Mynda Hægri Grænir og Hreyfingin næstu ríkisstjórn með yfirburðafylgi?

Útvarp Saga er alltaf með einhverjar skoðanakannanir á vefnum sínum. Sem er bara af hinu góða. Merkilegt þó að í langflestum tilvikum eru niðurstöður þeirra kannana svo víðs fjarri niðurstöðum annarra kannana að undrun sætir. Þær virðast oft svo broslega langt frá veruleikanum. En hvað er veruleiki í dag á pólitíska sviðinu? Hver þekkir hann?

Ein af nýjustu könnunum Útvarps Sögu var könnun á fylgi flokkanna, ef kosið væri nú, eins og alltaf er sagt. Niðurstaðan varð þessi, en 1829 manns svöruðu:

Framsóknarflokkur 3,81%

Sjálfstæðisflokkur 12,36%

Vinstri grænir 3,53%

Samfylkingin 3,53%

Hægri Grænir 33,59%

Hreyfingin 24,1%

Þjóðarflokkurinn 1,65%

Kvennalistinn 0,28%

Frjálslyndi flokkurinn 2,76%

Þetta eru stórmerkilegar tölur, ekki hvað síst þessar:

Hægri Grænir 33,59% Cool

Hreyfingin 24,1% Cool

Annað sem teljast verður stórmerkilegt. Það er til fólk sem trúir því að þetta sé raunverulega svona!

Mikill meirihluti þjóðarinnar hefur ekki einu sinni hugmynd um að til sé flokkur sem nefnir sig Hægri Græna!

Er einhver snjall tölvukarl að fikta í könnunum Útvarps Sögu og búa til skrautlegar niðurstöður?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég veit ekkert um Hægri-græna annað en það að einn bloggari hér á blog.is hefur verið að agitera fyrir honum. Ekki hefur mér þótt traustvekjandi það sem þar hefur verið sagt og skrifað.

Hólímólí (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 19:29

2 Smámynd: Björn Birgisson

Ef Guðmundur Jónas styður Hægri Græna er eitthvað spunnið í flokkinn, enda Guðmundur Jónas þekktur að visku og víðsýni í sinni pólitísku afstöðu til bæði manna og málefna, þótt hógværðin í garð meintra andstæðinga mælist ekki á neinum skala.

Björn Birgisson, 29.9.2010 kl. 19:47

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Skoðanakannanir á Útvarpi Sögu eru kapítuli út af fyrir sig. Yfirleitt eru spurningarnar þannig orðaðar að vart er hægt með góðu móti að svara þeim nema á ákveðinn veg.

Hægri Grænir hafa verið sérstakt gælufóstur á útvarstöðinni, af skiljanlegum ástæðum, þó enginn viti fyrir hvað þeir standa. Hreyfingunni hefur einnig verið mjög hampað á stöðinni án þess að fyrir því hafi verið færð rök.

Þegar sést að Kvennalistinn og Þjóðarflokkurinn fá fylgi í þessari könnun, þá spyr maður sig afhverju Vinnuflokkurinn, Bókaflokkurinn, Myndaflokkurinn og Bófaflokkurinn t.a.m. voru ekki hafðir með í könnunni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.9.2010 kl. 19:50

4 Smámynd: Björn Birgisson

Æææææææ,

Kristin stjórnmálasamtök komast ekkert á blað. Hefðu ekki verið hæg heimatökin hjá sumum að kippa því í lag, svona eftirá?

Björn Birgisson, 29.9.2010 kl. 20:00

5 Smámynd: Björn Birgisson

Mbl.is 13. mars 2010: "Þjóðarflokkurinn undirbýr endurkomu í stjórnmálin á ný en flokkurinn bauð síðast fram í þingkosningum árið 1987. Pétur Valdimarsson er enn formaður flokksins en hann setti af stað undirbúningsnefnd sl. haust til að undirbúa framboð.

Í tilkynningu frá undirbúningsnefndinni segir að stefnuskrá flokksins frá 1987 standist fyllilega tímans tönn. Í ljósi þess hafi verið einróma niðurstaða nefndarinnar að flokkurinn muni bjóða fram í næstu kosningum til Alþingis.

Þjóðarflokkurinn var ekki afskráður og mun starfa áfram undir sömu kennitölu. Gunnar Páll Ingólfsson, formaður undirbúningsnefndarinnar, segir við mbl.is að starfsemin verði kynnt nánar með auglýsingum og annarri kynningarstarfsemi á næstunni. Stefnan sé að bjóða fram í öllum kjördæmum.

Gunnar Páll segir ætlunina að vera tilbúnir með framboð ef ske kynni að efnt verði til þingkosninga á næstu mánuðum."

Það er bráðnauðsynlegt að fá fram ný framboð eins og nú er allt í pottinn búið!

Björn Birgisson, 29.9.2010 kl. 20:09

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Kristin stjórnmálasamtök!! Hvernig í ósköpunum getur það skeð að þau komist ekki á blað og að ég, af öllum mönnum, muni ekki eftir þeim. Það jafngildir því að JVJ gleymdi andskotanum sjálfum.

Húmanistaflokkurinn lifir hann enn? Hvað með núll flokkinn?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.9.2010 kl. 22:31

7 Smámynd: Björn Birgisson

Veit lítið um þessa flokka. Veit þó að ég er í A RH plús flokknum. Þar eru víst ekki svo margir.

Björn Birgisson, 29.9.2010 kl. 22:39

8 identicon

A RH Plús? Er það ekki brennisteinssýrublóð ... svona svipað blóð og var í geimverunni vinsælu í Alien? Einn grænn blóðdropi úr henni át sig í gegnum meter af hertu stáli.

Hólímólí (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 11:57

9 Smámynd: Magnús Gunnarsson

Spaugstofumenn á þing.

Magnús Gunnarsson, 30.9.2010 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband