Fáðu þér Kúbuvindil

"Stórlega hefur dregið úr útflutningsverðmæti á vindlum frá Kúbu á síðustu árum en það er nú um þrefalt minna en árið 2006."

Líklega mega Kúbverjar, undir forustu Rauls Castro, ekki við miklum samdrætti í sínum útflutningi. Mikil fátækt hefur verið þar landlæg, en þó mesta furða hvað kommarnir þar hafa getað haldið uppi góðri heilsugæslu, skólum og annarri velferð fyrir hinar 11,3 milljónir sem þar búa.

Hvað ætli kommarnir á Kúbu skrimti lengi við stjórnvölinn?

Lengur en Jóhanna og Steingrímur á Íslandi?


mbl.is Hrun í sölu Kúbuvindla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Kommarnir á Kúbu eiga fyrst og fremst viðskiptabanni Bandaríkjanna sína tilvist að þakka.

Kanarnir gætu tekið sér margt til fyrirmyndar á Kúbu, t.d. heilbrigðiskerfið. Gott fólk á Kúbu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.6.2010 kl. 21:25

2 Smámynd: Björn Birgisson

Axel Jóhann, ekki er ég nú viss um að Kanarnir vilji samþykkja það! Fyrir nokkrum árum var ég alltaf á leiðinni til Kúbu en aldrei varð af því. Er ekki heimsókn þangað vel þess virði?

Björn Birgisson, 22.6.2010 kl. 21:33

3 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Jóhanna og steingrímur reyna mikið á þolrifin, vegna aðgerðarleysis í atvinnumálum. Strandveiðin er

skrípaleikur, bátarnir fá 6  daga (14 klst hver dagur)  í 4 mánuði á ári.

Atvinnulaust fólk getur ekki farið í þetta.

Aðalsteinn Agnarsson, 22.6.2010 kl. 21:54

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hefði ekki farið tvisvar annars og á eftir að fara aftur.  Þú getur skoðað myndirnar mínar þaðan á Myndaalbúninu mínu á blogginu fyrir neðan persónulýsinguna. Eða bara hér.

Ath. það er aðeins hluti myndanna sýnilegur í einu rammanum efst. Myndaalbúmin eru númeruð 1,2,3 o.s.f.v. fyrir ofan rammann.

Myndaflokkarnir raða sér niður síðuna.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.6.2010 kl. 21:56

5 Smámynd: Björn Birgisson

Axel Jóhann, takk fyrir þetta.

Björn Birgisson, 22.6.2010 kl. 22:13

6 identicon

Veit Mogginn eitthvað sem ég ekki veit? Hvers vegna er þessi frétt í "Innlent"????????

sigkja (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 22:39

7 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Björn, mér sýnist þú kunna töluvert fyrir þér. Jú þetta er spor í rétta átt,en ég er orðin óþolinmóður.

Þetta er sú albesta og  best borguð vinna sem ég hef kynnst um ævina( ef þú mátt fiska ).

Aðalsteinn Agnarsson, 22.6.2010 kl. 22:44

8 Smámynd: Björn Birgisson

Aðalsteinn, þú þekkir þetta betur en ég. Eru þó ekki strandveiðarnar spor í rétta átt, sem sé þá að brjóta kvótakerfið upp? Ég hef áður sagt þér að ég er algjörlega hlynntur frjálsum handfæraveiðum, hringinn í kringum landið. Þær eru tiltölulega saklaus sókn í stofnana, skapa þó tekjur og atvinnu. Ekki þó síður stuðla þær að stolti allra þeirra sem kunna að stýra fögrum fleytum út í sólarlagið og dorga þar daga langa með dula ásýnd og stranga, eins og Tómas sagði.

Björn Birgisson, 22.6.2010 kl. 23:52

9 Smámynd: Björn Birgisson

sigkja, Mogginn er alvitur, ef honum finnst að Kúbuvindlar séu innanríkismál á Íslandi, þá er það þannig.

Björn Birgisson, 22.6.2010 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband