Fyrsta, annað og ..... þriðja! Slegið fjármálastofnuninni!

"Það sem af er ári hafa 227 íbúðir og húseignir verið seldar nauðungarsölu hjá embætti sýslumannsins í Keflavík. Þetta er allt að fimmfalt fleiri nauðungarsölur en að jafnaði hjá embættinu undanfarin 15 ár. Fyrst og fremst eru það bankar og Íbúðalánasjóður sem ganga að skuldurum og krefjast nauðungarsölu að sögn sýslumannsins í Keflavík, Þórólfs Halldórssonar.

Hvergi á landinu virðist kreppan hafa orðið jafn djúp og á Suðurnesjum. Til samanburðar má geta þess að á sama tíma voru 205 fasteignir seldar nauðungarsölu hjá sýslumanninum í Reykjavík. Þar eru um íbúar sexfalt fleiri en í umdæmi sýslumannsins í Keflavík. Ef ástandið væri viðlíka slæmt í Reykjavík og í Reykjanesbæ og nágrenni væri samkvæmt þessu hlutfalli búið að selja um 1.400 íbúðir á uppboði í höfuðborginni." segir dv.is

227 íbúðir og húseignir undir hamarinn á Suðurnesjum! Þetta er hrikaleg tala og samkvæmt mínum heimildum er mikill meirihluti þessara eigna venjuleg heimili fólks, en eitthvað mun vera um hálfköruð hús og ýmsar aðrar byggingar.

Innan fárra daga, eða í fyrstu viku októbermánaðar, munu um 100 eignir til viðbótar fara undir hamarinn á Suðurnesjum. Ástandið er svona hrikalegt.

Alls hafa 430 eignir lent á uppboði á Suðurnesjum frá ársbyrjun 2008 til dagsins í dag og mikill fjöldi uppboðsbeiðna mun vera í pípunum.

Þetta er skuggalegt.

Ört fjölgar þeim Suðurnesjamönnum sem nú leigja sín eigin hús. Já, ég segi sín eigin hús. Sá sem tapar þegar rangt er gefið, á ekki að tapa neinu, heldur sá sem rangt gaf.

Þessi eignaupptaka er hrikaleg og smánarblettur á stjórnsýslunni í landinu.

Ef eitthvað er mikilvægara í þessu landi en fólkið sem það byggir, þætti mér vænt um að verða upplýstur um það.

Þetta er skuggalegt og umfram allt skammarlegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; að nýju, Björn Ísfirðingur !

Eins; og ég gat um, við þig í dag, ætti 1. viðvörun, til Tollheimtumannsins í Reykjavík - sem og Sýslumanna landsins, sem þátt taka, í þessum aðförum, að heimilum landsmanna, að vera hressileg barsmíð; persónulega, svo undan þeim sviði.

Íslendingar; sem frjáslbornir vilja kallast, eiga ekki, að sæta þeim örlögum, að borðalagðir ribbaldar, í ''umboði'' þjófa gengja Banka og annarra gerfi- stofnana, vaði óáreittir, yfir ærlegt og heiðarlegt fólk, meir;; en orðið er.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, vestur yfir fjallgarð /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 20:59

2 Smámynd: Björn Birgisson

óskar Helgi skrifar: "................. þjófa gengja Banka og annarra gerfi- stofnana, vaði óáreittir, yfir ærlegt og heiðarlegt fólk, meir; en orðið er."

Nákvæmlega málið. Þetta er fyrir löngu orðið óþolandi.

Björn Birgisson, 15.9.2010 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband