Ráðherralisti Sjálfstæðisflokksins?

Það var líflegt á síðunni minni í gærkvöldi. Margir komu í heimsókn og athugasemdirnar hrönnuðust upp. Menn skiptust á skoðunum og ekki laust við að nokkrum föstum skotum hafi verið hleypt af, púðurskotum líka.

Sjálfstæðismenn hundskömmuðu mig fyrir stuðning við ríkisstjórnina og á móti bað ég tvo þeirra, svona til gamans, að leggja fram lista yfir ráðherraefni flokksins þeirra hjartkæra, ef svo færi að hann kæmist til valda. Ég bað um sex ráðherraefni.

Það hafa þeir enn ekki gert og vekur það nokkra furðu.

Ég bað um sex ráðherraefni. Það var nú allt og sumt.

Nú langar mig að færa út kvíarnar og biðja alla þá sem þetta lesa að hjálpa þeim félögunum með þennan lista, þar sem þeir hafa enn ekki fundið nein nöfn á hann.

Svona til að auðvelda verkið:

Er þá ekki Guðlaugur Þór nánast sjálfkjörinn í Fjármálaráðuneytið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ef Guðlaugur yrði fjármálaráðherra og myndi hringja í þig og biðja þig þar sem þú ert mjög fróður maður og fylgist mjög vel með að vera aðstoðarmaður hans - myndir þú segja já - en þú ert nú líka mikill áhugamaður um Sjálfstæðisflokkinn -

Óðinn Þórisson, 25.7.2010 kl. 14:28

2 Smámynd: Björn Birgisson

Óðinn, ég myndi nú afþakka það góða boð! Eru ekki allir Íslendingar áhugasamir um alla flokkana? Það held ég.

Áttu ekki ráðherralista fyrir flokkinn þinn, svona til gamans?

Björn Birgisson, 25.7.2010 kl. 14:38

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ef við erum að tala um minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins varin vantrausti af Samfylkingunni
Bjarni Ben.
Ólöf
Pétur
Kristján Þór
Ragnheiður Elin
Ragnheiður Rík
Tryggvi Þór
Ásbjörn
Árni J.

Óðinn Þórisson, 25.7.2010 kl. 14:58

4 Smámynd: Björn Birgisson

Árni þá sem dómsmálaráðherra og Ásbjörn sem ráðherra sjávarútvegsmála? Ragnheiður Rík væntanlega með Evrópumálin á sinni könnu?

Björn Birgisson, 25.7.2010 kl. 15:03

5 Smámynd: Björn Birgisson

15 daga? Þú segir aldeilis fréttirnar, Axel Jóhann!

Björn Birgisson, 25.7.2010 kl. 15:28

6 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þar kom að því að ég yrði sammála GHH: Guð hjálpi Íslandi

Kveðja að norðan. 

Arinbjörn Kúld, 25.7.2010 kl. 15:33

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það virðist ómögulegt að búa til töflur á þessu bloggi. Reyni aftur að gera þetta skiljanlegt, Ef það tekst ekki eyddu þessu þá bara.

Já 15 daga, kæmi mér ekki á óvart þótt sú vinna væri þegar komin vel á veg hjá V+B+D

 **Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ****Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra ****Einar Guðfinnsson sjávarútvegs og landb.ráðhr.****Pétur H. Blöndal dóms og kirkjum.ráðherra ****Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra ****Ögmundur Jónasson viðskiptaráðherra **  **Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra. **         **Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra ****Sigmundur Davíð Gunnlaugsson utanríkisráðherra ****Eygló Harðardóttir félags- og tryggingam.ráðhr ****Guðmundur Steingrímsson iðnaðar.og samgönguráðh.** 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.7.2010 kl. 15:37

8 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Eru að koma kostningar? Fór eitthvað framhjá mér? Eða er kanski ekki allt í lagi með ykkur.

Eyjólfur G Svavarsson, 25.7.2010 kl. 15:47

9 Smámynd: Björn Birgisson

Eyjólfur, mínir gestir eru allir í góðu lagi, en ég veit ekki með sjálfan mig!

Björn Birgisson, 25.7.2010 kl. 16:18

10 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Nei hvað veit maður sosum, jú ég held að það sé í lagi með þig líka, en mér lýst ekki á listann og ég held að ég findi engan sem maður mundi treysta því miður

Eyjólfur G Svavarsson, 25.7.2010 kl. 17:40

11 Smámynd: Björn Birgisson

Eyjólfur, takk fyrir vottorðið. Ég afpanta þá hjá lækninum á morgun!

Björn Birgisson, 25.7.2010 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 602477

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband