun.
Kl. 17.00 Fundarslit – ávarp formanns.

Kl. 20.00 Landsfundarhóf í Gullhömrum, Grafarholti, haldið af Sambandi ungra sjálfstæðismanna í tilefni af 80 ára afmæli sambandsins.
Húsið verður opnað kl. 20.00 en borðhald hefst klukkan 20.30.
Veislustjóri kvöldsins er Ari Eldjárn. Að kvöldverði loknum leikur hljómsveitin Tríkot fyrir dansi.

Matseðill
Forréttur: humarsúpa með ristuðum humarhölum og nýbökuðu brauði.
Aðalréttur: grilluð nautalund með hunangsgljáðri steinseljurót og foie grass sósu.
Eftirréttur: volg súkkulaðikaka með sólberjasósu og vanilluís.
Miðaverð er 6.800 krónur.
Vinsamlegast pantið miða á hófið með góðum fyrirvara hjá Hödd Vilhjálmsdóttur, framkvæmdastjóra SUS (hodd@xd.is)"
Af öllu í þessari dagskrá hljómar humarsúpan langbest!
Það verð ég að segja.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta ekki hið besta mál? Ég fylgi ekki Sjálfstæðisflokknum en er samt með skoðun á flokknum. Mín skoðun er að Bjarni sé framtíðarleiðtogi. Hann hefur vaxið mikið undanfarið ár og mér fannst hann sýna mikinn karakter varðandi Guðlaug. Það sýndi að hann er enginn popúlisti.

Hinsvegar vona ég að Ólöf verði ekki varaformaður. Hún minnir alltof mikið á Thatcher. Vantar mýkt.. En ég er ekki Sjálfstæðismaður og á í rauninni ekkert að vera að blanda mér í þessi mál, þannig að ég læt ykkur um það.

Villi (IP-tala skráð) 20.6.2010 kl. 20:37

2 Smámynd: Björn Birgisson

Villi, hefur Bjarni sýnt mikinn karakter varðandi Guðlaug? Ekki held ég að Sjálfstæðismenn séu sammála þér og vissulega er ég það ekki, en takk fyrir innlitið!

Björn Birgisson, 20.6.2010 kl. 20:45

3 identicon

Heill og sæll Björn Birgisson.

Það verður að fara fram uppgjör í Sjálfstæðisflokknum þeir gömlu verða að víkja. Eins verða klíkukenginn að fara burtu. Ef Sjálfstæðisflokkurinn á að lifa verður hann að fá til sín heiðarlegt fólk sem vinnur fyrir fólkið í landinu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur brugðist fólkinu í landinu með því að koma ekki fram sem málsvari fólksins.

Þið getið haldið eins marga veislur fyrir ykkur og þið kærið ykkur um. Þessi flokkur er að bíða afhroð á næstunni, það eitt mun koma í ljós.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson (IP-tala skráð) 20.6.2010 kl. 21:00

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Nú er bara að skrá sig í flokkinn fyrir landsfund Björn, og láta til sín taka.

hilmar jónsson, 20.6.2010 kl. 21:02

5 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Tek undir með Jóhanni og Hilmari.

Aðalsteinn Agnarsson, 20.6.2010 kl. 21:17

6 Smámynd: Björn Birgisson

Jóhann Páll Símonarson, þakka þér kærlega þitt innlit. Alltaf gaman að fá sanna baráttumenn fyrir auknu réttlæti í heimsókn.

Björn Birgisson, 20.6.2010 kl. 21:26

7 Smámynd: Björn Birgisson

Ertu búinn að skrá þig, Hilmar, ég hef fulla trú á humarsúpunni!

Björn Birgisson, 20.6.2010 kl. 21:27

8 Smámynd: Björn Birgisson

Aðalsteinn, þakka þér kærlega þitt innlit. Ertu búinn að skrá þig?

Björn Birgisson, 20.6.2010 kl. 21:29

9 Smámynd: hilmar  jónsson

Hef alltaf verið inni..svona til vonar og vara. Já matseðilinn klikkar ekki hjá okkur.

hilmar jónsson, 20.6.2010 kl. 21:30

10 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Björn, ert þú inni. Nei ég er ekki skráður, veit ekki hvert  maður ráði við þessa hrægamma.

Matseðillinn gæti  lokkað mig inn.

Aðalsteinn Agnarsson, 20.6.2010 kl. 21:43

11 Smámynd: Björn Birgisson

Nei, Aðalsteinn minn, ef ég reyndi að skrá mig í Sjálfstæðisflokkinn yrði þeirri umsókn alltaf hafnað. Flokkurinn sá vill mig ekki, frekar en ég vil hann. Það liggur fyrir.

Björn Birgisson, 20.6.2010 kl. 22:18

12 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Flottur Björn, flottur.

Aðalsteinn Agnarsson, 20.6.2010 kl. 22:33

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

 "Foie grass" sósa er gæsalifursósa, gerð úr lifur gæsa sem fóðri hefur verið troðið ofaní með valdi til að fita þær gríðarlega á sem skemmstum tíma þar til þær nánast springa. Einmitt þannig hugsar  Sjálfstæðisflokkurinn sér að "foiera" kjósendur, troða í þá bullinu, með valdi ef ekki vill betur.

 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.6.2010 kl. 00:14

14 identicon

Jesús, þvílík biturð sem fylgir þessum ummælum ásamt mynd þinni. Fólk má varla hreyfa sig, tala og hvað þá éta neitt í dag, því það gæti verið að fara yfir eitthvað ósýnilegt strik sem hefur myndast útaf liðinni atburðarrás. Það er þessi kommúníska hugsun sem tröllríður landanum - ótrúlega sorglegt. Það er sett út á allt. En eins og amma gamla hefur alltaf sagt: "Betra er illt umtal en ekkert umtal."

Kristín Kristjáns (IP-tala skráð) 21.6.2010 kl. 15:08

15 Smámynd: Árni Gunnarsson

Innskráningin á fundinn er 8000 krónur segirðu.

Veistu hvert lausnargjaldið er?

Árni Gunnarsson, 21.6.2010 kl. 16:16

16 Smámynd: Björn Birgisson

He, he, örugglega mjög hátt!

Björn Birgisson, 21.6.2010 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband