Íhaldsmaður er sá sem stendur föstum fótum í lausu lofti

Það er ekki úr vegi, nú þegar pólitíkin er að eyðileggja allt það besta í fari þessarar þjóðar, að líta á nokkur gullkorn sem sögð hafa verið um stjórnmálamenn heimsins.

Sumir segja að ríkisstjórnin sé að falla, aðallega út af Magma málinu hans Árna Sigfússonar. Þarf nokkuð að gera Árna það til geðs? Leiga eða sala á auðlindum er honum enginn þyrnir í augum. Allt fyrir peningana! Það er mottóið.

Stjórnmálamaður er sá sem heldur trúnaði fólks við sig með því að beina reiði þess að öðrum. - Ók. höf.

Stjórnmál eru alltof alvarleg mál til þess að stjórnmálamönnum einum sé trúandi fyrir þeim. - De Gaulle

Í stjórnmálum verður sannleikurinn að bíða uns einhver þarf á honum að halda. - Björnstjerne Björnsson

Kjóstu þann sem fæstu lofar, hann svíkur minnst. - R.W. Emerson

Íhaldsmaður er maður sem stendur föstum fótum í lausu lofti. - Franklin D. Roosevelt

Það er mannlegt að skjátlast. En að skjátlast og kenna öðrum um það. Það eru stjórnmál. - Ók. höf.

Vísindamennirnir leggja hart að sér til að gera hið ómögulega mögulegt. Stjórnmálamennirnir leggja hart að sér til að gera hið mögulega ómögulegt. - Bertrand Russell

Stjórnmálamaður er eins og kvikasilfur. Reynir þú að góma hann kemstu að raun um að það er ekkert undir gómunum. - A.O. Malley

Þegar stjórnmálamaður segir "við erum á sama báti" skaltu vara þig. Það þýðir að hann ætlar að taka að sér skipsstjórnina og þú verður að róa. - Johannes Hohlenberg

Raunverulegt viðfangsefni stjórnmálamanna er að gera kjósendur ánægða, án þess að uppfylla óskir þeirra. - Ók. höf.

Minnihlutinn kann að hafa rétt fyrir sér, en meirihlutinn hefur ævinlega rangt fyrir sér. - Henrik Ibsen

Íhaldssamur maður er maður sem situr og hugsar, situr aðallega. - Woodrow Wilson

Ég býð andstæðingum mínum samning. Ef þeir hætta að segja ósannindi um okkur skulum við hætta að segja sannleikann um þá. - Adlai Stevenson

(Endurbirt, breytt og aukið)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta er mikið og gott safn snillinga, sem vissu sannarlega sínu viti.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.7.2010 kl. 18:48

2 Smámynd: Björn Birgisson

Svo á ég miklu meira! Takk fyrir innlitið, Axel Jóhann minn kæri.

Björn Birgisson, 25.7.2010 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband