Háttvirt Margrét Tryggvadóttir kveður sviðið með skorti á orðskrúði

"Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, hefur ákveðið að hætta að ávarpa þingmenn og ráðherra úr ræðustól á Alþingi með orðunum „háttvirtur" og „hæstvirtur". Hún segist vera í hópi þeirra landsmanna sem treysti ekki Alþingi."

Afar vel til fundið hjá þingkonunni að treysta ekki Alþingi. Hún skal þá hafa í huga að traust Alþingis, á meðal þjóðarinnar, jókst nákvæmlega ekkert með hennar þingsetu og mun ekkert breytast með brotthvarfi hennar af þingi, sem er nær í tíma en hana grunar.

Hvernig Margrét Tryggvadóttir hegðar sér á Alþingi og hvernig hún hagar orðum sínum þar, er eitt það léttvægasta sem þjóðin stendur frammi fyrir um þessar mundir.

Hvorki þing né þjóð varðar nokkurn skapaðan hlut um Háttvirta Margréti Tryggvadóttur.

Hún er ekki innlegg í þjóðlífið til annars en fáránlegs nöldurs um einskisverða hluti.

Bless, háttvirta stelpa. Þín verður ekki saknað sárt, þrátt fyrir þín manngæði, sem vafalaust nægja til að fylla heilan gám.


mbl.is Hætt að segja háttvirtur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Það var mikið að við urðum sammála Björn.

hilmar jónsson, 5.10.2010 kl. 00:23

2 Smámynd: Björn Birgisson

Hjúkk, er það ekki slæmt, Hilmar minn?

Björn Birgisson, 5.10.2010 kl. 00:30

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Nei ekki ef þú ferð að skerpa fókusinn..

hilmar jónsson, 5.10.2010 kl. 00:33

4 Smámynd: Björn Birgisson

Hilmar Jónsson, góður, sem endranær! Að hvetja hálfblindan mann til að skerpa fókusinn!

Björn Birgisson, 5.10.2010 kl. 00:39

5 identicon

Þeir sem eru hálfblindir ... sjá þeir bara helminginn af öllu eða sjá þeir ekki helminginn af því sem aðrir sjá?

Hólímólí (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 00:56

6 Smámynd: Björn Birgisson

Hólímóli, hálfblindir sjá meira en aðrir þegar stjórnmálin eru annars vegar. Eitt er að sjá og annað að skynja í hálfrökkrinu.

Björn Birgisson, 5.10.2010 kl. 01:05

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gott hjá Margréti.

Og Björn, þú einfaldlega nærð þessu ekki: Hún vill EKKI láta kalla sig háttvirta!

Reyndar tók ég eftir því við kynningu ræðumanna fyrir upphaf umræðunnar í kvöld, að Ásta Ragnheiður kallaði þá ekki þingmenn "háttvirta" í þeirri upptalningu -- ekki fyrr en hún gaf þeirri þingkonu orðið sem hún kallaði hæstvirta Jóhönnu.

Tvöfeldni og hræsni að kalla þarna sérhvern ráðherra "hæstvirtan" og ýmsa vanhæfa þingmenn "háttvirta". Mönnum er þar ætlað að tala þvert um hug sér!

Ég myndi gera sem Margrét, sleppa öllu titlatogi, a.m.k. meðan virðingin er flogin út um gluggann, eða nýtur ekki sjálft Alþingi 13% trausts? En það er ekki þinghúsinu að kenna. Virðum það, en skiptum sem fyrst um innvolsið. KOSNINGAR ÁN TAFAR!

Jón Valur Jensson, 5.10.2010 kl. 01:23

8 Smámynd: hilmar  jónsson

Enda engin innistæða til þess að kalla hana háttvirta, Jón.

Margrét er lýðskrumari af verstu sort. En ég segi það af einlægri umhyggju fyrir henni þó.

hilmar jónsson, 5.10.2010 kl. 01:30

9 identicon

Jón Valur ... það er ekkert gagn í kosningum eins og staðan er nú. Hvað á maður svo sem að kjósa? Ekki vill maður fjórflokkinn og það er ekkert annað traustvekjandi í boði.

Hólímólí (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 01:31

10 identicon

Ég hef aldrei fattað þessa Margréti eða fyrir hvað hún stendur og held að hún eigi að fá sér aðra vinnu. Ég segi það samt eingöngu af því að mér þykir svo vænt um hana.

Hólímólí (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 01:36

11 Smámynd: Björn Birgisson

Jón Valur, minn kæri, alltaf verð ég yfir mig hissa að sjá þig hér á síðunni minni. Ekki þannig séð að innlitin þín séu á nokkurn hátt betri eða verri en annarra, eða óvelkomnari. Svo er ekki, enda þessi síða opin öllum Íslendingum, hvar í heiminum sem þeir búa og hverjar sem skoðanir þeirra eru.

Útlendingum einnig auðvitað, en þá skortir allan áhuga á að tala við mig!

Mér finnst þetta vera siðferðisdæmi og mælikvarði á siðferði. Sérð þú ekki heimsóknir þínar á mína síðu í því ljósi?

Endilega upplýstu mig um þína sýn á þetta í framhaldi af minni einlægu spurningu.

Búum við landarnir kannski við sitthvort siðferðið?

Björn Birgisson, 5.10.2010 kl. 01:59

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er allt gagn í kosningum, Hólímólí, þessi ríkisstjórn er vanhæf og nýtur ekki meirihlutatrausts, og nú er tækifæri allra okkar sem viljum ekki Fjórflokkinn ... þennan sem stelur 1,3 milljörðum úr vösum okkar handa flokksapparötum sínum á hverju kjörtímabili til að reyna að hafa sem mest forskot á grasrótarframboð okkar hinna, og svo hlusta flestir dollfallnir á PR-námskeiðsgengna Armanigengið í Fjórflokknum að flikka upp á ömurlegt útlit þeirra flokka. Viltu það einu sinni enn? Þú veizt að það kemur að kosningum. Farðu að undirbúa þig, þ.e.a.s. ef þú ert ærlegur, en ekki að draga bara úr tiltrú fólks á að það geti skapað sér betri örlög en að kjósa endalaust yfir sig þessa sömu spilltu stjórnmálastétt.

Jón Valur Jensson, 5.10.2010 kl. 02:07

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta var vinaleg orðsending frá þér, Björn, en hvort var það ég eða þú sem valdi/r að láta útiloka þig af síðu minni?

Jón Valur Jensson, 5.10.2010 kl. 02:10

14 Smámynd: Björn Birgisson

Þú - og láttu ekki eins og kjáni. Hvernig gæti ég lokað fyrir mig á þinni síðu? Þitt var takkavaldið og það nýttir þú þér gagnvart mér og líklega tugum annarra, sem hreint er ekki til eftirbreytni né fyrirmyndar.

Björn Birgisson, 5.10.2010 kl. 02:19

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég gaf þér tvo kosti: að biðjast afsökunar á ófögrum ummælum eða láta útiloka þig.

Þú valdir annan kostinn – hvorn, Björn minn?

Jón Valur Jensson, 5.10.2010 kl. 03:07

16 Smámynd: Björn Birgisson

Líklega þann að loka á þig!

Björn Birgisson, 5.10.2010 kl. 08:39

17 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Björn, fíflið fer eins og köttur í kringum heitan graut, að hann vill að þú farir niður á skeljarnar, spennir greipar og grátbænir hann um miskun og fyrirgefningu og engist í angist og kvöl. En þetta veistu auðvitað.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.10.2010 kl. 09:16

18 Smámynd: Björn Birgisson

Jón Valur, svo ég endurtaki spurninguna:

Mér finnst þetta vera siðferðisdæmi og mælikvarði á siðferði. Sérð þú ekki heimsóknir þínar á mína síðu í því ljósi?

Endilega upplýstu mig um þína sýn á þetta í framhaldi af minni einlægu spurningu.

Búum við landarnir kannski við sitthvort siðferðið?

Björn Birgisson, 5.10.2010 kl. 09:46

19 Smámynd: Árni Gunnarsson

Tali nú hver fyrir sig en ég myndi sakna Margrétar umfram flesta aðra alþingismenn ef hún hyrfi af þingi við þessar skelfilegu aðstæður.

Árni Gunnarsson, 5.10.2010 kl. 10:06

20 identicon

Alveg merkilegt að sjá fólk kalla þingmenn Hreyfingarinnar lýðskrumara.

Nei, þingmenn hreyfingarinnar eru ekki lýðskrumarar, langt frá því. Þau eru í fámennum hóp þingmanna á alþingi sem starfa af heilindum fyrir fólkið í landinu. Afhverju ? afþví að þau eru ein af fólkinu í landinu. Engir hagsmunaaðilar sem standa á bakvið þau. Engir kvótagreifar, engir auðmenn í fjölskyldunni, enginn bankaeigandi í vinahópnum.

Eina erindi þingmanna Hreyfingarinnar á alþingi er að vinna af heilindum fyrir þjóðina. Fyrir það eru þau kölluð ýmsum nöfnum.

..og að sjá svona fígúrur eins og Hilmar "með litlu h-i" - mæta á hverja bloggsíðuna á fætur annari og kalla þetta heiðvirða fólk lýðskrumara, án þess að koma þó með nein rök eða dæmi fyrir því, er viðkomandi til minnkunar.

Ingólfur (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 14:52

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú átt að vita það eins og hver annar, Björn, að ekki viðurkenna allir sömu siðferðisreglur. Mitt siðferði er kristið og meðtekur t.d. ekki það siðferði nazista og kommúnista og kynþáttahatara að tilgangurinn helgi meðalið. Og satt sagði ég hér ofar, en þú kýst að sniðganga spurningar mínar og svara með öðrum.

Jón Valur Jensson, 5.10.2010 kl. 19:26

22 Smámynd: Björn Birgisson

Jón Valur, vertu sæll.

Björn Birgisson, 5.10.2010 kl. 19:31

23 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég sé ekki betur Björn,  en Jonný boy sé að bera þér á brýn að vera nasisti, kommúnisti og kynþáttahatari, jafnvel allt í senn? En það er skiljanlegt að hann skuli ekki nefna hræsni, þá væri hann á hálum skít.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.10.2010 kl. 20:08

24 Smámynd: Björn Birgisson

Axel Jóhann, minn hugur er ekki svo frjór að ég lesi það sama út úr #21 og þú gerir.

Björn Birgisson, 5.10.2010 kl. 21:05

25 identicon

Björn ekki fara í fýlu.

Númi (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 14:53

26 Smámynd: Björn Birgisson

Af hverju ekki?

Björn Birgisson, 6.10.2010 kl. 14:55

27 Smámynd: Jón Valur Jensson

Axel Jóhann kann ekki að lesa rétt úr innleggi mínu, ég get staðfest það.

Jón Valur Jensson, 7.10.2010 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband