Hvað sá Kalli litli?

Dagbjört Guðmundsdóttir gerði tilraun til þess að afhenda kirkjunni ljótt leyndarmál árið 1996. Leyndarmálið var atvik sem hún lenti í úti í Kaupmannahöfn árið 1979 þar sem Ólafur Skúlason réðst að henni með kynferðislegum tilburðum.

Eftir mikinn þrýsting dró Dagbjört mál sitt til baka yfirbuguð af sársauka og sorg. Hún gerir nú aðra tilraun til þess að stíga fram, í fyrsta skipti undir nafni og mynd, og vonast til þess að kirkjan geti nú tekið á móti leyndarmáli hennar og borið ábyrgð á því.

Tvær vikur eru síðan hún óskaði eftir fundi með biskupi sem blandaðist inn í málið á sínum tíma og nú bíður hún svars. Dagbjört hefur tvær spurningar fyrir Karl og vill horfast í augu við hann þegar hann svarar:

"Þurftir þú frekari sönnunargögn fyrir því að við værum að segja sannleikann en það sem þú varðst vitni að í Hallgrímskirkju?"

"Af hverju þorðu kirkjunnar menn ekki að standa með okkur?" Segir á dv.is

Hvað sá Kalli litli í Hallgrímskirkju?

Maður verður víst að kaupa DV í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://www.dv.is/frettir/2010/8/27/vertu-nu-ekkert-ad-segja-fra-thessu/


Skoðaðu bloggið mitt... í dag eins og svo oft endranær er það fullt af barnaníðingsprestum...
http://doctore0.wordpress.com/

Ég er búinn að berjast við að sýna fólki hvað skipulögð trúarbrögð eru, hvaða ógeð þrífst þar... enginn vildi hlusta á mig heldur... fólk er svo upptekið af því að fá lúxuslíf á himnum að það dissar allt svona og gerasst útrásarjesúlingar

doctore (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 15:41

2 identicon

Er Karl enn biskup?

Hólímólí (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 16:05

3 identicon

Málið er orðið langtum stærra en bara biskupinn....

Fyndið hvað Gunnar Á krossinum sagði um þetta.. að menn væru breyskir.. EN að þeir væru handhafar fagnaðarerindisins.... Þið vitið, galdrakarlinn og sonur hans sem er pabbi sjálfs sín... :)

DoctorE (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 16:44

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er augljóst að kirkjan þarf að takast á við erfiðasta verkefni sitt í tíð núlifandi presta. Það er jafnframt ljóst að þessi mál verða ekki leyst með krosslögðum höndum á brjósti og helgisvip.

Ekki einu sinni með tilvitnunum í orð frelsarans um fyrirgefninguna né heldur orðin: "Dæmið ekki svo þér verðið ekki dæmdir"

Og þó allra síst: "Sá dauði hefur sinn dóm með sér."

Kirkjan er stofnun sem brotnir einstaklingar leituðu til í neyð en framburður þeirra var rengdur og öllum væntingum til að sækja styrk var eytt og málinu drepið á dreif með hagsmuni æðsta kirkjuhöfðingjans að leiðarljósi.

Auk þess mátti greinilega ekki draga kirkjuna inn í erfið afbrötamál á neðsta þrepi.

Ljótari verða mál kirkju Guðs ekki.

Árni Gunnarsson, 27.8.2010 kl. 18:29

5 Smámynd: Björn Birgisson

Árni Gunnarsson, seint verður orðanna skortur í þínu búri. Takk fyrir þetta.

Björn Birgisson, 27.8.2010 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband