Ylhýra

Það er oft gaman að virða fyrir sér meðferðina á móðurmálinu í fjölmiðlum. Margt er þar vel sagt og skrifað, annað miður eins og gengur. Held þó að flestir séu sammála um að móðurmáls kunnáttu hérlendis fari almennt hnignandi.

Hér koma þrjár fyrirsagnir sem tengjast þessari frétt.

dv.is: Kviknaði í bíl eftir útafakstur

mbl.is: Ók út af og kviknaði í

vísir.is: Eldur gaus upp í bíl eftir útafakstur

Hvaða fyrirsögn er flottust?

Eða öllu heldur, hvaða fyrirsögn er verst?


mbl.is Ók út af og kviknaði í
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elínborg

Björn; ekki vafi á hnignuninni, hef á tilfinningunni að enginn prófarkarlesari starfi við fjölmiðlana hér. Þetta særir mína málvitund nær daglega...

Eru þetta mál-sóðar eða kannski mál-slóðar ?

Ja, flottust........? hm... gefst upp!

Elínborg, 9.8.2010 kl. 11:40

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

mMóðurmálskunnátta er í einu orði.  Annars sammála þótt úr glerhúsi komi.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.8.2010 kl. 12:38

3 Smámynd: Björn Birgisson

Já, þú ert ekki einn í því glerhúsi!

Björn Birgisson, 9.8.2010 kl. 12:49

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Björn. Mogginn, sá sómamiðill, er alveg í djúpinu þarna. Ekki smuga að það sé hægt að giska á hvað gerðist. Reyndar er það orðið þannig að það þykir flottast að fyrirsögnin sé þannig að menn verði að lesa greinina alla til að ná áttum og þá er takmarkinu náð.

Ef til vill er prófaralesarinn á mbl of ungur eða of menntaður í fjölmiðlafræði  Kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 9.8.2010 kl. 14:15

5 Smámynd: Björn Birgisson

Já, Kolla, Mogginn okkar er flottur þarna! Einhverjir giskuðu á að umdeildur ritstjóri hefði skrifað þetta. Er það ekki bara bull í illa innréttuðu fólki?

Björn Birgisson, 9.8.2010 kl. 16:11

6 identicon

Fyrirsagnir í blöðum eru oft skrautlegar org er Mogginn ekki einn um það

Birgir Sveinarsson (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 17:29

7 Smámynd: Björn Birgisson

Rétt er það, Birgir og æði oft er texti fréttanna enn skrautlegri!

Björn Birgisson, 9.8.2010 kl. 17:33

8 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Björn. Ekki veit ég hvað býr að baka ályktunum fólks um þetta, satt best að segja, en mín skoðun er sú að "umdeildur ritstjóri" komi kjaftinum utan um það sem hann meinar og það oftast á snilldarlegan hátt, það er óumdeilt kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 9.8.2010 kl. 20:26

9 Smámynd: Björn Birgisson

Kolla, hvað segir ekki máltækið: Það er kjaftur á keilunni þegar hún gapir!

Björn Birgisson, 9.8.2010 kl. 21:20

10 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

 Já og annað sem segir "oft ratast kjöftugum satt orð í munn" hahaha.

Kolbrún Stefánsdóttir, 10.8.2010 kl. 17:42

11 Smámynd: Björn Birgisson

Kolla, ég ætla rétt að vona að þú eigir ekki við mig í #10. Ég segi sjaldan alveg satt, en lýg bara illilega þegar ég nauðsynlega þarf!

Björn Birgisson, 10.8.2010 kl. 21:57

12 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Nú þá búum við bara til nýjan málshátt sem segir " betri er létt lygi en ljótur sannleikur"

Kolbrún Stefánsdóttir, 11.8.2010 kl. 17:40

13 Smámynd: Björn Birgisson

Kolla! Ágætt! En er þetta satt?

Björn Birgisson, 11.8.2010 kl. 19:23

14 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Satt og logið sitt á hvað

sönnu er best að trúa

en hvernig á að þekkja það

þegar flestir ljúga....

Kolbrún Stefánsdóttir, 12.8.2010 kl. 08:29

15 Smámynd: Björn Birgisson

Góð lygi er listaverk sem enginn gengst við að eiga.

Björn Birgisson, 12.8.2010 kl. 13:39

16 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Já þessi er dálítið djúp !!  T.d trúmál gætu fallið undir þetta.... gerir mörgum gott en enginn vill taka það á sig að hafa skáldað upp hinar heilögu bækur  kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 12.8.2010 kl. 21:52

17 Smámynd: Björn Birgisson

Var nú bara að skálda þetta upp! Það er svo uppörvandi fyrir andann að hafa þig á spjallsvæðinu! Lastu færsluna mína um auglýsinguna og ölvaðar konur?

Björn Birgisson, 12.8.2010 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband