Einokun eða samkeppni?

Íslenskur landbúnaður hefur löngum stundum verið til umræðu og skoðanir hafa verið mjög skiptar. Framsóknarmenn Íslands í öllum flokkum hafa séð til þess að óhagkvæm lítil bú eru um landið allt og komið á flóknu styrkja og niðurgreiðslukerfi.

Nú örlar á einhverri ógnun við kerfið og þá skal hún upprætt með lagavaldi.

Á brúsapallinum skal aðeins vera ríkismjólkin hans Marteins! Ef þar finnst mjólk, sem ríkið hefur ekki niðurgreitt, skal framleiðandi hennar sæta sektum eða varðhaldi! 

"Með frumvarpi þessu er verið að innleiða algera einokun við vinnslu og markaðssetningu á mjólkurafurðum á Íslandi. Er þar með verið að hverfa frá því skrefi sem stigið var fyrir fáum árum þegar opnað var fyrir nokkra samkeppni á þessum markaði. Frumvarpið, ef af lögum verður, mun fela í sér eitt alvarlegasta afturhvarf frá frjálsri samkeppni sem sést hefur um langt árabil hér á landi. Hér er verið að velja einokun og hafna atvinnufrelsi." segja Samtök verslunar og þjónustu.

Samkeppniseftirlitið hefur svo sannarlega tjáð sig um þessa breytingu á búvörulögunum og ég hef aldrei séð opinbera stofnun ráðast jafn harkalega gegn áformum ríkisins og löggjafans. Þessi fyrirhugaða breyting á búvörulögunum fær þar algjöra falleinkunn.

Endilega lesið þetta merka plagg frá Samkeppniseftirlitinu hér að neðan.

Sjá nánar hér 


mbl.is SVÞ: Verið að innleiða algera einokun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 602478

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband