Stjórnmálaáll

Er nokkuð líkt með álum og stjórnmálum? Állinn er veiddur þannig að hann er lokkaður inn í aflanga gildru með einhverju æti og svo ratar hann ekki, eða kemst ekki út aftur.

Stjórnmálamenn taka sér ýmislegt fyrir hendur og gengur svo afleitlega að bakka frá eða breyta fyrri ákvörðunum.

Fjölmargir Íslendingar, bæði innan þings og utan, vilja breyta kvótakerfinu. Hvernig gengur það? Ekki baun í bala. Stjórnmálaállinn ratar ekki út.

Fjölmargir Íslendingar, bæði innan þings og utan, vilja breyta aðkomu ríkisins að landbúnaðinum. Hvernig gengur það? Eiginlega ekkert. Stjórnmálaállinn ratar ekki út.

Fjölmargir Íslendingar, bæði innan þings og utan, vilja afleggja hið nána samband ríkisins og kirkjunnar. Hvernig gengur það? Ekkert. Stjórnmálaállinn ratar ekki út.

Fjölmargir Íslendingar, bæði innan þings og utan, vilja láta afnema ýmsa skatta sem áttu að vera tímabundnir, en fá síðan að lifa. Hvernig gengur það? Lítið. Stjórnmálaállinn ratar ekki út.

Fjölmargir Íslendingar, bæði innan þings og utan, vilja að hætt verði við ESB umsóknina og að hún verði dregin til baka. Hvaða líkur skyldu vera á að þannig fari? Mjög litlar.

Stjórnmálaállinn ratar ekki út úr því máli frekar en öðrum stórum málum.

Alltaf skal hann festast í eigin gildrum.

(Endurbirt, aðeins breytt)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér hefur mikið gengið á undanfarið, vegna efnahagshrunsins, þannig að ekki hefur enn unnist tími til að fara í mörg brýn mál. Það stendur þó til bóta, eins og vel hefur komið fram í máli þeirra Steingríms og Jóhönnu undanfarið.

Fljótlega verður kosið til stjórnlagaþings og má búast við að þar verði tekin ákvörðun um samband ríkis og kirkju. Væntanlega verður aðskilnaður þar ofaná.

Einnig má búast við afgerandi ákvörðunum um kvótakerfið á næsta þingi.

Það er því mikilvægt að fólk sýni þolinmæði, meðan stjórnvöld eru að ná tökum á stöðunni.

Doddi (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 18:17

2 Smámynd: Björn Birgisson

Sveinn hinn Ungi, þolinmæði er ein þeirra mörgu dyggða sem hafa alveg sniðgengið mig, alveg að mér forspurðum!

Björn Birgisson, 27.8.2010 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband