Stjórnleysi og ringulreið

„Þessi dómur felur í sér að töluverður kostnaður fellur á ýmis fjármálafyrirtæki sem og á skattgreiðendur. Dómurinn leiðir því óhjákvæmilega til frekari tilfærslu kostnaðar frá þeim sem tóku og veittu áhættusöm lán á almenna skattgreiðendur en slík tilfærsla er í andstöðu við efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins."

Icesave málið er óleyst. Þjóðin er algjörlega klofin í afstöðu sinni til umsóknar um ESB aðild, sem og Icesave málsins. Öll lánastarfsemi er í fullkomnu uppnámi og enginn vill gera neitt og hver vísar á annan í leitinni að lausnum. Fasteignamarkaðurinn er meira og minna handónýtur. Eitt og annað fleira er svo að hrjá þessa þjóð. Þetta sjá auðvitað fulltrúar AGS og því ekki ólíklegt að þeir haldi að sér höndum um sinn.

Þegar maður lítur yfir þetta svið koma þrjú orð upp í hugann.

Stjórnleysi - ringulreið - þjóðarkaos

Umdeildur dómur Hæstaréttar hefur fullkomnað þá mynd.

Mikil hlýtur ábyrgð þeirra sem lögðu grunninn að þessu ástandi að vera.

 


mbl.is Lán frá AGS gæti tafist vegna dóms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Hvernig verður þessi tilfærsla á skattgreiðendur. Ég er búin að lesa einhvern helling af bloggi sem bendir á að skattgreiðendur sitji upp með svarta Pétur.

En ég hef ekki séð neinn rökstuðning fyrir því. Ekki frá stjórnvöldum, ekki frá bankastofnunum og síst af öllu frá þeim fjölmörgu bloggurum sem halda þessu fram.

Rökstuðning takk. 

Sigurður Sigurðsson, 22.6.2010 kl. 18:10

2 Smámynd: Björn Birgisson

Mörður Árnason segist vera sammála Kristni H. Gunnarssyni um þetta mál. Það er öllum bæði hollt og gott að lesa grein Kristins um þetta mál, hvað svo sem mönnum finnst að lestri loknum.

Björn Birgisson, 22.6.2010 kl. 18:21

3 identicon

Sammála Sigurði, hver er rökstuðningurinn fyrir því að þetta lendi á skattgreiðendum??

Þorsteinn (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 19:28

4 identicon

Þetta er einfaldlega hræðsluáróður því þeir geta ekki horfst í augu við vandan , það þarf ekki að velta neinum kostnaði yfir á neinn það var gerrt þegar lán til fjármálastofnana voru afskrifuð við ''sölu'' bankanna nóg er svigrúm til að höggva á uppsprengdan höfuðstól gengis og verðtryggða lána .. það vita allir sem fylgst hafa með og eru ekki með gullfiskaminni , þetta er bara fégræðgi í fjármagnseigendum sem stöðvar þetta. Að þeir haldi að þeir eigi einhvað inni er sorglegt en jafnframt pínu fyndið því þetta er allt að stranda á bönkunum engum öðrum!

Bíllin minn fær að fjúka beinustu leið inn um dyrnar á avant ef að það á að fella kostnað á aðra en bankana og lánastofnanir, og ég ber ekki ábyrgð á því að fólk sem starfar fyrir þessi fyrirtæki fái ekki nætursvefnin sinn næstu mánuð... Það er komið meira en nóg af þessu andskotans kjaftæði! hingað og ekki lengra! 

Valdi (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 19:40

5 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Rökstuðningur Kristins er heldur hvorki vatni né vindi.

Exista á Lýsingu sem er í raun í eigu kröfuhafa. Stærstur er þýskur banki.

Sp er reyndar í eigu Landsbankans en LÍ hefur lýst því yfir að þetta hafi ekki áhrif á þeirra eignasafn svo neinu nemi

Avant er í eigu Askar Capital.

Hvaða skuldbindingar eru þá að falla á skattgreiðendur.

Sigurður Sigurðsson, 22.6.2010 kl. 19:44

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er reyndar þvættingur hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að þetta feli í sér kostnaðarauka fyrir skattgreiðendur. Sannleikurin er sá að þetta mun hafa í för með sér auknar ráðstöfunartekjur fyrir tugþúsundir þolenda ólögmætrar gengistryggingar, sem eru jú auðvitað skattgreiðendur líka. Þannig verður auðveldara fyrir okkur sem borgum skattana að fjármagna endurgreiðslu á láni AGS til Íslands þegar fram líða stundir, þetta er því góðar fréttir fyrir sjóðinn en ekki slæmar. Maður fer bara að hallast að því að einhver annarleg og dulin markmið stjórni ferðinni hjá þessum andskotum, miðað við hvernig þeir tala alltaf þvert á heilbrigða skynsemi!

Guðmundur Ásgeirsson, 22.6.2010 kl. 20:17

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Afsakið, ég var ekki búinn að lesa greinina til enda, þvættingurinn kemur úr Markaðsvísi MP Banka, en ekki frá AGS. Telst það hér með leiðrétt.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.6.2010 kl. 20:19

8 Smámynd: Andrés.si

Skil bara ekki hvers vegna á skatgreiðandi standa fyrir, fyrst bankanir eru í einka eigu. 

Andrés.si, 23.6.2010 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband