Enginn Landsdómur?

Skúli Helgason segir að auk Ingibjargar verði þeim Björgvini G. Sigurðssyni, Geir H. Haarde og Árna M. Mathiesen einnig boðið að koma á fundinn til að gera grein fyrir sínum málum.

Er Samfylkingin að draga í land með þann ásetning að draga fyrrum ráðherrana fyrir Landsdóm? Myndar hún meirihluta í þinginu með Sjálfstæðisflokknum um þetta mál og fellir hinar fáránlegu tillögur sem frá Atlanefndinni komu varðandi ráðherrana? Það væri betur og flestir fegnir.

Líka þeir sem vilja sjá blóðið renna. Þeir fara bara í næsta sláturhús.

Restin af þingheimi yrði líklega dauðfegin þeim málalokum.

Hæstiréttur yrði alsæll, enda nóg hjá honum að gera. Hann má ekki við því að missa meirihluta sinna dómara í einhvern úreltan og asnalegan Landsdóm.

 


mbl.is Samfylkingin frestar þingflokksfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er pottþétt að þeim tekst að slumpast á verstu leiðina.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.9.2010 kl. 17:47

2 Smámynd: Björn Birgisson

Sem er?

Björn Birgisson, 15.9.2010 kl. 17:53

3 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Samkvæmt fyrstu fréttum af fundinum, þá var ekki ætlunin að boða þá Árna og Geir, heldur eingöngu Björgvin og Ingibjörgu.  Björgvin átti ekki heimangengt í kvöld og því hafi fundinum verið frestað.  Fyrstu fréttir af fundinum hafa vakið hörð viðbrögð og eru allt eins líkur á því Samfylkingin hafi sloppið fyrir horn, vegna þess að Björgvin á ekki heimangengt í kvöld.  Þá hafi verið hægt að krafsa yfir skömmina með því að boða einnig Árna og Geir.

 Það eykur samt ekki bjartsýni mína, fyrir því að teknar verði skynsamar ákvarðanir í þessu máli, eftir orð Ögmundar Jónassonar í morgunþætti Rásar2 í morgun.  Þar lýsti Dóms og mannréttindaráðherrann nýskipaði, því yfir að hann væri búinn að taka ákvörðun um að kjósa með Landsdómi, eftir að hlustað á orð Atla Gíslasonar á þingflokksfundi.  Er það virkilega viðeigandi að Dóms og mannréttindaráðherra gefi upp afstöðu sína í máli sem þessu, áður en að það kemur til efnislegrar meðferðar í þinginu og án þess að heyra sjónarmið þeirra, er kallaðir verða fyrir dóminn, verði hann settur á?

Eftir því sem ég hugsa þetta mál betur og fylgist með umræðunni, þá er ég að verða staðfastari á þeirri skoðun minni að Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar, hafi sýnt af sér algjört dómgreindarleysi, með því að láta nefndina skila þremur álitum vegna Landsdóms.  Atla og reyndar öðrum þingmönnum í nefndinni má hafa verið það ljóst að engin þessara tillaga, hafði meirihluta i þinginu.  Það þarf því að koma til pólitískra hrossakaupa og ýmissa annarra ákvarðana bakvið luktar dyr til þess að komast að niðurstöðu um eina tillögu sem meirihluti væri fyrir.   Ábyrgð Atla sem formanns nefdarinnar er samt langmest. 

 Það má líka spyrja sig að því verði Landsdómur kallaður saman, hvort að sakborningar þeir sem fyrir hann koma, eigi ekki nokkuð auðvelt með að fá málinu vísað frá dómi, vegna þeirrar málsmeðferðar sem að málið er fá í þinginu?  Verða þá þeir þingmenn sem samþykkja Landsdóminn að undangenginni þeirri málsmeðferð, sem dómurinn telur vera brotlega gangvart sakborningum  að málinu verði vísað frá,  ekki að axla ábyrgð á því klúðri sínu og segja af sér?

 Það er alla vega nokkuð ljóst að finnist einhverjum þingmanni þetta mál vera í réttum farvegi, þá búa ekki heilbrigðar hvatir að baki slíkri ályktun.

Kristinn Karl Brynjarsson, 15.9.2010 kl. 18:03

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Að ganga endanlega fram af þjóðinni og innsigla að aldrei hafi verið ætlunin að læra af reynslunni og færa eitt eða neitt til betri vegar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.9.2010 kl. 18:11

5 Smámynd: Björn Birgisson

Kristinn Karl, takk fyrir þitt innlit. Því meira sem ég velti fyrir mér þessum andskotans Landsdómi, því vitlausari finnst mér hugmyndin og ég get tekið undir nánast allt í þínu innleggi. Þetta er eitt versta og bjálfalegasta mál sem fyrir Alþingi hefur komið og er þó líklega af nógu að taka á þeim bænum, eins og líklega á þjóðþingum annarra þjóða. Fyrr má nú aldeilis fyrrvera!

Galdrabrennur á Íslandi í september árið 2010?

Nei takk! 

Björn Birgisson, 15.9.2010 kl. 18:26

6 Smámynd: Björn Birgisson

Axel Jóhann, viltu sjá fjórmenningana fyrir Landsdómi?

Björn Birgisson, 15.9.2010 kl. 18:28

7 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Miðað við þessar Samfylkingarværingar verða nær örugglega ekki fjórir kallaðir fyrir dóminn, verði hann settur á.  Annað hvort verður það þá þrír og þá væntanlega Ingibjörgu skipt út fyrir Björgvin.  Eða þá bara tveir, annað hvort að Árni og Björgvin sleppi, eins og var í umræðunni fyrir viku síðan, eða þá bara Geir og Árni, ef að Samfylkingin nær ekki að ákveða eða skera úr um hvort fórna eigi Ingibjörgu eða Björvini.  Síðasttaldi kosturinn er þó ólíklegastur, held ég.

Kristinn Karl Brynjarsson, 15.9.2010 kl. 18:49

8 Smámynd: hilmar  jónsson

Liður í hugsanlegri sameiningu flokkanna ?

hilmar jónsson, 15.9.2010 kl. 19:17

9 Smámynd: Björn Birgisson

Kommon, Hilmar!

Björn Birgisson, 15.9.2010 kl. 19:19

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.9.2010 kl. 20:15

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Er ekki orðið á götunni að sf og x-d séu að tala saman og myndi kannski meirihluta um fleiri mál en þenna landsdóm -

ef sf ákveður að dæma isg þá fullyrði ég að sf - mun kofna - jú hversvegna - kristrún vinkona isg er að undirbúa nýjan kvennalista - armur isg er stærri en menn halda -

Óðinn Þórisson, 15.9.2010 kl. 20:18

12 Smámynd: Björn Birgisson

Óðinn, þú átt að segja okkur fréttir, ekki það sem allir vissu fyrir!

Björn Birgisson, 15.9.2010 kl. 20:36

13 Smámynd: Björn Birgisson

Axel Jóhann, fjóra fyrir dóm af öllum fjöldanum? Öfgamenn stilla stundum upp stórum hópi af fólki, kannski 50 manns. Skjóta svo fjóra öðrum við viðvörunar. Þannig vinnum við ekki á Íslandi. 

Björn Birgisson, 15.9.2010 kl. 20:39

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Eiga þau að sleppa bara af því aðrir hafa sloppið fyrir "handvön" í lagasetningu? Ef það eru rökin þá eru engin rök fyrir því að lögum sé almennt framfylgt.  Hver getur tekið þá ákvörðun?

Til hvers var Rannsóknarnefndin Alþingis, til hvers var þingmannanefndin, til hvers er verið að rannsaka þetta og hitt ef ekkert á svo að gera með niðurstöðurnar ef "rangir aðilar" reynast vera með skítinn upp á bak?  Var ekki verið að kalla eftir siðbót er þetta hún? Er hún fólgin í því að bjóða upp eignir fátæklinga sem saklausir verða fórnarlömb glæpamanna, meðan þeir standa glottandi og ósnertanlegir við garðshornið?

Nei helvítis fockin fock!

Það er ekki sárt að sjá þá bregðast sem maður vænti einskis af, en að sjá þá, sem maður trúði og treysti, ætla að svíkja lit og að undir þeim sé sama helvítis rassgatið og hinum---------------------------það er sárt.

Djöfull!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.9.2010 kl. 21:19

15 identicon

Lilja Mós vill draga Jóhönnu og Steingrím fyrir Landsdóm ef marka má þessa fésbókarfærslu hennar. 

"Ég hef mun meiri áhyggjur af því að forystumenn ríkisstjórnarinnar brjóti lög um ráðherraábyrgð með því að standa gegn leiðréttingu skulda heimilanna."

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 21:34

16 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Rökin fyrir ákæru á Ingibjörgu, hljóta að kalla á ákæru á Össur, enda var hann staðgengill hennar, meira og minna haustið 2008 og hennar nánasti samstarfsmaður.

 Samfylkingin leitar ekki réttlætis, Samfylkinguna þyrstir í pólitískt uppgjör, jafnvel þó að slíkt fari fram í dómsölum. Samfylkingin þarf eitthvað stórt drama til þess að hylma yfir leiðtogaleysi flokksins.  Samfylkinguna varðar ekkert um það að þurfa að axla ábyrgð á einu eða neinu, stjórnlausu rándýrinu þyrstir í völd og er tilbúið að í mannfórnir á saklausu fólki úr eigin röðum á þessari vegferð sinni.  

Samfylkingin er bara við það að fríka út, með þessa leiðtoganefnu í afleysingarformennskunni.  Bið Samfylkingarinnar eftir fæðingu Messíasar íslenskra jafnaðarmanna, verður flokknum erfitt.

Kristinn Karl Brynjarsson, 15.9.2010 kl. 21:43

17 Smámynd: Björn Birgisson

Axel Jóhann, allir fá eitt rassgat, sem verður ekki endurnýjað, hvað sem þörfinni líður. Ég skil mætavel reiði þína og hafðu það til marks að mín reiði og sárindi, yfir því hvernig allt fór, eru engu minni en þín, eins og þú veist mætavel. Ef efna skal til Galdrabrennu mun ég ekki leggja til eldspýturnar, svo mikið er víst. Skýrslurnar tvær, sem í umræðunni hafa verið, eru dómur í sjálfu sér. Á að dæma Geir og Árna og láta Davíð og Halldór sleppa? Endalausar spurningar vakna. Á að binda 6 af 9 Hæstaréttardómurum við Landsdóm þegar málin hrannast upp hjá Hæstarétti? Áfram, áfram, áfram má spyrja ............

Landsdómur breytir engu. Hann segði okkur kannski það sem allir vita nú þegar um vanmátt ráðherranna gegn auðvaldinu og sukkurum þess. Kannski sýknaði hann alla ráðherrana.

Hann skiptir nákvæmlega engu máli.

Eigðu góðar stundir, ágæti maður og bloggfélagi.

Björn Birgisson, 15.9.2010 kl. 22:05

18 Smámynd: Björn Birgisson

Kristinn Karl, þú mátt spinna þinn þráð eins og þú vilt. Undir síðasta innlegg þitt tek ég ekki á nokkurn hátt. Orðið Samfylking blindar þig greinilega og með það í munni, eða í  sinni, takmarkast öll þín sýn á raunveruleikann. Þú ert langt um flottari karl en að láta það henda. Víðsýni er allt sem þarf.

Björn Birgisson, 15.9.2010 kl. 22:43

19 Smámynd: Árni Gunnarsson

Finnst ykkur boðlegt að leggja mat á þetta mál og skáka því á milli skoðana með flokkspóltískum skírskotunum og meðvirkni?

Er þetta mál þá ekki lengur spurningin um það hvort stjórnsýslulög þjóðarinnar eru góð eða slæm?

Ef þau eru vond hvað snertir Landsdóm þá var nægur tími til að takast á um það og síðast núna 2008 þegar lögin voru endurskoðuð með breytingum á Alþingi.

Ég er kominn aftur til þess hörmungaratburðar þegar vanþroska álitsgjafar tóku til máls um málskotsrétt forsetans- og sem síðan var endurtekin með öðrum leikurum í aðalhlutverkum á næstliðnu sumri þegar forseti synjaði lögunum um Icesave.

Nú er efni þessarar skelfilegu umræðu það hvort Landsdómur sé ekki úrelt leið og farvegur fyrir þau úrkynjuðu sjónarmið að það það geti verið sanngjarnt - en ekki bara brot á mannréttindum að æðstu menn stjórnsýslunnar eigi að bera ábyrgð á smávandræðum eins og þeim að horfa aðgerðalausir á hryðjuverkamenn ræna þjóðina með hemssögulegum glæsibrag!  

Og svo finnst ykkur líklega boðlegt að hlýða á þá undarlegu söguskýringu að þetta hafi enginn séð fyrir eða getað séð fyrir. Þessi ósannindi - heimskuleg og klaufaleg eru núna viðurkenndur sannleikur.

Blásið nú til fjöldagöngu og vekið hressilega samúðarbylgju með ráðherrunum sem eru órétti beittir af sinni vanþroska þjóð.

Árni Gunnarsson, 16.9.2010 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 602481

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband