Sigmundur Davíð á skeljarnar?

Anna Sigurlaug Pálsdóttir, Toyota prinsessa, sambýliskona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, á um 1,3 milljarða króna í hreina eign, sem sé eignir umfram skuldir, samkvæmt útreikingum sem byggja á auðlegðarskatti sem hún greiddi, eða á að greiða í ríkiskassann.

Sigmundur Davíð greiddi ekki auðlegðarskatt, en mun væntanlega gera svo síðar, það er verði skatturinn við lýði áfram, sem er líklegra en hitt. Hann er væntanlega erfingi mikilla eigna og fjár í fyllingu tímans. Faðir hans er stóreignamaður, með um 370 milljónir í hreina eign.

Sigmundur Davíð og Anna Sigurlaug er ekki gift, en eru þá líklega í skráðri sambúð. Eða hvað?

Væri nú ekki hagkvæmt fyrir Sigmund Davíð að skella sér á skeljarnar?

Nákvæmlega svona fólk á auðvitað best með að skilja og setja sig í spor skuldara þessa lands.

(Þessi færsla er byggð á frétt á vísi.is)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Já Björn, það er ekki það sama að skilja og "skilja"  ef þú skilur mig

Annars er það spurning hvort ekki sé tilefni til rannsóknar þarna, það virðist eins og að allir bisnissmenn á árunum 2000 til ársins 2008 hafi gengið berseksgang í að auðga sit fé og sinn frama, og það er alls engin undanskilinn, ég held að gríðarlega mikið enn ófundið af spillingunni.

Guðmundur Júlíusson, 7.8.2010 kl. 22:07

2 Smámynd: Jón Magnússon

Óneitanlega veltir maður því fyrir sér þegar svona fréttir koma hvort þær séu eingöngu settar fram í þeim tilgangi að koma höggi á Sigmund Davíð.  Síðan er ekki hægt að setja samasem merki á milli þess að fólk eigi peninga og það hljóti að hafa eignast þá með óheiðarlegum hætti. Dettur einhverjum í hug að auðkýfingurinn sem er þessa daganna með lystisnekkjuna sína í Reykjavíkurhöfn hafi eignast milljarðana sína með glæpsamlegu athæfi. Fólk á ekki að taka þátt í að elta ómerkilega fréttamennsku sem er til þess fallin að draga athyglina frá bankaræningjunum.

Jón Magnússon, 7.8.2010 kl. 22:43

3 identicon

Jón Magnússon, eins mikið og ég met þitt innlegg í stjórnmálaumræðu síðustu misseri, finnst mér jafnframt að þetta sé hálfvelgja hjá þér! Paul Allenn annar stofnandi Microsoft er ekki gott dæmi hjá þér um menn sem hagnast hafa á heiðarlegan hátt eða ekki, við þekkjum hans bakgrunn í gegnum tölvuöldina!! þar er ekkert gruggugt á ferð. Annað er upp á teningnum hvað varðar allt of marga sem allt í einu hafa eignast peninga á ca tíu til fimmtán árum, og það með snöggum hætti án haldbærra skýringa.

Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 23:07

4 Smámynd: Björn Birgisson

Jón Magnússon, hér er ekki höggvið að Sigmundi Davíð, einvörðungu dregnar fram "staðreyndir" sem opinberlega lúta að honum og hans fólki.

Fólk, eins og hann, í opinberri þjónustu verður að þola allt.

Rétt eins og þú sjálfur hefur verið tekinn á beinið af þjóðinni og verið hafnað af henni, eða hluta hennar.

Alla vega ert þú ekki á þingi lengur. Þar vildir þú vera, en ert ekki.

Svona okkar á milli, ef það fer ekki lengra, mér finnst þú flottur karl um margt og Alþingi okkar Íslendinga væri betur sett með þig innanborðs, en marga aðra sem þar nú sitja.

Um óheiðarleika fólks veit ég fátt, en heyri margt, eins og hver annar Íslendingur. Minni bara á tvennt:

Almenna spillingu í þjóðfélaginu (nefni ekki Kögun) og ártalið 2007.

Flestir lögfræðingar þjóðarinnar eru menntaðir að mestu á kostnað þjóðarinnar. Alltaf þegar kemur að stórum álitamálum verða þeir að gera upp á milli þess hvað kemur þjóðinni best, þeim sjálfum eða fræðum sínum.

Dómstólarnir líka.

Lögfræði eru vísindi hinna kjaftforu og slóttugu. Hún snýst oft ekkert um rétt eða rangt.

Hún snýst aðallega um slóttugheit og að sanna að sannleikurinn á hvolfi sé betri en sannleikur á réttum kili.

Björn Birgisson, 7.8.2010 kl. 23:36

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Er minnið að svíkja mig eða hefur Microsoft ekki þurft að greiða himinháar sektir fyrir óeðlilega viðskiptahætti?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.8.2010 kl. 23:54

6 Smámynd: Björn Birgisson

Axel Jóhann, þú ert minnugur í betra lagi!

Björn Birgisson, 8.8.2010 kl. 00:12

7 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Lögfræði eru vísindi hinna kjaftforu og slóttugu. Þarna varstu flottur Björn.

Er þetta ekki málið, venjulegt, heiðarlegt fólk inn á þing.

Aðalsteinn Agnarsson, 8.8.2010 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband